Dagblað

Tölublað

Dagblað - 19.10.1925, Blaðsíða 3

Dagblað - 19.10.1925, Blaðsíða 3
DAGBLAÐ 3 VagBlaéió endnr ókeypis til mán- aðamóta. Athugið það! Tækif ærisgj afir lýkoniitar, nieð nýfu verði. Halldór Sig'urðsson, Ingóllslivoli. öðrum til að vitna um það og vara við einokuninni. Áleit hann enga hættu að leyfa félaginu af- not af eyjunni úr því landið ætti altaf forkaupsrélt á mann- virkjunum, sem þar yrðu gerð í þessu augnamiöi. Vildi hann láta nota nokkuð af eyjunni sem skemtistað og sagði að enginn bær væri svo fátækur að hann gæti ekki kostað einn skenrti- stað fyrir bæjrbúa. Jónatan Þorsteinsson laldi rélt að athuga hvort ekki mætti nota eyjuna til annars jafnframt oliu- geymslunni, t. d. fyrir kola- geymslu, en nokkurt einokunar- bragð fanst honum væri að því að leigja hana aðeins einu fé- lagi til þessa atvinnureksturs. Þórður Bjarnason taldi að bæjarstjórnin yrði hér að athuga ileira en eingöngu umsókn fé- lagsins og þá fyrst og fremst framtíðarskipulag hafnarinnar. Óhugsandi væri að geyina oliu á mörgum stöðurn við höfnina, og væri Örfirisey líkl. eini stað- urinn, sem þar gæti komið til greina. Með timanum mundi út- vegurinn og kolagejmislan fær- ast vestur í höfnina og mætti því ekki gefa einstöku félagi of mikil yfirráö í Örfirisey og úti- ioka aðra frá að koma þar upp oliugeymum. Og einnig yrði að ætla kolageymslunni rúm á eynni eða á landauka, sem þar yrði gcrður. Áleit liann til mikilla hagsbóta að komið yrði hér upp olíugeymum og væri sama hvað félagið héti, sem ætti þá, aðeins yrði að gæta þess að gefa ekki einum fremur en öðrum ofgóða aðstöðu til einokunar. Þið sem þjáist af brjóstsviðNa og maga- sjúkdómum, reynið Sódavatn frá gosdrykkjaverksmiðjunni HEKLA. 744 er síii Dsgblaðsms. Sonnr jArnbrnntakóngsins. — Heyrið þér mig, Kirk! Það er dálítið sem ég liefi lengi ætlað að tala um við yður, en það er skollans erfitt að koma orðmn að því. Ef til vill geri ég mér samvizkubit út af fleiru en fólk alment, en — — — Runnels sneri sér við á stólnum og var hálf- vandræðalegur. Svo bætti hann við: — Stefán Cortlandt hefir útvegað okkur stöð- ur þær sem við höfum nú. — Þér skiljið, að þegar jeg nefni hann, þá á ég einnig við konu hans. Jæja, mér þykir vænt um hann, Kirk, og mér nrundi þykja mjög fyrir, ef hann yrði ó- hamingjusamur. Verði manni það á að verða ástfanginn í annars manns konu, þá ætti hann að vera sv.o mikið karlmenni, að hanu gæti gleymt því. Ég kemst eflaust skolli klaufalega að orði — — — Kirk horfðist í augu við Runnels og rnælti: — Ég skil ekki, hvað þér eigið við. Ég hefi enga minstu tilhneigingu til að skifta mér af málum giftra manna — og hefi í sannleika al- drei gert það heldur. Eg er ástfanginn í Ger- trudis Garavel, og við erum trúlofuð. — Fari það kolað, sem þér eruð það! — Það er samt satt. Ég vissi það ekki fyr en í gærkvöld, að ég er viðurkendur og samþyktur biðill hennar. — Þá verðið þér að gleyma því sem ég sagði áðan. Ég hefi farið götuvilt — ég hefi ekið á stað áður en ég hafði fengið fararmerki. Ég óska yður hjartanlega til hamingju, garnli kunn- ingi, ungfrú Garavel er---------jæja, ég á ekki orð til að hrósa henni nógsamlega. Þetta hafði ég enga hugmynd um. Fyrirgefið mér það, sem ég sagði áðan. — Þó það nú væri! Og nú skal ég svei mér ekki vera aðgerðalaus. — Og bíðið þér nú við! Garavel verður næsti forseti! Sannarlega, þér eruð heppinn! Cortlandt sagði mér í gærkvöld, að framboð Garavels yrði gert heyrum kunnugt á laugardagskvöldið á dansleiknum mikla, það var einmitt þess vegna, að hann gat tekið boði okkar. Hann sagði mér„ að með því væri sínum hluta af þessu verki lokið, og að hann með mestu ánægju skyldi vera gestur okkar á eftir dansleiknum. Jæja^ þér vitið eflaust, að konan yðar tilvonandi og tengdafaðir eiga að vera gestir hans um kvöldið? — Það er þá líklega samið vopnahlé á milli þeirra og Alfarez. Mér þykir vænt um að heyra það. — Ég býst við að það sé alt í góðu lagu Þessi dansleikur verður merkur viðburður. Ame- ríski sendiherrann og ýmsir ríkjafulltrúar koma auk allra hinna helztu Spánverja. Það er ein- mitt upplagt tækifæri til þess að koma Garavet

x

Dagblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblað
https://timarit.is/publication/605

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.