Dagblað

Tölublað

Dagblað - 26.10.1925, Blaðsíða 3

Dagblað - 26.10.1925, Blaðsíða 3
DAGB LAÐ 3 Siðustu símfregnir Khöfn, FB 26. okt. ’25. Frá BRlkanófriðnnna. Simað er frá Sofia, að Grikkir haldi samt sem áður áfram innrás sinni. Þrjátíu þúsundir griskra hermanna eru innan landamæra Búlgaríu. Búlgverska stjórnin hefir skipað her sínum svo fyrir, að hann skuli bopa fyrir Grikkjum fyrst um sinn. Þúsundir '-manna fiýja undan Grikkjum og leita hælis inni í landinu. Fermingargjafir fyrir stúlkur og dreDgi: Tösknr — »m»nieBre« — seðlaveski — bnddnr — ierða-etuie. Svo mikið úrval, að annað eins hefir ekki sézt hér áður. Nýjar vörur. Nýtt verð, Leðurvörud. Hljóðiæraliússins. Fellibylnr. Símað er frá Iíonstantinopel að feliibylur hafi skollið á í persneska flóanum og hafi 7000 perlufiskarar drukknað á skamri stundu. Stór brnni í Svíþjóð. í Vara í Skaraborgar-léni brann fyrir skömmu stórhýsið Rydaholm. Þannig stóð á, að 7. og 8. deild Gauta-stórskotaliðs, sem hafði verið að heræfingum, voru nú á heimleið og höfðu fengið næt- urgislingu í hlöðunni. Um mið- næturleytið varð ráðsmaðurinn 744 er m þess var, að kviknað var í hlöð- unni. Hann gat því bjargað öll- um hestunum, 14 talsins meið aðstoð hermannanna. Öðrum gripum varð eigi bjargað. Brunnu þar inni um 70 nautgripir, 3 svín, 3 kindur og 90 hæsni. Einnig er talið, að um 60 af hest- um stórskotaliðsins hafi brunri- ið inni. Vélar og verkfæri ásatnt allri uppskerunni brann einnig til kaldra kola. Brunatrygging stórbýlis þessa var 200,000 kr. Ummæli Chamberlain’s um Locarno-fnndinn. Simað er frá London, að Chamberlain hafi sagt, að sú þjóö, er gerði tilraun til þess að eyða árangrinum af Locarno- fundinum, verðskuldi fyrirlitn- ingu alls heimsins. Frá Hnrokkó. Símað er frá París, að á 9 mánuðum hafi fallið i Marokkó yfir 2000 manna, en yfir 8000 hafi særst. Á þessum tíma varð kostnaður af stríðinu 1300 miljónir franka. Sunnr jarutirautukoiiggtiiH. svo. Pað geri ég iíka, og ég ætla mér að gera hana hamingjusama þrátt fyrir föður hennar og hina. En flýttu þér nú að fara, ég skal eigi láta bíða eftir mér í kveld. Löngu fyrir tiltekna tímann var hann kominn á stefnustaðinn, en varla höfðu kirkjuklukkurn- ar hringt níu, er hann sá tvær konur koma úr dimmri götunni við hliðina á hrísi Garavels og flýta sér í áttina til hans. Hann varð að þvinga sig til þess að hlaupa eigi á móti þeim, en er þær voru komnar að felustað hans gekk hann fáein skref á móti þeim, með útbreiddann faðminn og nafn Chiquitu á vörunum. Hún hörfaði undan. — Nei, nei, herra Antonio! varð henni að orði. Ég gerði yður orð vegna þess, að önnur úrræði voru engin til — eigi vegna nokkurs annars. Faðir minn vildi eigi leyfa, að þér heimsækið okkur. Yður finst þó eigi, að ég sé óf bíræfin? — Auðvitað ekki. — Eg gat eigi látið yður fara fyr en ég hafði sagt yður alt. Pér megið — eigi halda, að — að — sökin sé min. — Eg veit eigi, hvað ég á að halda, vegna þess að ég veit eigi hvað komið hefir fyrir. Alt sem ég veit, er að mér hefir borist bréf frá föður yðar. En eigi kemur það mér til þess að “fsaía mér yður. Hún hjúfraði sig örvæntingarfull upp að Baj- ankonunni, eins og hún væri hrædd við að leita verndar hjá honum. — Bíðið — biðið, mælti hún, þar til að þér hafið heyrt alt. Aldrei hafði honum virst hún jafn fögur og á þeirri stundu, andlit hennar var hvftt, og barm- ur hennar gekk í bylgjum. — Hvað svo sem komið hefir fyrir, ég sleppi yður aldrei, mælti hann ákveðinn. — Ó, ég vissi og óttaðist, að þér munduð segja þessi orð; en þér verðið samt að gera það. Pað mun veitast okkur báðum erfitt, ég, veit það — en — — — Hún snökti og hristi höfuðið eins og til að gefa í skyn, að hún mætti eigi mæla. Stephanie iagði stóra, brúna hönd sína sef- andi á öxl hennar og mælti til Kirks í rámunn ásökunarrómi: — Parna sjáið þér! — Segið mér fyrst, hvers vegna ég eigi að> láta yður lausa? — Yegna þess, að ég á, þrátt fyrir alt, ;:5 giftast Ramón, mælti Gertrudis meðaumkunat- verð. — Hver hefir sagt það? . — Faðir minn. Hann hefir bannað mér að hugsa um yður og skipað mér að giftast Ramón.

x

Dagblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblað
https://timarit.is/publication/605

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.