Dagblað

Tölublað

Dagblað - 16.10.1925, Blaðsíða 2

Dagblað - 16.10.1925, Blaðsíða 2
2 DAGBLAÐ iaamni húsnæðisvandræði þrátt iyrir mikla fólksfjölgun svo sem í Vestmannaeyjum og viðar. Gunnl. Ciaessen vitti seinlæti húsnæðisnefndar um að koma með tillögur viðvikjandi hús- næðisvandræðunum. sem bætt gætu úr' þeim, ekki aðeins um stundarsakir, heldur 'til fram- búðar. Þetta hefði bæjarstjórnin faiið húsnæðisnefnd að gera í mai f vor, en Iftill árangur væri sjáanlegur af starfi hennar. Áleit hann ekkert á móti þvi, að bær- itnn. réðist í húsabyggingar eins og önnur fyrirtæki, sem komið hefði verið í framkvæmd, en það þyrfti umfram alt að vera vönduð ibúðarhús, sem yrðu til lengri frambúðar en Pólarnir og önnur slik skýli, sem bygð befði verið. — Bar hann fram tillögu um að feia fjárhagsnefnd að at- huga hvað kosta mundi að koma hér upp 50 vönduðum íbúðum, og var hún siðar samþykt með þeirri breytingu frá ÓI. Fr., að í stað 50 kæmi 100 ibúðir. Borgarstjóri hélt fast við húsa- leigulögin og vildi ekkert láta hrófla við þeim. Áleit hann enga ástæðu til að samþykkja frum- varp St. J. St. þvi það tæki í iitlu eða engu fram húsaleigu- iögunum sem gildandi væru óg sem hann taldi að gert hefði mjög mikið gagn og værimauð- synleg ennþá. Taldi hann ekki svaraverða þá fjarstæðu, sem slegið hefði verið fram að húsa- leigulögin hafí skapað húsnæðis- vandræðin. Þau, væru fyrst og fremst vegna ofmikils innflutn- ings i bæinn og þess dýrleika, sem verið hefði á öllu bygging- arefni. — Auðvitað væri nú á- standið breytt frá því, sem var, þegar húsaleigulögin voru sett, en samt væri enn ekki kominn tími til að afnema þau. Aðal- atriðið væri að takmarka inn- ílutning fólks til bæjarins svo utanbæjarmenn gætu ekki tekið húsnæði frá þeim sem fyrir eru. Þetta hefði bæjarstjórnin viljað gera í fyrra með nýrri reglugerð, sem m. a. hefði inni að halda ákvæði, sem að þvi íutu, en at- vinnumálaráðuneytiö hefði synj- að um staðfestingu hennar og liti þvi út fyrir að landstjórnin vildi binda hendur bæjarstjórn- ar um ákvæði, sem hún ætti að vera einráð um, og að því er virtist þvert ofan í gildandi lagaheimildir. Hallbjörn Halldórsson hélt langa ræðu og lagði aðaláherzl- una á að eina úrræðið til veru- legra umbóta væri, að bærinn bygði í stórum stíl. Ómögulegt væri að koma i veg fyrir inn- flutning til bæjarins, enda eng- um holt. Deildi hann á borgar- stjóra fyrir afstöðu hans til þessa máls. Húsaleigulögin væru nauð- synleg en ekki einhlýt og þyrfti því jafnframt að ráðast í bygg- ingar svo um munaði. Gn eins og kunnugt er, hefir borgarstj. jafnan verið andstæður því, að bærinn réðist í miklar og dýrar nýbyggingar. Pétur Halldórsson kvað mönn- um orðið það einskonar tak- mark að halda sem fastast í húsaleigulögin án tillits til breyttrar aðstöðu. Húsaleigulög- in hefðu ekki komið að þvi að- algagni, sem þeim var ætlað að gera. Þau hefðu ekki getað hald- ið niðri húsaleigu, né bætt úr húsnæðisvandræðunum eins og þeim var ætlað í upphafi, og þótt þau hefði e, t. v. verið nauðsynleg á timabili, þá væri nú meir enn kóminn tími til að létta því fargi af bæjarbúum. Takmarkinu hefði ekki verið náð og nú væri útséð um, að það næðist aldrei og væri því ástæðu- laust að halda lengur í þau. St. Jóh. Stefánsson svaraði helstu mótbárunum, sem kom- ið höfðu fram gegn frumv. hans og áréttaði fyrri ummæli sin þar að lútandi. Taldi hann einna mestu hættuna við afnám húsa- ieigulaganna, að menn hefðu þá ekki lengur nauðsynlegt at- hvarf til varnar gegn óhæfilegu okri á húsaleigu. — Ólafur Friðriksson hélt að lokum langa ræðu og skemti- lega og hélt fast fram nauðsyn húsaleigulaganna. — Þetta er aðeins ágrip af um- ræðunum, því ekki er rúm fyrir ítarlegri frásögn. Sumir tóku oft- ar en einu sinni til máls og fleiri en hér eru taldir, en þetta er það helzta, sem fram fór. Að lokum voru samþyktar til- lögur fátækranefndar um bráða- byrgðarráðstafanir til að bæta úr húsnæðisvsndræðunum, m. a. H)ag6laÓ. Bæjaruiálablað. Fréttablað. Ritstjóri: G. Kr. Guðmundsson, Lækjartorg 2. Simar 744 og 445. Viðtalstimi kl. 5—7 síðd. Afgreiðsla: Lækjartorg2. Sími 744. Opin alla virka daga kl. 9—7. Blaðverð 10 au. eint. Askriftar- gjald kr. 1,50 á mánuöi. Prentsmiðjan Gutenberg, b.f. að byggja bráðabyrgðaskýli með 12 tveggja herbergja ibúðum suður á Grimsstaðaholti og er kostnaður við það áætlaður um 30 þús. kr. — Tiilaga um af- nám húsaieigulaganna var feld með 8 atkv. gegn 5. En frum- varp St. Jóh. St. var samþykt til annarar umræðu. Borgin. Sjávarföll. Siðdegisbáflæður kl. 4,28 í dag. Árdegisháflæður kl. 4,45 í nótt. Næturlækuir Konráð R. Konráðs- son, Pingholtsstræti 21, sími 575. Nffiturvörður i Laugavegs Apóteki. Tiðarfar. Austanátt víðast í morg- un en hvergi hvass. — í Vestm.eyj- um var 3 st. hiti, Rvík og St.hólmi 2, ísafirði 0. Annarstaðar var frost, mest á Hólsfjöllum 7 st. Akureyri 4, í Hornaf. 3, Seyðisf. og Raufarh. -i- 0. — í Khöfn var 3 st. hiti, Fær- eyjum 1, Angmagsalik (í gær) 0 og á Jan Mayen 1 st. frost. — Loftvæg- islægð fyrir suðvestan land. Búist er við allhvassri austlægri og suð- austlægri átt á Suður- og Suðvest- urlandi, en hægviðri á Norðurlandi og breytilegri vindstöðu. • Einar E. Markan ætlar að syngja hér í annað sinn á morgun, í Nýja Bíó kl. 7'/». Eftir þeim viðtökum sem hann fékk siðast, má hann vissulega búast við góðri aðsókn, pví fólk var yfirleitt ánægt með söng hans. Eru dómar manna mjög á einn veg um, að hann sé mjög efnilegur söngvari, sem mikils megi vænta af i framtiðinni. Srauur fór i gærkvöld til Breiða- fjarðar og hafnanna sunnan Snæ- fellsness. Er þetta siöasta ferð hans vestur að þessu sinni. Félagið Germania ætlar að halda hér uppi þýzkukenslu í vetur. bæði fyrir byrjendur og þá sem lengra eru komnir. Verður kent í tveim flokkum og eru kenslukraftar góðir.

x

Dagblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblað
https://timarit.is/publication/605

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.