Dagblað

Útgáva

Dagblað - 13.10.1925, Síða 1

Dagblað - 13.10.1925, Síða 1
Þriðjudag 13. október 1925. I. árgangur. 211. tölublað. FEGURÐARSMEKKUR manna er ærið ólíkur og misjafn eins og mennirnir. Einum þykir það fagurt og eftirsóknar- Tert, sem öðrum finst ekkert ■varið í og einkisvirði. — það er svo margt sinnið sem skinnið. það er viðurkend staðreynd að umhverfi og aðstaða hefir mikil áhrif á skapgerð manna og fegurðarsmekk, og þeirra á- hrifa gætir í verkunum og ýmsri háttsemi oftar en almenningur gerir sér grein fyrir. Flestir munu t. d. vera þann- ig gerðir, að þeim er léttara í í skapi og liður betur i fallegu umhverfi eða við nýja sjón ein- hvers, sem dregur athyglina að sér og einhver sérkenni eru við- hundin. Þarf slíkt hvorki að vera mikið né merkilegt eftir venju- legum mælikvarða, heldur aðeins I eitthvað, sem vekur athygli eða iaðar hugi tii sín. Auðsén fegurð eða frumleiki í línum og litum hafa venjulega þau áhrif á sjáandann, sem stefna í þessa átt. öllum er t. d. Ijós munurinn á fögru og svip- miklu landslagi, eða ljótu og ömurlegu, og flestir vita hvaða hughrifum það veldur. En það er ekki eingöngu það stóra og fjarlæga, sem hefir áhrif á feg- urðarkend manna,. jafnvel ein- földustu smámunir geta oft ver- ið áhrifarikir. Að öðru jöfnn mun t. d. flestum lfða betur í hreinum og þokkalegum fötum en ef þau eru óhrein og illa hirt. Ytri og innri húsbúnaður hef- fr einnig siu áhrif á þá, sem við þau eiga að búa, og sýnir fátt greinilegar fegurðarsmekk manna en það, hvernig hýbýli þeirra eru umhorfs. Smekkleysi og ýoiÍ3iegur afkáraskapur kemur óvíða greinilegar fram heldur en einniitt í því, hvernig menn velja augnaskraut innanhúss. Nokkra- afsökun hafa menn reyndar þar, því enginn ákveð- inn stíll í húsbúnaði og hýbýla- gerð er ennþá til hér á landi. lslendingar vilja yfirleitt vera þjóðlegir, a. m. k. í orði, en þær tilraunir takast misjafnlega. Hver og einn reynir eftir eigin smekk eða smekkleysi að búa svo um sig, að viðunandi geti talist, en í fáu er þar farið eftir listrænum fegurðarsmekk dóm- bærra manna. þjóðlegur still í byggingum eða húsbúnaði er ekki til að fara eftir, þvi hann er ennþá ekki til orðinn. Þar er aðalafsökunin fyrir ósam- ræminu og smekkleysinu, sem alstaðar veður uppi. Hérna er mikið verkefni fyrir hugvitsama listamenn til að vinna úr svo skapast geti hér þjóðleg- ur stíll í stað þess smekkleysis og ósamræmis, sem alstaðar er nú rikjandi. — -m.-n. Utan úr heimi. Khöfn, FB., 12. okt. ’25. Önnnr verkfallstilrann komm- únista í Parfg mishepnast. Simað er frá París, að komm- únistar hafi í dag reynt til að koma á allsheijarverkfalli. Soci- alistisk verkmannafélög neituðu að taka þátt í verkfallinu. Stríðlð í Marokkó. Simað er frá Madrid, að her- irSpánverja og Frakka haldi á- fram að sigra i Marokko. Hafa þessir nýju sigrar aukið stórum vald og álit Rivera. Khöfn, 15. okt. ’25. .' Nýr landstjóri í Marokko. Símað er frá Paris, að Steeg dómsmálaráðherra hafi verið útnefndur generalgovernör í Ma- rokko. Bandaríkjaferð Caillanx. Caillaux skýrir stjórninni frá árangri af vesturförinni. Frá Locarnofundinnm. , Símað er frá Locarno, að þrátt fyrir það þó öllum árangri öryggisráðstefnunnar sé leynt, þá þyki fullvist, að allir aðiljar séu sammála um, að gera upp- kast að öryggissamþykt i sam- bandi við inngöngu Pýzkalands i Alþjóðabandalagið. Presiar 09 keDnimenn. Herra ritstjóril Gjörið svo vel og Ijáið eftir- farandi linum rúm i blaði yðar. Mikið hefir verið talað um það undanfarið, að kirkjugöng- um og yfirleitt öllu trúarlífi íslendinga, hafi farið aftur á siðustu árum og sé enn á niðurleið. Ef miðað er eingöngu við kirkjurækni fólks, þá er hnign- unin auðsæ, en ýmislegt annað kemur hér til greina, sem gerir þennan samanburð fortiðarinn- ar og nútimans óréttmætan til að draga af honum ályktanir um hnignun trúarlífsins meðal almennings. Pað er samfæring þess sem þetta ritar, bygð á nokkurri at- hugun, að trúhneigð manna er engu minni en áður var, en hún kemur fram á annan hátt og í fleiri myndum. Mentun fólksins hefir aukist að miklum mun og þekking þess á ýmsum sviðum hefir margfaldast. Nú er gerður gleggri greinar- munur á kjarnafæðu og andlegu léttmeti og um sum trúmálaat- riði er nú komin vissa i stað arftekinnar trúar sem fólkið að- hiltist umhugsunarlaust öld eftir öld. Kennimennirnir hafa á öllum timum haft mikil áhrif á trúar- líf manna og þvi meiri sem þeir hafa verið ágætari og at- hafnasamari. Prestarnir hafa til

x

Dagblað

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblað
https://timarit.is/publication/605

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.