Dagblað

Tölublað

Dagblað - 15.10.1925, Blaðsíða 2

Dagblað - 15.10.1925, Blaðsíða 2
2 DAGBLAÐ Etó TeMijí heldur hljótnleik föstudag 16 þ.m. klukkan 7,15. í Nýja Bíó. Emil Thoroddsen aðstoðar. Efnisskrá: Beethoven: Vorsónata. Bach: Partita E-dúr. Paganini: Konsert D-dúr. Beethoven: Tyrkneskur marsch Chopin: Nacturne. Brahms: Ungverskur danz. Aðgöngumiðar á kr. 3,00, fást í bókaverslunum ísafoldar og Sigf. Eymundssonar. Islendingar þyrftu að nota dönsk- una, þó ekki væri nema til þess eins, að geta skilið valdboð hinna erlendu yfirmanna. Nú á öldin a. m. k. að vera önnur, enda þótt ekki séu aftekin valdboð Dana. — Samningurinn sæli frá 1. des. 1918 hefir í orði fært oss heim fult frelsi. Menn skyldi því ætla, að lokið væri að mestu andlegu yfirráðunum frá Eyrar- sundi, en ekki er samt svo vel, eins og tekið er fram hér að ofan, því danskan er ennþá að- alskólamálið erlenda. — En hvers vegna er þá verið að burðast með þessa miklu kenslu í dönsku? Hvers vegna er ekki reynt að kenna börnum eitt- hvert það mál, sem þau geta haft not af hvar sem þau eru stödd á hnettinum, t. d. ensku, þýzku eða frönsku? • Hér þarf gagngerða breytingu. Við þetta verður ekki unað, og ber því kenslumálastjórninni að taka það til rannsóknar, hvort ekki hæfi betur þroska Islend- inga og hagsmunum, að börn þeirra læri eitthvert heimsmál f stað dönskunnar, sem meiri not yrðu að. — Síðar skal vikið að afstöðu móðurmálsins til heims- málanna, en eitt er víst, að dönskukenslan á að þoka fyrir námi annara nytsamari mála. — ttn. Verslunarmannafél. Iivíkur. Aðalfundur í félaginu verður haldinn annaðkvöld (föstudag.) kl. 81/* í Kaup- þingssalnum í Eimskipafélagshúsinu. Stjjórnin. . Borgin. HÞagBlað. Sjárarföll. Síðdegisháflæður kl. 3,53 í daff. Árdegisháflæður kl. 4,10 í uótt. Nætnrlæknir Magnús Pétursson Grundarstíg 10. Simi 1185. Næturvörður í Laugavegs Apóteki. Tíðarfar. Hægviðri víðast í morg- un nema í Vestm.eyjum hvöss aust- anátt. Fremur kalt viðast hvar, heit- ast í Vestm.eyjum 3 st., i Rvík og Seyðisf. 2 og ísaf. 1 st., annarstaðar frost 1—2 st. og á Hólsfjöllum 4 st. — í Færeyjum 1 st. hiti, Angmagsa- lik 2 st. í gær og á Jan Mayen 2 st. frost í morgun. — Loftvægishæð 770 fyrir norðan land, Búistervið svip- uðu veðri. — Hljómleikar Emils Telmányis i gærkvöld tókust jafn snildarlega og áður, Og hlaut hann óskifta hrifni áheyranda. Er ekki ofsögum sagt af leik Telmányis, en einnig erskylt að geta pess að undirleikur Emils Thoroddsens er ágætur. — Næstu hljómleikar Telmányis verður ann- að kvöld. — Fyrirlestrar dr. Kort K. Kortsen um danskar bókmentir hefjast í Há- skólanum í dag kl. 5. Aðgangur er ókeypis og öllum heimili. A. Woíd celloleikari, sem nýkom- inn er til Rosenberg, heflr í hyggju að kenna hér cellospil í vetur. Hann er talinn mjög fær celloisti og hefir áður fengist við kenslu i cellospili. VæringjasTeit skáta á að koma saman í kvöld kl. 81/* hjá Bernhöfs- bakarii. — Oddnr Signrgeirsson »ritstjóri« hef- ir beðið Dagblaöiö aö skila kveðju til kunningjanna og að þeir megi búast við að sjá sjg bráölega í eig- in háu persónu. Hann heflr nú um hrið legiö á Landakotsspitala í annað sinn, vegna uppskurðar, sem gera varð á hon- um aftur, en nú er hann á góðum batgvegi. — Bæjarstjórnarfnndnr er i kvðld, engin stórmál eru á dagskrá. Bæjarmálablað, Fréttablad. Ritstjóri: G. Kr. GuðmundssoR, Lækjartorg 2. Simar 744 og 445. Viðtalstími kl. 5—7 siðd. Afgreiðsla: Lækjartorg2. Sími744. Opin alla virka daga kl. 9—7. Blaðverð 10 au. eint. Askriftar- gjald kr. 1,60 á mánuði. Prentsmiðjan Gutenberg, h.f, Peningar: Peningar: Sterl. pd............... 22,45 Danskar kr.............. 115,13 Norskar kr............... 94,92 Sænskar kr.............. 124,17 Dollar kr............... 4,65 Gullmörk ............... 110,52 Fr. frankar ............. 21,70 Regnkápur sérstaklcga góðar og í ýmsum lltum fyrir kyenfólk Og karlmenn eru nýkomnar í Austurstræti 1. Ásg. G. Gunnlaugsson. É dag er tækifæri til að kaupa af mér hús með lausum ibúðum í haust. Dragið ekki til morguns það sem hægt er að gera i dag. Talið við mig. Helgi Sveinsson Aðalstr. 11 kl. 11—1 og 6-8.

x

Dagblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblað
https://timarit.is/publication/605

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.