Dagblað

Eksemplar

Dagblað - 28.10.1925, Side 1

Dagblað - 28.10.1925, Side 1
HELGIDAGAVINNA er nú orð in eins algeng og hún var sjaldgæf áður, fyrir manns- aldri síðan eða svo. Þykir nú ekki lengur tíðindum sæta þótt venjuleg erfiðisvinna sé unnin alla kelgidaga, og allur fjöldinn ▼irðist ekkert hafa við það að athuga. Eru jafuvel sumir sem sækjast fremur eftir að vinna helga daga en rúmhelga, vegna þess að kaupgjaldið er þá hærra. Nú þekkjast ekki lengur kær- ur fyrir helgidagabrot, og eftir því, sem þau eru nú orðin al- menn virðist það ekki álitið neitt brot hvorki á Guðs né manna lögum, að vinna helga daga eins og aðra og taka sér ekki einu sinni hvíld um hinn svonefnda messutíma. Svo hefir trúin og tiðarandinn breyst á síðustu áratugum. — Pað er alment viðurkent og sannað af reynslunni, að öllum mönnum, sem vinnu stunda sé nauðsynlegt að taka sér a. m. k. einn hvildardag í viku hverri, frá venjulegum störfum, alveg eins og svet'ninn er nauðsynleg- ur að afloknu hverju dagsverki. Vegna þessarar hvíldarþarfar mannanna munu ákvæðin um sérstaka hvíldardaga fyrst vera til orðin, og siðan hafa þessi ákvæði verið tekin inn í trúar- bragðakerfin. Það er hér auka- atriði hver dagur vikunnar sé ákveðinn hvíldardagur, en vegna venju og löghelgaðrar hefðar er sjálfsagt að hafa það sunnudag- inn eins og verið hefir, og er ekkert, sem mælir með að ann- ar dagur sé valinn til almennr- ar hvíldar, en mjög margt, sem vaeri þar á móti. En það þarf ekki að gera ráð fy1'*1' að breytt verði um hvíld- ardaga, en það er full nauðsyn á að breytt verði til um notk- un þeirra. — Helgidagavinnan, sérstaklega hér í bænum, er orðin alt of mikil og heldur þó áfram í sumu átt og vex með ári hverju. Þetta setur þann svip á bæjarlífið, sem ekki er vansalaust við að búa. Með öðrum þjóðum er miklu meiri helgi yfir hvíldar- deginum, og t. d. í Englandi þekkist varla að menn taki hand- tak á helgum degi, nema þeir, sem gegna verða einhverjum nauðsynjastörfum, svo sem við ýmsa opinbera afgreiðslu, sem ekki er hægt að komast hjá að starfrækja jafnt helga daga sem aðra. — Hér er nokkuð öðru máli að gegna, því mest öll heigidagavinnan er unnin að nauðsynjalausu og mundu eng- in vandræði hljótast afþóttfyrir hana væri tekið. í*að er hverj- um nóg að vinna 6 daga vik- unnar og öllum gott að hvílast þann 7. — og ætti sizt af öllu að borga hærra verð fyrir helgi- dagavinnu en aðra, svo freist- ingin yrði minni til ofþrælkunar alla vikuna. Ef ekki væri borg- að hærra kaup á helgum dög- um en öðrum myndi flestir draga sig í hlé og helgi hvild- ardagsins koma af sjálfu sér. Öðru máli er að gegna um næt- urvinnu, sem oft getur verið nauðsynleg, og því réttmætt að borga hærra kaup fyrir hana. Á sameiginlegum fundi kirkju- safnaðanna í kvöld verður rætt um helgidagavinnuna og verður fróðlegt að vita um, að hvaða niðurstöðu menn komast þar. Er gott að þetta mál er komið á þann rekspöl, en ekki ætti að þurfa trúaráhrif til að jafnsjálf- sagðri réttlætiskröfu væri full- nægt og þeirri, sem hér er hald- ið frarn, að helgidagavinna eigi ekki lengur að líðast. Því hún er bæði óviðeigandi og óþörf. Landhelgisbrot. Prjá þýzka botn- vörpunga kom Islands Falk með í gærkvöld, og hafði tekið þá alla að ólöglegum veiðum fyrir sunnan land. Mál þeirra verða tekin til meðferðar í dag. GræníandsmáHð. ii. ókemjnmlklar flskitorfnr við Testur-Grænland. Bendifc Mannes segir frá. \ Blaðamaðurinn í »Gula Ti- dend« hefir orðið: Herðabreiður heljarraumur labbar hægt og stillilega eftir götunni. Það er BendiJc Mannes, skipstjóri, nýkominn frá Græn- landi. »Þér lílið of vel út til þess, að yður geti hafa liðið illa á Grænlandsferðinni«, segi ég við hann. »Ég hefi enga ástæðu til að kvarta« svarar hann, »og ég vildi ekki hafa farið á mis við þessa ferð. Að vísu öfluðum við lítið, af mörgum ástæðum. Græn- landsveiðarnar eru nýmæli, enn sem komið er, og eins og ætíð, þegar um eitthvað nýtt er að ræða, þarf nokkurn tíma til þess að átta sig og finna réttar að- ferðir, og þær munum við óef- að finna«, bætir hann við. »Og • þá geta Norðmenn haft góðan hagnað á fiskiveiðunum í Græn- landshafi!« »Þar er þá nægur fiskur?« »Já, þar er fiskur! Ég er ann- ars skipstjóri, svo nú haldið þér eflaust, að það séu skipstjöra- ýkjur úr mér, er ég segi yður, að ég liefi aldrei á æfi minni séð aðrar eins þorskvöður. Þorslcurinn óð álveg uppi í þykkum torfum/“ »En hvernig stóð þá á, að þið veidduð svo lítið?« »Veðrið Var óhagstætf í sum- ar, en þó var það ekki það, sem bagaði oss mest. Við höfðum ekki hæfilega beitu. Er leið á sumarið, komu stórar torfur af loðnu og síldar-átu, inn undir land. Og þangað hélt þorskur- inn, en við höfum ekki leyfi til að fara á eftir honum. Einn daginn lentum við heldur inn- arlega og náðum í dálitið af loðnu til beitu, og þá veiddum við 7000 þorska á handfæri á

x

Dagblað

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblað
https://timarit.is/publication/605

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.