Dagblað

Tölublað

Dagblað - 14.10.1925, Blaðsíða 1

Dagblað - 14.10.1925, Blaðsíða 1
Miðvikudag 14. október 1925. agBíað I. árgangur. 212. tölublað. T-.RIÐJUNGUR annarar aldar I er liðinn frá því að synda- flóð það, sem Hiöðver fimt- ándi boðaði, velti einveldinu úr sessi. Blóð stjórnarbyltingarinn- ar miklu flæddi yfir gróðurlaus lönd og veitti jarðveginum frjó- efni frelsisins. Okinu var aflétt. Allir urðu jafnir fyrir lögunum. En ekkert er nýtt undir sólunni. Stjórnskipulag það, sem nú komst á í Norðurálfu, bafði áö- ur verið með fullu fjöri í hinu forna Grikklandi. Á átjándu öld- inni var það andans gull grafið npp, er eitt sinn var undirstaða frelsis og framfara í binum forn- grísku lýðríkjum. Stjórnarfyrir- komulag Aþenuborgar var fyrir- myndin. Svo mikið dálæti höfðu menn á fornöldinni, að frakk- nesku frelsishetjurnar tóku sér grísk og rómversk nöfn. Þvi hefir réttilega verið hald- ið fram, að menning Evrópu eigi sér rætur í fornöld Grikkja. Á það ekki aðeins við um listir og vísindi. Stjórnmálin eru þar með talin. Sama gildir ísland, hið lýðfrjálsa land til forna, sem Grikkland. Þar stóð vagga frelsis þess, er síðar leið undir lok. — Af því sem á undan er íarið grípur mann ósiálfrátt sú bugsun, að bið sama kunni nú að verða hinu lýðfrjálsa skipu- lagi að íjörlesti sem áður. Lýð- frjálsu rikin til forna liðu undir lok. Þeim var áskapaður aldur. Einveldið tók við. Harðstjór- arnir lögðu fjötur þann á þjóð- irnar, er mörgum öldum siðar varð eingöngu Ieystur með bylt- ing og blóði. Hvað tekur svo við, þegar bin lýðfrjálsu ríki, sem nú eru ^Ppi, kollvarpa því stjórnarfari, *em nú er ríkjandi? Eða hefir nokkur trú á því, að slikt á- stand sem nú er haldist öldum saman? — Reynsla fortíðarinn- ar varpar ljósi.yfir framtíðina. týðfrjálsu ríkin í Grikklandi *rðu skattlönd Makedoniu. Kon- ^n8Ur þeirra varð einvaldur. Og rómverska lýðveldið varð keis- aradæmi, sem breiddi einveldis- ' arma sina um löndin alt i kringum Miðjarðarhaf, eða all- an hinn mentaða heim þeirra tíma. — Því hefir verið haldið fram af sumum, að orsök þess að lýðríkin urðu undir sé sú, að þjóðirnar sendu ekki fulltrúa á þiog. Borgararnir tóku sjálíir beinan þátt í stjórn og laga- skipun landsins. Fór þá tiðum svo, að litill hópur manna, sem kom til þings, réði lögum og lofum. Nú eru sendir fulltrúar til þinga í öllum lýðfrjálsum löndum. Er nú tekið frekar til- lit til heildarinnar. Óskir og þarfir allra landsmanna eru frekar teknar til greina. Sannleikurinn er sá, að í raun réttri voru það ekki borgararnir, sem stjórnuðu landinu til forna. Þeir komu að vísu saman á torgum og samþyktu lögin með uppréttum böndum. En þeir sem stjórnuðu, voru fáeinir menn, er með mælsku sinni höfðu unnið sér traust borgar- anna. Að vísu hafði hinn frjálsi lýður fengið þeim valdið í hend- ur, og þess vegna var þeim skyll að fylgja fram málum þeim, er borgararnir vildu að fram næði að ganga. Lýðurinn hallaðist svo eindregið að þeim, sem lofuðu mestu. En þarna er sennilega fólgin orsök þess að lýðríkin urðu að þoka fyrir einveldinu. Málagarparnir áttu að sækja völd sín og metorð í hendur borgaranna, og fóru því oft og einatt óhyggilega að ráði sinu, leiddu rikið í ógöngur af ótta við atkvæðamissi. En viti menn! Hið sama er uppi á teningnum enn i dag. Þingræðinu er það ofvaxið að marka hollar og réttlátar stjórn- málastefnur, sem haldi saman og uppi hinum einstöku rikis- heildum. Hverir fara með völd- in? Fámennur flokkur manna. Borgararnir láta sér nægja að greiða atkvæði, — Ef þeir fá skömm á pólitísku flokkunum og greiða atkvæði eftir eigin sannfæringu, en utan við alla flokka, þó kveður við úr öllum áttum hrópið alkunna: Fylgirðu ekki flokk er atkvæði þitt ónýtt. Það er sama sem aö þú greiðir ekki atkvæði. Hver er þá munurinn á for- tið og nútið? Á lýðstjórnarkerfið, þingræðissælan, sem nú situr í hásæli, lengra líf fyrir höndum en lýðríkisstjórnin til forna? Rís ekki önnur alda sterkari og á hina ofan, eins og áður? Eða rennur upp öld hinnar sönnu menningar, sem gerir mennina yílrleitl að sjálfstæðum hugsandi verum, sem ineð at- kvæðum sinum fá þeim einum völdin í hendur, sem eingöngu láta heill og fremd land sfns ráða gerðum sinum en selja ekki sjálfa sig með húð og hári og bestbyrði af fölskum Ioforð- um. — Framtíðin sker úr. Utan úr heimi. Khöfn, FB., 13. okt. '25. KommúnÍ8taverkfallið í París. Simað er frá París, að ekkert hafi orðið af verkfalli kommún- ista. Aðeins fáeinir hættu starfi sinu. Lögreglan var viðbúin í gærkvöldi. Hófst þá handalög- mál milli lögreglumanna og kommúnista, er hinir síðarnefndu reyndu til að stöðva sporvagna. Kommúnisti einn hóf skothrið, en lögreglumennirnir svöruðu í sömu mynt. Margir særðust, en örfáir biðu bana. Harokkóstríðinu lokiðt Simað er frá Madrid, að Rivera sé kominn aftur frá Marokkó. Fullyrðir hann að striðinu sé f raun og veru lokið. Riffmenn hafi allsstaðar vcrið algjörlega gerðir afrurreka.

x

Dagblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblað
https://timarit.is/publication/605

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.