Dagblað

Tölublað

Dagblað - 19.10.1925, Blaðsíða 2

Dagblað - 19.10.1925, Blaðsíða 2
2 DAGBLAÐ Oporto: Innflutt frá Noregi 22 smál. og frá New-Foundlandi 343 smál. Verð á norskum fiski 430 escudos pr. 60 kg. og New- Foundlandsfiski 560 escudos. Genua: Verð á fullþurkuðum íslenzkum smáfiski 380 líra pr. 100 kg, ísl. Labradorfiskur 480 —5001., isl. Labrador-ýsa 450 1. ísl. saltfiskur nr. 1, 400 1. og á franskverkuðum 425—440 líra. Verðfallið á síðasttalda fiskinum stafar af ofmiklum innflutningi. Leikir ogíeikhús. Leiklist, leikritagerð og leik- hús eru einn þátturinn í menn- ingarlífi þjóðanna, og hefir ald- rei slitnað algeilega í sundur frá því um 460 fyrir Iírists burð, að grísku tragidiuskáldin ortu tragidíur sínar, og Aristo- fanes skopleikina, sem eru þýdd- ir á mörg af aðalmálum Evrópu. Eftir Persastríðin, þegar Grikkir voru búnir að hrinda af sér austræna ofurvaldinu, þá glaðn- aði svo yfir hinni grísku þjóð, og meðvitund hennar um eigið afl og hreysti lyfti henni á það flug, sem sjaldan hefir verið náð síðan. Bezti vitnisburðurinn um hið eilífa í ritum Forn- Grykkja er það, að leikir Sófó- klesar og Evripídesar eru leikn- ir í þýðingum enn þann dag í dag, og gagntaka börn vorra tíma fremur öllu öðru. Það er sönn- unin fyrir, að mikið í þessum ritum hefir eilíft gildi að fegurð og hugsun. Nú eru 2300—2400 ár frá því að þessi rit voru leik- in fýrst í hringleikhúsi Aþenu- borgar. ' Á miðöldunum réði kirkjan ein um tíma, þá tók hún 'að leika ýmislegt úr lífi Krists, eða jafnvel helgra manna sögum. Piningarsöguna var altitt að leika í kirkjum og á leikhús- um, sem voru útbúin fyrir það. Þar var leiksviðið þannig út- búið, að bæði sást til himna-. ríkis og helvítis, og svo voru ýms svæði á jörðunni sjálfri, t. d. Golgata, og leikendurnir fluttu sig til eftir því hvar at- riðið fór fram, sem þeir voru að leika. Fullkominn helgiblær hvíldi yfir þessum sýningum, og þær voru sérstakar prédikanir, sem kirkjan annaðist og studdi. í skólunum á miðöldunum, þar sem bæði var lærð gríska og latína, léku stúdentarnir undir umsjón kennara sinna grísk og rómversk leikrit, sem stundum voru leikin á frummálinu. Þetta var viðbótarkensla í grísku og latínu og bókmentum Grikkja og Rómverja, en jafnframt var það leiksýning til þess að þr.oska þá, sem að henni unnu, og gera þá enn betur fullkomna í lífs- háttum þessara miklu fornþjóða. Framh. / —------------------ * *• Borgin. Sjávarföll. Síðdegisháflæður kl. 6,15 í kvöld. Árdegisháflæður kl. 6,35 i fyrra málið. Nætnrlseknir Ólafur Jónsson, Von- arstræti 12, sími 959. Næturvörður í Rvíkur Apóteki. Tíðarfnr. Hægviðri um land ait í morgun og viðast heiðskirt. — í Vestm.eyjum og Stykkishólmi var 4 st. hiti, í Grindavík 3 st., Rvík 2. annarstaðar frost: ísaf. 1 st., Rauf- arh. 2, Seyðisf. 3, Akureyri og Horna- firði 4, og á Hólsfjöllum 8 st. — f Khöfn var 2 st. liiti, Færeyjum 1, og í Angmagsalik 7 st. frost í gær, — Djúp loftvægislægð í miðju At- lantshafi, suðvestur af fslandi. Bú- ist er við austlægri átt á Suður- og Suðvesturlandi. Hægviðri annarsst. Lögfræðisskrifstofu í Hafnarfirði hafa peir Stefán Jóh. Stefánsson og Ásgeir Guðmundsson nýverið opnað á Yesturgötu 10, og verður hún framvegis opin á þriðjudögum og laugardögum. Loknliljómleika heldur Emil Tel- mányi annað kvöld í Nýja Bíó, og er það fyr en margur hefði á kosið. Kirkjuhljóml. hans og Páls ísólfsson- ar í gær, voru svo vel sóttir, að hvert sæti var skipað, og saini snildar- bragurinn var á leik þeirra og áð- ur. Og þá má búast við áð hljóm- leikarnir annað kvöld verði ekki ver sóttir, og má telja víst, að færri komist þar að en viJja. Botnía kom hingað á laugardags- kvöldið. Farþegar: Sig. Þorsteinsson hafnargjaldkeri, Steini Helgason kaupm., Jón Guðmundsson endur- skoðari, Ól. Gunnlaugsson kaupm., H. Gudherg með fjölskyldu sína, A. P. Bendsen umboðssali o. fl. 1j)ag6lað. Bæjarmálablað. FréttnblinL Ritstjóri: G. Kr. Guðmundssonj Lækjartorg 2. Símar 744 og 445. Viðtalstími kl. 5—7 síðd. — Afgreiösla: Lækjartorg2. Simi 744» Opin alla virka daga kl. 9—7. Blaðverð 10 au. eint. Askriftar- gjald kr.^1,50 á mánuöi. Prentsmiðjan Gutenberg, h.f. Málverkasýningu heldur Sigríður Erlends í liúsi K. F. U. M. Var sýn- ingin opnuð í gær og verður cpin alla þessa viku. Kaupgjaldssamningar slanda nú yfir milli sjómanna og útgerðar- manna. Vilja útgerðarmenn lækka. kaupið vegna hækkunar gengisins„ en sjómenn telja lífsnauðsynjar ekki hafa lækkað svo í verði, er nemi þeirri kauplækkun, sem útgeröar- menn fara -fram á. Eru því miður litlar líkur til að samkomulag ná- iát, eins og sakir standa, og hafa þá Atgerðarmenn ákveðið að hætta veiðum og leggja upp skipunum l. fi nóv. næstk,, hafi samkomulag ckki náðst fyrir þann tíma. Peniugar: Sterl. pd.............. 22,45 Danskar kr............. 115,96 Norskar kr.............. 94,45 Sænskar kr............. 124,19 Dollar kr.............. 4,657* Gullmörk .............. 110,51 Fr. frankar ........... 20,93 Frá bæjarsfjóriiarfundi. Nl. Olíiigcymsla í örflrisey. Pét- ur Halldórsson áleit, að hér yrði tveggja atriða aðallega að gæta: að félaginu yrði ekki gefin að-i staða til einokunar með því að leigja þvi alla eyna og gæti það því útilokað þar aðra keppinauta, og úr því eyjan væri leigð lii þessa atvinnureksturs yrði að gæta þess að hafa sem mest upp úr henui. Áleit hann að treysta mælti hafnarnefnd til að ráða þessu til heppilegra úrslita, eftir þvi svari, sem hún hefði þegar gefið við þessari mála- umleitqn félagsins. Ólafur Friðriksson taldi gleði- legan áhuga vera vaknaðaninn- an bæjarstjórnar gegn allri ein- okun, því hver stæði upp af

x

Dagblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblað
https://timarit.is/publication/605

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.