Dagblað

Tölublað

Dagblað - 15.10.1925, Blaðsíða 1

Dagblað - 15.10.1925, Blaðsíða 1
Fimtudag • 15. oktöber 1925. WaúBlað I. árgangur. 213. tölublað. BRUNARÚSTIRNAR við Aust- urstræti, hafa mörgum ver- ið þyrnir á augum siðan hinn minnisstæða dag, 15. apríl 1915, er mikið af miðbænum lagðist í rústir. Loksins er nú búið að byggja á öllum grunn- stæðunum sem mynduðust við brunann, nema þeim sem eru milli Austurstrætis og Vallar- strætis. Edinborg er siðasta hús- ið sem reist er úr rústum, og er það þeirra veglegast, annað en Landsbankinn, en álitamál hefði verið hvort húsið hefði verið myndarlegra, ef nýja Ed- inborg hefði verið höfð einni hæð hærri en nú er hún. "Hlut- föllin milli bæðar og lengdar hefðu þá verið jafnari og alt húsið samsvarað sér betur. Brunarústir eru aitaf til bæj- arlýta, og ekki sfzt um miðbik tiæja, þar sem stærstu bygging- ar eru og umferðin mest. Svo er um rústirnar við .Austur- stræti, og hafa þær nú of lengi verið þarna til fegurðarspjalla og augnraunar hverjum óvöld- um smekkmanni. Hefir útlit þeirra lengst af verið mjög bág- borið, einkum þegar þær hafa verið hálffullar af fúlu vatni og ýmsu rusli eins og oft hefir verið. Til engra úrbóta var að byggja þar sementskassann móti Lands- .bankanum, og þarf engan feg- urðarfræöing til að sjá jafn aug- Ijós sannindi. — Einhver rek- spölur er nú kominn á hjá <eigendum brunarústanna um að fara að koma þessum arðlausu ¦eignum sínum til vænlegra við- horfs, en að láta þær vera óbygð- ar og ónotaðar ár eftir ár. Mik- ið verðmæti hlýtur að vera bundið í lóðunum, og er þvi ekki tiltökumál, þótt eigendur þeirra vilji losa um féð og losna um leið við þá gjaldabyrði, sem þeim hlýtur að vera af óbygð- «m lóðunum. Munu þeir hafa sótt um byggingarleyfi til að byggja þar stórhýsij on nefndir þær, sem um þær fjalla innan bæj- arstjórnar, munu eunþá enga ákvörðum hafa tekið um málið. Það mun vera álit flestra, sem hugsa um framtiðarskipu- lag bæjarins, að vegna sam- ræmis og réttra fegurðarhlut- falla megi ómögulega byggja á brunarústunum við Austurstræti og nauðsyn krefji að húsið, sem þar hefir verið bygt, verði rifið til grunna. — Jóhannes S. Kjar- val málari mun fyrstur hafa borið þelta álit fram í Morgun- Blaðinu í ritstjórnartíð Þorsteins Gíslasonar, og nýskeð hafa nú- verandi ritstjórar þess skrifað um málið, og virðist álit þeirra stefna í sömu átt. Einhverjir fleiri hafa e. t. v. rætt um þetta opinberlega, þótt ég minnist þess ekki í svip. Það væri mjög æskilegt, að allir yrði á eitt i sáttir um að óhæft sé að byggja á brunarústunum sem eftir eru, því væri það gert, yrði það til þess ófarnaðar gagnvart nauð- synlegu samræmi og viðunandi skipulagi Miðbæjarins, að úr því yrði seint eða aldrei bætt. Byggirjgar milli Austur- og Vallarstrætis eiga ekki að ná lengra austur á við, en laust austur fyrir ísafold. Austurvöll- ur á að breikka sem nemur spildunni að Austurstræti, ann- aðhvort með stækkun grasflatar- ins eða með steinlögðu torgi, þar sem húsgrunnarnir eru nú, en umfram alt þarf þetta svæði að vera óbygt framvegis. -m. -n. Utan úr heimi. Khöfn, FB., 14. okt. '25. »í nafni keisarans*. Símað er frá Berlín, að undir umsjón prússnesks hershöfðingja hafi verið athjúpað minnismerki yfir nokkra fallna hermenn. Athöfnin fór fram í kirkjagarði einum. Minnismcrkið var af- hjúpað í nafni keisarans. Vinstri- menn ákaflega reiðir. Flngvélastöð í loftinn. Símað er frá London, að bráð- lega verði gerðar tilraunir til þess að láta loftókipið R 33 vera forystuskip hokkurra flugvéla, og á það að vera nokkurskonar lendingarstöð í loftinu, taka á móti flugvélum og senda þær frá sér. — Samskonar tilraun hefir verið gerð í ítalíu, eftir því sem símað er frá Rómaborg. Khöfn, 15. okt. '25. Frá Loearnofundinnm. Símað er frá Locarnó, að á- litið sé að samkomulagstilraunir muni mishepnast, nema Pýzka- land losni vid ákvæði Alþjóða- bandalags-sáttmálans, þau, er áður hefir verið símað um. Ennfremur krefjast Þjóðverjar, að Bandamenn hætti þar eftir- liti sínu í Jþýzkalandi, og krefj- ast þess, að síðustu burtför setuliðsins sé flýtt. Málakenslanískóiunum. i. Kensla í erlendum málum bæði í barnaskólunum og öðrum skól- um, er ekki í þvi lagi, sem æski- Iegt er. Okkur íslendingum er alls vegna nauðsynlegt, að leggja sem mesta rækt við kenslu er- lendu málanna og stefna henni í þá átt, sem okkur hentar bezt. Petta er að nokkru leyti gert, en framkvæmd þess er á þann hátt, að flestum sem um málið hugsa, mun fátt til finnasl. Að- almálið hér í skólum við hlið móðurmálsins, er danskan. Dönskukenslan var skiljanleg meðan vald Dana og áhrif voru meiri, en þau eru nú. I»á voru afskifti Dana af íslendingum og samband þjóðánna svo náið, að ekki var nema eðlilegt, að

x

Dagblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblað
https://timarit.is/publication/605

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.