Dagblað

Ataaseq assigiiaat ilaat

Dagblað - 22.10.1925, Qupperneq 1

Dagblað - 22.10.1925, Qupperneq 1
EGAR rælt er um götulífið hér í Reykjavik og fram- komu mauna yfirleitt á al- mannafæri, verður ekki hjá því komist að víkja uokkrum orð- um að lögreglueftirlitinu, eins og það kemur mönnum fyrirsjónir. Eins og kunnugt er, á lög- reglan að gæta almenns velsæm- is og koma í veg fyrir að menn hagi sér svo, að komi í bág við sæmilegt framferði og lög- heiguð mannréltindi einstaklings- ins. Er þar eitt aðalatriðið að gæta viðunandi reglusemi í bæn- um, bæði um ytri háttsemi ein- stakra manna og athafnir þær sem almenning varðar. Mörgum finst að lögreglueftir- litið sé hvorki í svo góðu lagi, né mikið, sem æskilegt væri og nauðsyn krefur. Er ekki hægt að segja að slíkt sé að ástæðu- lausu, né hafi ekki við nokkur rök að styðjast, Virðist því vera í ýmsu ábótavant og ekki nærri eins fullkomið og vera þyrfli. Hefir áður verið vikið að þvi, að lögregluþjónarnir væru furðu sjaldséðir úti um bæinn og að þeir létu sig oflitlu skifta ýmis- iegt framferði, sem teljast mætti -vítavert. Er þelta ekki sagt lög- regluþjónunum sjálfum til lasts sem slíkum, heldur aðeins bent á staðreynd eins og hún kemur a-aunverulega fram. Það mun flestum kunnugt að lögregluþjónarnir eru hlaðnir ^ýmislegum störfum og sumum óskyldum, og geta því ekki gef- ið sig að eftirlilsstarfinu eingöngu. Eru ýms störf, sem þeir hafa með höndum fremur verk skrif- stofumanna en lögregluþjóna og meðan svo er, þá er þess ekki að vænta að eftirlit þeirra sé eins mikið, sem vænta mætti, eflir höfðatölunni að dæma. Hér virðist því vera aðalásfæð- an fyrir þvi að lögreglueftirlitið er ekki eins fullkomið og verið gæti ef þeir hefði ekki öðrum störfum að sinna og gætu ein- •dregið gefið sig að eftirlitinu. Verður því ekki hjá því kom- ist að álykta að annaðhvort sé fyrirkomulag lögreglueftirlitsins og stjórn þess ekki í eins góðu lagi og vera þyrfti, eða lögreglu- þjónarnir of fáir og geti því ekki afkastað eins miklu eftir- liti og nauðsynlegt er, — eða jafnvel hvortveggja. Hér vantar í raun og veru al- veg götulögreglu, sem gætir þess aðallega að öll umferð fari fram eftir ákveðnum reglum og að framferði manna á almannafæri sé svo sæmilegt að allir megi við una.— þótt lögregluþjónarnir séu nú 15 að tölu virðast þeir ekki geta afkastað meira verki en raun er á, en eins og áður er sagt er þaö ófullnægjandi og þarf því að leita þeirra úrræða til umbóta, sem koma að fullu gagni. — En þótt lögregluþjón- arnir séu ekki fleiri, ætti að mega vænta að þeir gæti int af hendi viðunandi eftirlit, ef stjórn þeirra væri í góðu lagi, og þeir losaðir við öll störf, sem koma ekki beinlínis við daglegu eftir- liti. En reynist það ekki nægi- legt, verður að fjölga þeim, svo fámenni þeirra verði ekki um kent, að eftirlitið reynist ófull- nægjandi. Það er alment viðurkent, að lögreglueftirlitið, eins og það er nú, sé ófullnægjandi, og því verður ekki fram hjá þvi geng- ið til lengdar, að úr því verði bætt svo, að það geti viðunandi talist. — Utan úr heimi. Khöfn, FB., 21. okt. ’25. Umræðnfandur um járnbraut- arferðir. Simað er frá Berlín, að bráð- lega haldi ýmsar Evrópuþjóðir fund í Haag, til þess að ræða um ferðaáætlanir járnbrauta. — Viðstaddir verða fulltrúar frá ílugvélafélögum, í þeim tilgangi að koma á samvinuu. Jarðarför Clir. Krogh. Símað er frá Osló, að jarðar- för Christians Krogh hafi farið fram í gær að viðstöddu miklu fjölmenni og ákaflegri viðhöfn. Kistan var borin í kirkjugarð- inn, er rökkva tók, og báiu þeir blys, er fylgdu til grafar, og varð því sérkennilegur hátíð- leikablær yfir athöfninni. Khöfn. FB., 22. okt. ’25. Álmcnn ánægja yfir árangri Locarno-fnndarins. Símað er frá París, að al- menningur sé ánægður yfir á- rangrinum af Locarno-fundin- um. Briand lét í Jjós mikla á- nægju yfir árangrinum, er hann var kominn heim af fundinum. Símað er frá London, að Chamberlain hafi verið fagnað af afskaplega miklum mann- fjölda, er hann kom heim af fundinum. Hann sagði m. a.: »Gleymið ekki, að það voru Þjóðverjar, sem hrundu öryggis- málinu í framkvæmd«. Innlend tiöindi. Sandi, FB. 21. okt. ,25. Sumarið hefir verið ágætt hér um slóðir, enda hagur almenn- ings góður. Menn hafa haft mest upp úr útgerð í sumar. Góð tíð undanfarið og góð veiði, einkanlega smásild. Hansen bákarameistari, sem er gamall og góður Raykvík- ingur, og er nú búsettur hér, verður fimtugur á föstudaginn kemur. Um Johan Skjoldborg flytur dr. Kört K. Koríken erindi kl. 5 í dag í fyrirlestrarsal Háskólans. Aðgang- ur ókeypis. —

x

Dagblað

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblað
https://timarit.is/publication/605

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.