Dagblað

Tölublað

Dagblað - 24.10.1925, Blaðsíða 1

Dagblað - 24.10.1925, Blaðsíða 1
Laugardag 24. október 1925. agBlaé I. árgangur. 221. tölublað. FÁTT af mörgu aðfinsluverðu í háttsemi almennings og framkvæmd binnar opin- beru löggæzlu hefir nú verið minst á í siðustu 6 tölubl. Dag- blaðsins. Margt er enn ótalið, en samt skal staðar numið að sinni, og ryfjuð upp aðalatriði þess, sem rætt hefir verið. — Bent hefir verið á, að framferði manna á almannafæri væri oft nijög ósæmilegt, og% setti þann svip á bæjarlífið, sem okkur væri til mikillar minkunar. Drykkjuskapur og ófullkomið uppeldi æskulýðsins væri mestu valdandi um þessa siðferðis- galla, en einnig væri eftirlitið um framferði manna mjög lítil- fjörlegt og ófullnægjandi, og væri því óbeinlínis til styrktar þess- um ósæmilega bæjarbrag. Flestir fengju óátalið að láta eins og þeim líkaði bezt, en óheilbrigt almenningsálit og athafnalítil lög- gæzla legðu hlífðarfeld. afskifta- leysisins yfir allan ósómann. Viðvíkjandi börnunum var sérstaklega minst á, að götuliíið mundi þeim mörgum óholt, þau væri óátalið úti langt fram á nætur og oft í slæmum félags- skap, enda fjölgaði afbrotum barna og unglinga ískyggilega mikið. Var bent á, að eitthvað þyrfti að gera fyrir börnin, sem gæti haft bætandi áhrif á þau, en jafnframt setja takmörk fyrir «ýmsu framferði þeirra og ann- ara, og nauðsyn talin, að eftir þeim ákvæðum yrði farið. Einn- ig hefir verið getið um almcnn- ingsálitið í þessu sambandi og hver áhrif það gæti haft í hvora áttina sem það hneigðist. Og loks hefir verið vikið að hinu óviðunandi eftirliti lögreglannar og dregnar fram helztu ástæð- nrnar fyrir þessu vandræða- ástandi. — Margir fleiri siðferðislestir en þeir, sem taldir hafa verið, gera vart við sig í þjóðlífi voru og táta jafnvel mikið á sér bera. Koma þeir greinilegast f ljós í opinberu framferði manna, og eiga þar ískyggilega mikil ítök og eru illir viðskiftis. Er nú mörgum orðið ljóst, að við svo búið má ekki una, ef sæmilega á að fara, og verður hér að hefjast handa svo dugi til veru- legra úrbóta. Þeir sem nokkru sinni láta sig skifta sæmilega lífshætti, verða hér að leggja hönd að verki, svo takast megi sú stefnubreyting, sem öllum væri fyrir beztu. Öll umbóta- viðleitni er erfið viðfangs, og hlýtur ekki við fyrstu tilraun hylli og óskifta liðsemd almenn- ings. Eru þeir jafnvel af mörg- um illa séðir og óvinsælir, sem öðrum fremur benda á það, sem illa fer í fari annara. En um slika smámuni dugir ekki að fást, og munn fáir þess vegna leggjast á móti framgangi nauð- synjamála. Þeir sem berjast fyrir góðu máli, mega sizt af öllum láta undan siga, vegna andúðar og eríiðlcika og þeir mega altaf vænta sigurs að lokum. Balkan-ófriðurinn, Khöfn, FB., 23. okt. '25. Símað er frá Aþenuborg, að griskar hersveitir hafi farið yfir landamæri Búlgaríu. Litilsháttar bardagi byrjaði i gær. Grikkir létu flugvélar skjóta á smáþorp. Bretar og Frakkar reyndu á síð- ustu stundu að miðla málum, en tilraun þeirra varð árangurs- laus. Grikkland hefir með þessu brugðist skyldum sínum gagn- vart þjóðbandalaginu, sem með- limur þess, og álasa heimsblöð- in þeim þunglega fyrir breytni þeirra. — Slmað er frá Sofia, að þorpið Partz brenni vegna árásar Grikkja. Frá Yestur-íslendingum Jóhannes Jósefsson iþrótta- kappi var staddur í Winnipeg seinni hluta ágústmán. ásamt fjölskyldu sinni. Sýndi hann listir sínar einn dag i viku á Orpheus-leikhúsinu, og þóttu þær langbezta atriðið á skemti- skránni. Heimskringla kemst svo að orði um Jóhannes: »Hann hefir margoft sýnt, að hann ber velferð íslenzkrar þjóðrækni fyrir brjósti. Má t. d. benda á hið höfðinglega tilboð hans, að gefa 100 dollara á ári í næstu tíu ár til verðlauna fyrir kappglím- ur, sem háðar verði i sarabandi við Þjóðræknisþingið. Fyrsti á- rangur þess tilboðs var stofnun glímufélagsins Sleipnir, er glím- una sýndi á íslendingadaginn hér i Winnipeg. Undir verndar- væng Jóhannesar efndi glimu- félagið til skemtunar þ. 27. ág.« Sigfús Halldórsson ritstj. Heims- kringlu stýrði skemtuninni, séra Jónas A. Sigurðsson hélt ræðu, Haraldur Sveinbjörnsson skýrði leikfimi Niels Bukh, en hann stundaði nám i Ollerup hjá Bukh, ásamt Jóni Þorsteinssyni, er stóð fyrir Noregsför íslenzku glímumannanna. Frank Frede- ricksson íþróttakappi hélt og ræðu og E. P. Jónsson las upp. Því næst ávarpaði Jóhannes fólkið, og segir Heimskringla um ræðu hans: »Erindið, sem hann flutti, var meitlað mál, bundið Ijóð, í óbundinni ræðu, á gull- aldar íslenzku«. Var honum þakkað með dynjandi lófataki. Því næst sýndi Jóhannes leik- fimisæfingar með dætrum sín- um, Sögu 14 ára og Heklu 12 ára. Segir Heimskringla, að svo mikill fegurðarþokki hafi verið á sýningu þeirra, að þær hafi heillað hugi áhorfenda, jafnt kvenna sem karla. — Frá Winni- peg fór Jóhannes suður til Californin.

x

Dagblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblað
https://timarit.is/publication/605

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.