Dagblað

Tölublað

Dagblað - 20.10.1925, Blaðsíða 2

Dagblað - 20.10.1925, Blaðsíða 2
2 DAGBLAÐ Mín er sökin. Ég hefi óbeinlínis orðið þess valdandi, að ritstjórar Morgun- blaðsins hafa i Lesbók Mbl. 18. þ. m. birt myndir af Stjórn- arráðshúsinu, ásamt amasemi út af þvi, að seinni hluta sum- arsins bafa stöku sinnum sést hestar á beit í kringum Stjórn- arráðshúsið. — Eftir þeim litlu skrifum, sem um hagagönguna ræðir í téðri grein, þá virðist gremjan helst liggja i þvi, að umræddir hestar hafi verið of nærgöngulir við myndastytturn- ar, sem á blettinum standa. Svo var Jón sál. Sigurðsson talinn þjóðlegur, að sízt mundi hann hafa amast við, að hestar hefðu kroppað í kringum fæt- urna á honum, þá hann lifði, hvað þá heldur þótt hann hefði haft hugboð um, að þeir kropp- uðu í kringum steinstólpa, og það þótt eirmynd af honum stæði þar á. Sama þori ég að fullyrða um Kristján konung niunda. — Hann var talinn það ljúfmenni, að hann hefði ekki amast við, þótt svangur hestur gripi niður við fætur hans. Vera má, að ritstjórunum sé þó mestur ami í því, að trunt- urnar sem málarinn sýnir, aðra liggjandi á gangveginum heim að húsinu og hina gerandi þarf- indi sín rétt við gangveginn, hafi orðið á vegi þeirra, þá þeir hafa þurft að reka erindi sín í stjórn- arráðinu. — Ekki er ósennilegt, að téð mynd hafi verið rissuð upp þá annarhvor ritstjórinn skrapp upp í stjórnarráð, en sé það mynd af öðrum hvorum þeirra, sem upp tröppurnar gengur, þá er ekki sýnilegt, að sá hinn sami hað orðið fyrir harðhnjaski hjá truntunum. Klausa sú, sem Lesbókin til- færir úr Reykjavikurlýsingu eftir Gröndal sál., á hér alls ekki við. Hann amaðist aldrei við, þótt hestar gripi niður á um- girtum blettum, en hinsvegar taldi hann ekki viðeigandi, að þeir léki lausum hala á götum og gangstéttum, og sama mun ennþá vera upp á teningnum hjá öllum þorra skynsamra manna. Dan. Daníélsson. Borgin. Sjávarföll. Síðdegisháflæður kl. 6,58 í kvöld. Árdegisháflæður kl. 7,20 í fyrra málið. Næturlæknir Gunnlaugur Einars- son, Stýrimannastig 7. Sími 1693. Nætnryörðnr í Ryikur Apóteki. Tíðarfnr. Austlæg og suðlæg átt víðast hvar i morgun, austanstorm- ur (9) í Vestm.eyjum en annarstað- ar lítil viðurhæð. í Grindavík og Vestm.eyjum var 4 st. hiti, í Horna- flrði 3 st,, Rvík og ísafirði 2 og i St.hólmi 1 st. — Frostvar á Seyðisf. 1 st., á Akureyri 4 st., Raufarh. 6 og á Hólsfjöllum 7 st. — í Khöfn var 2 st. hiti, í Færeyjum 5 st., á Jan Mayen 3 st. frost og í Angmag- salik 6 st. frost í gær. Loftvægislægð austur af Jan Mayen og önnur djúpt suðvestur af íslandi. Búist er við austlægri átt, hægri á Norðurlandi en hvassri við Suðurl. Gagnfræðuskóln ætla peir Guö- brandur Jónsson og Sigfús Sigur- hjartarson að halda í vetur. Hafa þeir fengið húsnæði Landakotsskól- ans og er ætlast til að nemendur geti tekið gagnfræðapróf að náminu loknu. Eftir aðsókninni að Menta- skólanum að dæma, má búast við að margir sæki þennan skóla og það þvi fremur sem kenslan er ódýr. Hjúskapur. Nýlega hafa verið gef- in saman í hjónaband ungfrú Soffía Sigurhjartardóttir frá Urðum í Svarfaðardal og Pálmi Einarsson jarðyrkjuráðunautur, og ennfremur ungfrú Helga Geirþr. Porvaldsdótt- ir og Hannes Kristinsson veitinga maður, Laugaveg 111. Botnfa fer héðan kl. 12 í nótt vest- ur og norðurumland til Akureyrar og sumu leiö til baka. Botnvörpnngarnir. Austri kom inn til Viðeyjar .í gær með 98 tn. lifrar. Gylfi kom af veiðum í morgun með 97 tunnur. Lyra kom frú útlöndum í morgun. Meðal farþega var Vilbjálmur Fin- sen ritstjóri. — Vetrarsvipnr ér nú kominn hér á umhverfið. Fjöllin snjóug niöur í miðjar hlíðar og fremur kalt í veðri dag hvern. — Niðurlag fyrstu greinarinnar Í blaöinu i gær hafði ruglast i prent- un. Átti að vera þannig: »Er eng- inn efi á þvi, að framferði manna á almannafæri yrði í mörgu betra, ef eftirlitið yrði skerpt að miklum mun og meiri röggsemi sýnd í öllu þvi, sem þar að lýturw. V)acj6lað. Bæjarmálablað. Fréttablað. Ritstjóri: G. Kr. Guðmundsson, Lækjartorg 2. Símar 744 og 445. Viðtalstími kl. 5—7 síðd. Afgreiösla: Lækjartorg2. Simi 744. Opin alla virka daga kl. 9—7. Blaðverð 10 au. eint. Askriftar- gjald kr. 1,50 á mánuði. Prentsmiðjan Gutenberg, h.f. Fyrirspurn til bakara og »Heilbrigðis- tiðlndaa. Um leið og brauðverðið er til umræðu, vildi ég mega spyrja um eitt atriði, sem snertir gæðin. Hvernig stendur á þeim ó- þægilega sýrukeim, sem altaf er að brauðunum frá sumum brauðgerðum bæjarins? Ég minnist ekki að hafa fund- ið þenna leiða keim hvorki erlendis né aunarsstaðar á land- inu en hér í Reykjavík. Ressarar sýru gætir mest í rúgbrauðum, en verður einnig stundum ó- þægilega vart í hveitibrauðum.. Þegar þefað er af sneið af þess- um brauðum, finst strax sýru- lykt, sem fyrir mín skynfæri er alveg viðbjóðsleg. Og mest furðar mig á því, að þetta skuli aldrei hafa verið gert að um- talseftti, eða kvartað yfir því opinberlega, því að ég get ekki skilið að það geti talist sæmi- legt handverk af bökurum, að skila brauðunum þannig frá sér ár eftir ár. Og það eru mörg ár síðan ég tók eftir þessu fyrst. Rétt er að geta þess, að það fást hér í bænum ósúr og bragðgóð brauð, en af því að svo stend- ur á, að ég kaupi aldrei brauð sjálfur, veit ég af eigin reynslu ekki fyrir víst hvar þeirra er að leita, eða hvort þau fást altaf á sömu stöðum. Ef hér væri opínbert eftirlit með fæðutegundum, þá hefði fyrir löngu átt að vera búið að rannsaka þetta. Um leið og ég nú spyr bak- arana hvernig á þessu standi, vil ég einnig skora á próf. Guðm. Hannesson að athuga málið og svara því í »Heilbrigðistíðind- um«, hvort súr brauð geti talisL ósvikin og holl fæða. —

x

Dagblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblað
https://timarit.is/publication/605

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.