Dagblað

Eksemplar

Dagblað - 27.10.1925, Side 1

Dagblað - 27.10.1925, Side 1
Priðjudag 27. október 1925. I. árgangur. 223. íölublað. ORÐIN eru til alls fyrst en þau eru ekki einhlít til mik- illa verka. — Athöfn verður að fylgja þeim eftir, ef nokkus árangurs á að mega vænta af framburði þeirra. Orðamælgi en litlar fram- kvæmdir eru andstæður, sem oft eru samfara háttsemi íslend- i»ga og er það einn af þeim þjóðargöllum, sem of mikið ber á. Ef athafnir hefðu altaf verið -eftir umtali, mundi ýmsum fram- kvæmdum vera lengra á veg komið en raun er um, og mörg nytsemdarhugsunin komin í verk, sem ennþá er aðeins hugsjón. Rað hefir verið rætt aftur á bak og áfram um ýms nytsemdar- mál, sem okkur gæti orðið til mikils velfarnaðar ef þau kæm- ust í framkvæmd, en oftast að- eins verið orð og umtal og ekk- «rt meira. — í flestri félagsstarf- semi ber mest á umtalinu um hvað gera ætti, en framkvæmd- irnar verða sjaldnast þar eftir, og því er svo lítill árangurinn af mörgum félagsskap. Orðin ein eru aðalávöxtur samstarfsins. Hvergi kemur þetta e. t. v. greinilegar í ljós en á Alþingi sjálfu. Eru mörg dæmi til, að menn þvæla þar dögum saman um lítilsverð mál, sem oft er íyrirsjáanlegt að geti ekki náð framgangi, en samt sem áður lítur oft út fyrir að sá þykist mestnr, sem segir flest orðin. En hvað mun þá annarstaðar lir þvi svona er á hinu háa Al- þingi? þeirri spurningu fæst al- staðar svarað en nokkuð á ann- an veg en flestir munu óska. Athafnirnar svara illa til umtals- ins, og m. a. þess vegna gengur hér svo margt á tréfótum. Því er samt sizt neitandi að •orð og umræður eru nauðsyn- leg atriði á leið til framkvæmdar og því betri sem þau eru færri og ákveðnari. Er svo um sum þau mál, sem með réttu geta talist þjóðmál að altof lítið er um þau rætt og yfirleitt minni gaumur gefinn en skyldi. Orða- mælgin um smánfálin, en at- hafnaleysið um hin sem miklu geta valdið, er eilt af þjóðarein- kennum vorum. Þetta þyrfti að taka þeim breytingum sem stefndu til betri vegar. Fyrst og fremst þyrfti að gefa þeim málum meiri gaum, sem vænleg eru til góðs árang- urs og gera ákveðnari tilraunir til að hrinda þeim áleiðis til æskilegra framkvæmda. Enjafn- framt ætti að skaðlausu að mega draga úr mælginni og dægur- þrasinu um smámálin. Pá fyrst er stefnt í rétta átt um orð og athafnir. Utan úr heimi. K.höfn, FB. 27. okt. ’25. fjóðverjar og friðarmálin. Símað er frá Berlin, að Strese- mann hafi sagt við fréttaritara frá Kaupmannah.blaðinu Poli- tiken, að enginn flokkur Þýzka- lands verði þess megnugur að koma í veg fyrir að stórkost- Iegur árangur verði af Locarno- fundinum. Jafnvel þótt afleiðing- in yrði breyting innan stjórnar- innar, upplausn þings og nýjar kosningar, mundi enginn flokk- ur hafa áhrif til þess að spilla fyrir svo um muni í málinu, þar sem Þýzkaland nú fyrst far- ið að draga andann aftur. Pýzka ráðuneytið ósammála. Samkvæmt hraðskeyti frá Ber- lín hafi þrír þýzkir ráðherrar úr flokki þýzkra þjóðernissinna beð- ið Luther um lausn frá embætti. Caillaux fer frá vöidum. Sfmað er frá París, að Caillaux fari líklega frá völdum í dag. Hann neitar kröfu fiokksbræðra sinna um að leggja á »Kapital- skatt*. — Leikir ogleikhús. Frh. Þýzkaland hefir sjaldan setii hjá þegar um listir og vísindi var að ræða og haldið að sér höndum. Þær höfðu ekki leng« verið vakandi nágrannaþjóðirn- ar, þegar Pjóðverjar byrjuðu að semja leikrit. Hans Sachs einn af skáldmeisturum (Meister Sáugers) Þjóðverja, sem var uppi frá 1492—1576 samdi 200 leikrit, og gaf út þrjá flokka af þeim í lifandi lífi, en tveir flokk- ar af leikritum hans komu út eflir hann látinn. Hann orti kvæði og skrifaði sögur í bundnu og óbundnu máli. Sachs er að- al faðir hinnar þýzku leik- ritagerðar, og hefir oft og tíð- um verið uppsprettan til efn- isins í mörgum síðari leikritum. Oehlenschláger þýðir Darnhard- stein eftir hann og kallaði það »Hans Sachs«. Það var leikið á kgl. leikhúsinu 1830, og Erik Bögh þýddi (og mun hafa lagað eitt- hvað), Concreti eftir Sachs sem var leikin á Casíno í Khöfn 1869. Hans Sachs gaf Þjóðverjum fjölda leikrita að fást við, og ritin hans voru lengi leikin. Fleiri menn fetuðu í hans fót- spor, og leikfélögin þutu upp hvert á fætur öðru í Þýzkalandi. Eftir að Lessing kom til sög- unnar, er óhætt að fullyrða, að aðrar þjóðir áttu tæpast höf- unda honum samtímis, sem stæðu honum á sporði. Lessings leikrit, eins og Etnilia Galeotti, eru leikin enn í dag, bæði inn- an og utan Þýzkalands. 1740 léku Þjóðverjar f Höfn, sem var hálfþýzkur bær, og Holberg hæðist að leikritunum þeirra frá þeim tíma í fyndnasta og skarp- asta gleðileiknum sem hann hefir skrifað: TJlysses frá íþöku. Snemma byrjuðu Þjóðverjar að leika Shakespeare í þýðingum, og hafði ákaflega mikil áhrif á þýzkan leik og leikritagerð þá þegar, og hefir það enn í

x

Dagblað

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblað
https://timarit.is/publication/605

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.