Dagblað

Tölublað

Dagblað - 19.10.1925, Blaðsíða 1

Dagblað - 19.10.1925, Blaðsíða 1
ÁFSKIFTALEYSIÐ um allar athafnir manna, sem koma í bág við löghelgað eða sið- bundið hátterni, er það sem mestu veldur um ósæmilegt framferði manna á almannafæri. Hver og einn fær að miklu leyti að láta eins og hann vill, án þess það sé átalið af nokkrum, og þó sízt af þeim, sem helzt ættu að gæta viðunandi reglu og sæmilegrar háttsemi manna. Druknir menn reika óátalið eftir götunum með hávaða og ýmis- legar óspektir, að ótalinni áreitni þeirra á saklausa vegfarendur, og þó einkum kvenfólkið. Mjög alvanalegt er að heyra söng og háreysti að næturlagi, til mik- illa óþæginda fyrir þá, sem eru svo ólánsamir að þurfa fremur að sofa um nætur en aðra tíma sólarhringsins, og eru það ekki eingöngu ölvaðir menn, sem eru háværastir á næturnar, heldur einnig drengir á ýmsum aldri, sem eyða of miklum líma af æsku sinni í göturangl í ýmis- legum félagsskap. Einnig má viða sjá drengjahópa í ýmsum fyrirferðarmiklum leikjum á að- algötum bæjarins, og það fram eftir öllum kvöldum, og verður ekki séð, að neitt sé amast við því, að gera göturnar að slíkum leikvangi. Skorturinn á eftirlitinu er al- staðar auðsær, og hljóta allir að viðurkenna, að svo megi ekki vera framvcgis, ef allur menn- ingarbragur á ekki að hverfa af framterði manna hér í höfuð- stað landsins. Það er lítt skilj- anlegt, að eins margir lögreglu- þjónar og hér eru nú, skuli ekki geta haft meira eftirlit um hvern- ig menn haga sér og tekið rösk- lega í taumana, þar sem þörf er þegar þetta er athugað, hlýtur sú spurning að koma fram, hvort stjórn lögreglueftir- litsins sé ekki í einhverju töluverðu ábótavant. Víst er um það, að yfirtnenn lögreglunnar sjást sjald- an á ferli, þar sem eitthvað er um að vera, og þykir gott að sjá þar lögregluþjón, en margir ó- knyttir og uppþot eiga sér stað, án þess lögreglan viti þar nokk- uð um. — Þegar Halldór heitinn Daníelsson var hér bæjarfógeti, var hann oftast á ferli úti um allan bæ, og ef eitthvað bar út af einhversstaðar, var hann óð- era kominn þangað, engu síður en lögregluþjónarnir,. sem þá voru aðeins tveir. Og yfirleitt gaf hann nákvæmar gætur að öllu sem fram fór, og gætti þess stranglega, að öllum fyrirmæl- um gildandi laga um frámferði manna væri stranglega fylgt. Nú virðist þetta vera nokkuð á annan veg, og sízt breyzt í betra horf. Það er óhjákvæmilcgt, að lög- reglueftirlitið verðri að aukast að miklum mun. Þarf fyrst að athuga, hvort stjórn þeirra mála sé i svo góðu lagi sem nauð- synlegt sé, og reynist svo, að lögregluþjónarnir sem til eru, geti ekki aíkastað meira eftirliti en þeir gera nú, verður að fjölga þeim svo nægilegt sé, því þetta ríkjandi ástand er að öllu leyti óviðunandi til frambúðar. Er enginn efi á því, að framferði manna á almannafæri yrði mikl- mörgu betra, ef eftirlitið í skerpt að miklum mun og meiri röggsemi sýnd í öllu því, sem þar að lýtur. Frú lelp Proppé móðir þeirra Proppé-systkina lézt hér i bænum á laugardaginn. Hún var mjög merk kona og vel látin og öllum kær, sem kynt- ust henni. Hún var komin á áttræðisaldur. Utan úr heimi. Iíhöfn, FB., 17. okt. ’25. Harður vetur í aðsígll Símað er frá Stokkhólmi, að harður vetur sé þegar genginn í garð. Fólk skemtir sér á sleðum og skfðum. Stórhríð skall á um Austursjóinn. Mörg skip fórust og margir menn druknuðu. Frá Locaruofundinum. Samningar undirskrifaðir. Símað er frá Locarno, að upp- kastið að öryggissamningnum hafi verið undirskrifað i gær- kvöldi. — Ákafleg hrifning með- al aðilja og bróðurhugur. Tilkynning um undirskriftirn- ar var þegar hraðsímuð um all- an heim á svipstundu. Samn- ingarnir verða bráðlega birtir op- inberlega. Verða þeir lagðir fyrir þing allra aðilja, til endanlegrar samþyktar (ratifikation). Merkur málari látinu. Simað er frá Osló, aö málar- inn Kristian Krogh, hafi látist í gær. Þýzkaland og þjóðbandalaglð. Símað er frá Genf, að fram- kvæmdaráð Alþjóðabandalagsins komi saman 7. des. n. k., til þess að ræða um upptöku Pýzka- lands. Sennilegt er að upptakan fari fram á aukafundi þ. 15. des. T'illiynnin g- í ríi sendiherra Dana. Rvik., FB. 15. okt. ’25. Fréttir nm saltflsksmarkað. Vikuna fyrir 10 október bárust utanríkisstjórninni þessar fregnir: Barcelona: Útflutningur frá ís- landi 30 smálestir, en fyrir voru 4—500 smál. Verð 88—90 pes- etar fyrir hver 40 kg.

x

Dagblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblað
https://timarit.is/publication/605

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.