Dagblað

Tölublað

Dagblað - 10.10.1925, Blaðsíða 2

Dagblað - 10.10.1925, Blaðsíða 2
2 DAGBLAÐ en stjórn Frakka svaraði því til, að Fýzkaland gæti engin skilyrði sett í þessu efni. — Að því er Rússa snertir, heldurTsch- irin því fram, að fyrirhugaðir öryggissamningar einangri Rúss- land. Hefir hann nú verið í þýzkalandi undanfarna daga til þess að semja við stjórnina um fjárhagsleg málefni ríkjanna. Er nú verslunarsamningsgerð milli Rússlands og Þýzkalands senni- lega lokið, og var svo ráð íyrir gert, að skrifað yrði undir samn- ingana í Moskva. Svo fór þó, að Þjóðverjar sendu fulltrúa á Locarnofund- inn, en heima fyrir eru þeir þannig sinnaðir, að Luther og Stresemann hafa fengið fjölda hótunarbréfa, og þeim ógnað með öllu illu, ef þeir verði eft- irgefanlegir á Locarnofundinum. Er það álitið, að Nationalistar eigi þátt í þessu, og hafa leyni- lögreglumenn fylgt þeim Luther og Stresemann eftir, hvert sem þeir fara. Stresemann hélt Tschirin veizlu mikla og lét svo um mælt í ræðu við það tækifæri, að hann ætlaði að koma þvi til leiðar, að Þýzkaland þyrfti ekki að ganga í Alþjóðabandalagið. Mikill undirbúningur var haf- inn undir ráðstefnuna i Locar- no, ótal símalínur voru lagðar og settar í samband við linur annara landa, mörg hundruð blaðamenn úr ýmsum áttum eru viðstaddir. Briand og Cham- berlain komu degi fyrir fund- inn, sem settur var eins og til stóð á mánudaginn var. Mætt- ust þá utanríkisráðherrar Banda- manna og Þýzkalands, og er þetta talin sú djarfasta tilraun sem enn hefir gerð verið til þess að koma á varanlegum friði í álfunni. Fnlltrúafandir verkamanna í Liverpool. Undanfarna daga hafa staðið yfir roikil fundahöld í Liverpool • og hófust þau laust fyrir mán- aðamótin. Eitt þúsund fulltrúar komu þar fram fyrir hönd 3V4 millj. verkamanna. Þar báru þeir Mac Donald, Henderson, Clynes o. fl. fram tillögu þess efnis, að reka kommúnista úr flokknum, og var það samþykt með mikl- um meiri hluta alkvæða. — Á fundinum hélt Mac Donald því fram, að nauðsynlegt væri að þjóðnýta ýmiskonar opinber fyr- irtæki, svo sem járnbrautir, raf- og gasstöðvar og starfrækslu sjúkrahúsa. Bæri og skylda til að ihuga sem grandgæfilegast hagnýting kolanámanna. Enn- fremur að verkamenn fengi að taka þátt í stjórn fyrirtækja og hlutdeild í arði þeirra. Að síð- ustu var þess krafist, að konur fengi kosningarrétt frá tvítugs aldri. Gerði fundurinn samþykt á þessum grundvelli. Borgin. Sjávnrföll. Síödegisháflæður kl. 11,52 í kvöld. Árdegisháflæður kl. 12,10 á morgun. Næturlæknir Friðrik Björnsson, Thorvaldsensstræti 4. Sími 1786. Næturl. aðra nótt Jón Hj. Sig- urðsson, Laugaveg 40. Simi 179. Næturvörðnr í Rvíkur Apóteki. Tíðarfnr. Hægviðri var um land alt í morgun og hvergi rigning nema í Vestm.eyjum. Heitast var i Grinda- vík 7 st., Rvík 6, Vestm.eyjum 5, Hornafirði og Stykkishólmi 3, og Seyðisfirði 1 st. Frost var á Hóls- fjöllum 4 st., Raufarhöfn 3 st., ísa- firði 2 og Akureyri 1. í Færeyjum var 8 st. hiti, á Jan Mayen 4 st. frost og í Angmagsalik við frost- mark (0) í gær. — Loftvægislægð 770 yfir Norðurlandi. Búist er við austlægri átt á Suöurlandi, breyti- legri vindstöðu og hægviðri annar- staðar. Práviðri á Norður- og Vesturl. Einar H. Kvnrnn flytur ræðu viö guðspjónustugjörð i Frikirkjunni á morgun kl. 5. Er það nýlunda hér að óprestvígður maður flytji ræðu úr prédikunarstóli en altítt er það í Ameriku og víðar. — En sama er hvaðan gott kemur. Skátngnðsþjónnsta verður haldin í Hafnarfjarðarkirkju á morgun kl. 3. Þeir skátar, sem héðan ætla þang- að suður eftir eru beðnir að segja til sin í dag i verslun Gunnars Gunnarssonar svo hægt verði að ákveða hve mörg farartæki þurfi. Klrkjuhljómleikn halda þeir Emil Telmányi og Páll ísólfsson í dóm- kirkjunni annaðkvöld kl. 8’/»- Leika þeir eingöngu lög eftir Bach, og mun margur hyggja gott til þeirrar listar, sem þar verður borin fram. IDagBlaÓ. Bæjarmálablnð. Fréttnblað. Ritstjóri: G. Kr. Guðmundsson, Lækjartorg 2. Símar 744 og 445. Viðtalstími kl. 5—7 síðd. Afgreiðsla: Lækjartorg2. Sími 744. Opin alla virka daga kl. 9—7. Blaðverð 10 au. eint. Askriftar- gjald kr. 1,50 á mánuði. Prentsmiðjan Gutenberg, h.f. Botnvörpungarnir. Skallagrimur kom af ísfiskveiðum í fyrradag með 1580 kassa, Pórólfur í gær með 1200 kassa og Ari á morgun einnig með 1200 kassa fiskjar. Sýningu Guðm. Einarssonar verð- ur lokið á morgun kl. 5 síðd. Útilegumenn. Peir eru löngu farnir veg allrar veraldar útilegumennirnir gömlu, sem þjóðtrúin fjölgaði og magn- aði öld eftir öld, og fékk þeim bólfestu í afdölum og inn í ör- æfum ókunna landsins. Nú er þeirra minst sem löngu liðinnar þjóðlygi, og enginn leggur leng- ur trúnað á tilveru þeirra síðan Jón gamli söðli lézt. Ef til vill er einhver fótur fyrir frásögnunum um suma þeirra, og víst er það, að úti- legumenn hafa verið til, sva sem Fjalla-Eyvindur o. fl., sem sannar sagnir eru um. Getur vel verið að þeir hafi verið all- fjölmennir á sumum tímum á fyrri öldum og að niðjar þeirra hafi verið lengi yið líði, fjarri öllum almannaleiðum. En það er ilt að færa rök fyrir sanngildi gamalla munn- mæla, þar sem litlar eða engar heimildir eru fyrir hendi, eins og er um útilegumannasagnirn- ar íslenzku. — Hitt er hægra, sem mörgum mun þó koma á óvart, að færa sannanir fyrir því, að útilegumenn eru ennþá til á landi hér, og þar sem fæsta grunar — hér í höfuðstaðnum. Pótt ótrúlegt sé, þá eru til hér í Reykjavfk nokkrir menn, sem ern réttnefndir útilegumenn, og þeir eru e. t. v. fleiri en nokkur veit. Það eru heimilis- lausir auðnuleysingjar, sem eiga

x

Dagblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblað
https://timarit.is/publication/605

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.