Dagblað

Issue

Dagblað - 17.10.1925, Page 3

Dagblað - 17.10.1925, Page 3
DAGBLAÐ 3 Tilkymiing' frá sendiherra Dana. Rvík., FB. 15. okt. ’25. Fjárveiting til atvinnnhóta. Nefndin sem sérstaklega fjall- ar um atvinnuleysið heíir lagt til að stofnað verði til atvinnu- bóta og varið til þess 41 miljón kr. En af þeirri upphæð eru 11 milj., sem samþykt hefir verið að veita til þessa, á fyrri fjárlögum. Nefndin leggur til að 8 milj. sé veittar sem lán til sveitarfé- laga og 3 milj., sem rikisstyrkur. Borgbjerg þjóðmálaráðherra tilkynnir að frumvarp sé á leið- inni er feli fjármálaráðherra að útvega þessar 8 milj. með því að gefa úl rikisskuldabréf er verði ávöxtuð með 5°/o og end- urgreiðist á 30 árum. Umrnæli uin Slg. Kr. Pétnrs- son i dönskum blöðum. Dag- blöðin birta mjög lofsamleg eftir- mæli um Sig. Kristófer Péturs- son, og lýsa inikilli samúð með hinum hitru örlögum þessa merkilega manns, og ennfremur er sagt frá hinu mikla lífsstarfí hans fyrir bókmentir og vísindi. Mannlaus vélbStnr fnndlnn. Fréttastofa Ritzaus tilkynnir frá Pórshöfn, að enskur botnvörp- ungur, sem komið hafi inu til Vestmannahafnar, hafi fund- ið 50 feta langan vélbát um 50 sjámílur fyrir sunnar Færeyjar. — Af Grænlandsuppdrætti, sem fundist hafði í bátnum, er álitið að hann muni vera frá græn- lenzka fiskiveiðaleiðangrinum. Frá Grænlandi. Leiðangur Bendixens tilkynnir að þrjár grænlenskar veiðimannafjöl- skyldur frá Julianehaabhéraði hafi farið suður fyrir Kap Farvel og tekið sér þar búsetu með vetursetumönnum sem þar hafi verið sestir að og búnir að koma sér upp húsupi. Peningar: Sterl. pd.............. 22,45 Danskar kr............. 116,32 Norskar kr.............. 94,80 Sænskar kr............. 124,17 Dollar kr.............. 4,65V* Gullmörk .............. 110,56 Fr. frankar ............ 20,71 Sœrur kaupir hæsta verði verslunin fHfaðnes*. Sími 228. Hygg-in húsmódir notar sína eigin framleiðsln, samn gildir nm þjóðfélagið Nolið því eingöngu íslenzku dósa- mjólkina Mjöll. Æskan. Fundur á morgun kl. 3. — Félagar fjölmennið. Sonnr jái iilu uiitakóngslns. — Ég fann hvergi asperínið, sagði hún — en svo tók ég absintflösku. Pað dregur eflaust úr kvölunum, herra Cortlandt. Hann þakkaði henni fyrir, fylti glasið með skjálfandi hendi og tæmdi það í einum teig, eins og það heföi verið vatn. — Þér ætlið þó vænti ég ekki út aftur í þeuna hita. — Jú, segið frú Cortlandt, að ég borði mið- degisverð í Klúbbnum. Hann gekk hægt ofan stigann og út gegnum blómprýddann garðinn. XXIII. Samsœri og fórnfýsi. Næsta nótt var einhver sú allra versta nótt, sem Kirk hafði lifað á æfi sinni. Snemma morg- uninn eftir, fór hann beint til Runnels og skýrði bonum frá, að hann gæti ekki tekið þátt í sam- sæti því, er þeir höfðu ráðgert að halda í virð- ingarskyni við Cortlandt. — En nú er það of seint að draga sig í hlé- Ég hitti hann í Háskólaklúbbnum í gær og sagði honum, að samsætið ætti að verða á laug- ardaginn kemur. — Sögðuð þér honum, að ég væri einn for- stöðumannanna? — Auðvitað. Ég sagði honum, að það væruð þér, sem hefðuð stungið upp á þessu. Pað hafði geysimikil áhrif á hann. Ég hef aldrei séð manni verða eins mikið um smámuni. Kirk hugsaði sig um í flýti. Ef til vill hafði Edith í geðshræringu sinni sagt eitthvað alveg vanhugsað, og gat því verið, að maður hennar vissi alls ekkert um ástriður hennar og tilfinn- ingar. Ef til vill hefði hann að eins einhvern grun. Ef svo væri, var honum ómögulegt að smokra sér undan. Pað myndi vera sama sem að játa sekt sína. — Ef hann hefir tekið boðinu, þá er auðvit- að ekkert við þvi að gera, sagði Kirk loksins. — Hvað hefir komið fyrir? spurði Runnels og horfði rannsóknaraugum á Kirk. — Ekki neitt. Ég vildi að eins óska þess, að ég væri alveg laus við þetta boð, það er alt og sumt. Ég hefi líka keypt vasaúr handa honunr og látið grafa nafnið hans á það. Mig langaði til að gefa honurn einhvern sýnilegan vott um þakklæti mitt persónulega fyrir það, sem hann og kona hans hafa gert fyrir mig. Pað hefir kostað mánaðarlaun mín. Ég veit að vísu, að það er dálitið eiukennileg gjöf, þetta, en ég gat ekki fundið neitt, sem var belra í búðunum hérnr.

x

Dagblað

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblað
https://timarit.is/publication/605

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.