Dagblað

Útgáva

Dagblað - 23.10.1925, Síða 1

Dagblað - 23.10.1925, Síða 1
Föstudag 23. október 1925. I. árqanqur. 220. tölublað. TIL áréttingar því, sem sagt hefir verið viðvíkjandi að- finsluverðu framferði al- mennings og ófullnægjandi eftir- liti lögreglunnar, er nauðsjmlegt að vikja nánar að einstökum atriðum. — Það er öllum kunn- ugt, að agaleysi barna og ung- linga er orðið ískyggilega mikið hér í bæ og að sjálfræði þeirra hefir farið mjög vaxandi á síð- ustu árum. Yfirleitt er sérgæð- ingseðlið og agaleysið, sem mest ber á, og gengur eins og rauður þráður gegnum allar athafnir inanna, bæði ungra og gamalla. Börnin læra ekki nægilega hlýðui hvorki i heimahúsum né í skólúnum og lýsir agaleysið sér í allri framkomu þeirra og þvi me:ra, eftir því sem þeim vex fiskur um hrygg. Það er eins og<s flestum þyki sjálfsagt að fara fremur eftir eigin geð- þótta, en haga sér eftir gildandi lögum og reglugerðum viðvíkjandi opinberri framkomu manna. Ó- hlýðnin hefir aistaðar yfirhönd- ina og meðan svo er má ekki búast við niiklum árangri af neinu eftirliti og ekki sízt ef meiri röggsemi gætir ekki, en nú á sér stað í eftirliti lögregl- unnar. Virðingarleysið fyrir al- mennu velsæmi og óhlýðnin gegn öllum ákvæðum um takmark- aöa hegðun, haldast trúlega í hendur og gera alt eftirlit erfitt viðfangs. — Lögreglunni er ekki aðeins sýnd óhlýðni, heldurjafn- vel bein lítilsvirðing og hún virðist njóta lítillrar aðstoðar utan frá. Petta virðingarleysi fyr- ir lögum og rétti, er fyrst og fremst afleiðing hins ríkjandi tíðaranda ■og þeirra ágalla, sem hér eru á •öllu réttarfari. M. a. er þetta vegna þess, að lögreglan hér er 'vsddalaus móts við það, sem er í öðrum löndum. Hér er vitnis- burður lögreglumanns ekki nægi- iegur til að sanna sakir. En eins og gefur að skilja er oft erfitt að leiða fram önnur vitni í ýmsum málum, sem lögreglan hefir með höndum og ætti fram- burður lögreglumanns að vera tekinn þar full gildur. Þeir eiga að vera eiðsvarnir menn, sem treysta má að skýri rétt frá og er bein lítilsvirðing gagnvart þeim að taka ekki framburð þeirra fram yfir framburð ann- ara. Með því er þeim ekki gert hærra undir höfði en óvöldum almenningi, og þess ekki að vænta að mikið tillit sé tekið til þeirra neðan frá, þegar svo er á hærri stöðum. — Einnig mun oft svo, að ákær- ur lögreglunnar, yfir ýmsum af- brotum, eru ekki teknar til greina, og er ekki að búast við miklum árangri af starfi þeirra meðan stjórnarfarinu er svo háttað. — Þetla eru þau aðalatriði, sem lögreglan hefir sér til afsökunar um óstjórnina og eftirlitsleysið, sem hér er ríkjandi. En þessar afsakanir eru ekki einhlýtar til réttlætingar eftirlits- leysinu og gætu lögregluþjón- arnir tekið sér um margt fram og sýnt í ýmsu meiri röggsemi, en þeir gera nú. E. t. v. er það agi eða dugandi yfirstjórn, sem þá vantar mest af öllu, og mætti t. d. taka þar slökkviliðið til fyrirmyndar. Ef viðbragðsflýtir og stjórnsemi lögreglunnar væri í eins góðu lagi og hjá slökkvi- liðinu mundi betri sljórn og meiri röggsemi vera hér á öllu opinberu eftirliti og ekki vera til þeirrar skammar og ófarnaðar, sem það er nú. Frá Færeyjum. Thorshavn, FB. 22. okt. ’25. Frá Arnbirni hersi. Erum á leið frá Englandi. Komum ekki heim. Vellíðan nm borð. Kær kveðja til vina og vandamanna. Síldargöngnr við Færeyjar. Símað er frá Thorshavn, að Dimmalætting skýri frá því, að firðirnir í Færeyjum hafi verir fullir af síld alt sumarið. Krefst blaðið vísindalegra og hag- kvæmra ransókna á sildgöngum við Færeyjar. Nýr ófriður á Balkan. Grikkir og Búlgarar berjast. Khöfn, FB 22. okt. ’25. Símað er frá Aþenuborg, að hermálaráðuneytið hafi í gær gefið út fyrirskipun um, að herdeild ein skyldi ráðast inn í Búlgaríu og hertaka ákveðinn smábæ á landamærunum. Til- efnið er, að Búlgarar drápu nokkra gríska landamæraverði. Ástæðan ævarandi þref um Makedoniu. Simað er frá Vinarborg, að gríska stjórnin hafi sent Búlgör- um ultimatum og krefjast af- sökunar og geýsihárra skaða- bóta innan 24 tíma. Síðustu fregnir. K.höfn, FB. 23. okt. ’25. Símað er frá Sofia. að stjórnin harðneiti skilyrðum þeim, er Grikkir setja og sendi lið til landa- mæranna. Bardaginn byrjaður. Innlend tíðindi. ± Akureyri, FB. 22. okt. ,25. Kællskipið. Er kæliskipið kom hingað og ætlaði að ferma hið frysta kjöt kaupfélaganna, ca. 5500skrokka, reyndist frystiútbúnaður skips-

x

Dagblað

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblað
https://timarit.is/publication/605

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.