Dagblað

Tölublað

Dagblað - 26.10.1925, Blaðsíða 2

Dagblað - 26.10.1925, Blaðsíða 2
2 DAGBLAÐ upphafi, á sögulegum -grundvelli, og verður þá eigi auðvelt að komast fram bjá íslendingum, þótt það á hinn bóginn mætti virðast eðlilegt og sjálfsagt, að svo yrði gert, þar eð þeir virð- ast vilja forðast öll afskifti af því máli. Er eigi óliklegt, að úrslit þessa máls sé nær heldur en nokkurn grunar. \ í ísienzkum blöðum, og einn- ig norskum, hefir þrátaldlega verið bent á, hvern veg úrlausn Grænlandsmálsins sé hugsanleg á hagkvæmastan hátt. Ætla ég þvi eigi að vikja að þeirri hlið málsins að sinni.----- Grænlandsmálið hefir nú feng- ið nýja merkingu, verklega hag- nýta, síðan Norðmenn og Fær- eyingar stofnuöu til fiskiveiða við Vestur-Græniand í sumar. Hefir lítið verið sagt frá árangri þeirra ferða í ísl. blöðum, ann- að en það, að fiskiveiðarnar hafi orðið fremur rýrar. En eigi er öll saga sögð með því. Til- raunir þessar eru aðeins lítils- háttar inngangur að meiri og merkari framkvæmdum á kom- andi sumri, og munu bæði Norð- menn og Færeyingar betur bún- ir að útgerð og reynslu í næstu för, heldur en í þeirri fyrri. Grænlandsmálið verður á þenna hátt raunverulegra og nærgönguila ár frá ári, unz ís- lendingar taka að rumskast og gá út um glugga. Væri betur, að eigi reyndist þá o/ pröngt fyrir dyrum. Er ærið ilt af- spurnar, ef þurfa skyidi að þrýsta oss Islendingum til þátt- töku í úrslitum þessa máls, er eigi verður til lykta leitt á sæmi- legan hátt án aðstoðar og hlut- töku vorrar. — í Stúdentafélaginu norska var Grænlandsmálið nýlega til um- ræðu. Hélt Rolf Thomesen, rit- stjóri Tidcns Tegn, þar snjallan fyririestur um málið eins og það nú liggur fyrir. Drap hann m. a. á úrlausn þá, er Einar Benediktsson hefir þrásinnis benl á, og alkunn er hér heima. Bendik Mannes heitir maður. Hann er skipstjóri og ættaður frá Körmt í Noregi. Hann er afburða hraustmenni og dugn- aðarforkur hinn mesti. Hann er þaulkunnugnr hér við land, og kefir stundað hér fiskiveiðar og síldveiðar árum saman, frá því um siðustu aldamót. Mannes var einn Grænlandsfaranna í sumar. Er hann kom heim aft- ur til Noregs, bafði blaðið Gula •Tidend i Björgvin tal af hon- um, og er frásögn hans fróðleg mjög, eigi síður fyrir oss íslend- inga en aðra. Vil ég nú mælast til, að Dagblaðið leyfi mér að birta frásögn þessa í heild. Má af henni nokkuð ráða í, hverja leið Grænlandsmálin muni sfefna í náinni framtíð. Ætti oss íslendingum a. m. k. að vera óhætt að ræða Græn- landsmálið og íhuga á þeim grundvelli, er að fiskiveiðum lýtur. Má vel svo fara, að sjón- deildarhringur vor víkki svo við það, að hann nái nokkuð út fyrir iandamærin og líðaudi stund. Og væri þá vel farið. Helgi Valtýsson. Borg^n. Sjávarfölt. Síðdegisháflæður kl. 12,28 í dag. Árdegisháflæður kl. 2,5 í nótt. Nætnrlscknir Friðrik Björnsson Thorvaldsensstræti 4. Sími 1786. Jfætnrvörðnr í Laugavegs Apóteki. Tíðarfar. Hægviðri alstaðar í roorg- un og norðlæg átt víðast hvar. Heit- ast var í Vestm.eyjum 6 st. á Seyðisf. 5, Hornaf. 4, Rvík 3, Grindavík 2 Akureyri og St.hólmi 1, ísaf. og Raufarh. 0 og á Hólsfjöllum 2 st. frost. — t Khöfn var 9 st. hiti í Færeyj- um 7, Jan Mayen 5 og i Angmagsa- lik í gær 2 st. frost. — Loftvægis- lægð fyrir norðaustan land og önn- ur djúp fyrir sunnan land. Búist er við norðaustlægri átt með úrkomu einkanlega á Norðausturlandi. Einar E. Marknn söng i gæríNýja Bíó fyrir nærri fullu húsi áheyr- enda. Var ágætur rómur gerður að söng hans eins og áður, og varð hann að endurtaka sum lögin. Einar hefir vaxið mjög í áliti við framkomu sína hér og hefir fáum mönnum, sem ekki eru lengra komn- ir á listamannsbrautinni, verið jafn- vél tekið, en þó ekki betur en hann á skilið. Thora Friðriksson k Co. opnar á morgun nýja verslun, sem »París« nefnist, í Ingólfshvoli þar sem Edin- borg var áður. Hefir búðinni verið breytt töluvert og er bén nú hin prýðilegasta. — V)ag6laé. Itæjnrmálablnð. Fréttnblað. Ritstjóri: G. Kr. Guðmundsson, ■ Lækjartorg 2. Simar 744 og 445. Viðtalstími kl. 5—7 siðd. Afgreiðsla: Lækjartorg 2. Sími 744. Opin alla virka daga kl. 9—7. Blaðverð 10 au. eint. Askriflar- gjald kr. 1,50 á mánuði. Prentsmiðjan Gutenberg, h.f. Esja fór héðan i gær í hringferð austur og norður um land. Lngarfoss fer í kvöld tii Hafnar- fjarðar og þaðan annað kvöld vest- ur og norður um land til Noregs og Kapmannahafnar. Jónas Jónnsson lögregluþjónu er sjötugur í dag. Miðlnnartillögn í kaupgjaldsmál- inu hefir sáttasemjari rikisins borið fram og verður gengið til atkvæöa um hana í kvöld á fundi í Sjó- mannafélaginu. Peningar: Sterl. pd............... 22,30 Danskar kr............. 115,66 Norskar kr.............. 93,60 Sænskar kr............. 123,43 Dollar kr................ 4,61 V®' Gullmörk .............. 109,74 Fr. frankar ............ 19,27 25. okt. ’25. Ritsímakapptöflin rnilli Noregs og íslands byrjuðu í gær, nieð því að héðan var sendur lyrsti leikurinn á taflborði nr. 1. Leik- urinn, sem sendur var héðan, er: d2—d4. Norðmenn eiga að svara þeim leik aftur í dag, og jafnframt senda hingað íyrsla leikinn á taflborð nr. 2. Fyrirkomulagið er þannig, að íslendingar tefla með hvítuna mönnum á taflborði nr. 1, Norðmenn hafa hvítu mennina á taflborði nr. 2. 26. okt. ’25. Fyrsti svarleikur Norðroanna er á taflborði nr. 1 er Rg8— f6> og fyrsti leikur þeirra á tafl' borði n'r. 2 er Rgl—f3. 4 Kapptafl milli íslendinga og Norðmanna.

x

Dagblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblað
https://timarit.is/publication/605

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.