Dagblað

Tölublað

Dagblað - 31.10.1925, Blaðsíða 1

Dagblað - 31.10.1925, Blaðsíða 1
Laugardag 3t. október 1925. I. árgartgur. 227. tölublað. VlÖSVEGAR að streymir fólk- ið hingað til bæjarins allan árshringinn, bæði til skyndi- ferða og langdvalar. Mest er samt aðstreymið að haustinu, bæði bæjarmanna úr sumarvinnu og aðkomufólks til vetrardvalar. Af því fólki, sem hér er ekki heimil- isfast, mun námsfólkið vera fjöl- mennast og er það eðlileg afleið- ing þess að hér eru flest menta- setrin á sama stað. Misjöfn vill oft verða eftirtekj- an hjá þeim, sem hingað koma í atvinnuleit eða til náms, og væri sumum áieiðanlega betra heima verið en af stað farið. Samt er því sízt neitandi að margur maðurinn sækir hingað góðan fjárhlut og nytsama fræðslu, sem ekki væri auðfeng- in annarsstaðar. En það, hvað einstaklingurinn ber úr býtum, er auðvitað að mestu komið undir eigin manngildi og þeirri aðstöðu sem hann hlýtur. Eitt af því sem miklu gelur valdið um árangur langdvalar- innar, sérstaklega meðal ungl- inga, eru áhrifin sem þeir verða fyrir. Eins og allir vita, eru'þau ærið misjöfn og hafa ekki öllum reynst til velfarnaðar. Bæjarlífið er orðið nokkuð margbrotið og eins og við er að búast koma áhrif þess viða fram. Fyrir mörgum unglingnum sem hingað kemur utan af landi, er aðkoman ekki ólík því, sem vera mun að koma 1 annan heim; svo mjög er alt frábreytt því sem hann hefir átt að venj- ast. Og þeir sem ekki eiga ein- hverja góða að, vantar margt til að geta liðið svo, að líkst geti ^imalífinu og fara því á mis Vlð flest sem átthagarnir hafa ei°ir fram yfir aðkomustaðinn. ^eðal annars sem margur ®alínar er náin viðkynning jafn- ln^la sinna og samstarf að sam- s'S'nlegum áhugamálum. Menn m sötnu sýslu eru jjfnvel svo ókunnfigjr jjver öðrum, að þeir þekkjast ekki í sjón og hvað mun þá vera um þá sem lengra hefir verið á milli, þóll margt sé með þeim sameiginlegt? Hér er enginn staður sem öðrum fremur gefur tækifæri til gagn- legrar kynningar né möguleika til viðhalds heimasiða og sam- starfs að hugðarmáluin. Ein helzta viðleitni, sem gerð hefir verið til úrbóta þessarar dreifingar og einangrunar að- komumannanna eru samfundir eða gestamót ungmennafélag- anna sem Ungmennasamband Kjalárnesþings hefir gengist fyrir að haldin væru nokkrum sinn- um á vetri undanfarandi tvö ár. Er sú starfsemi mjög virðingar- verð og bætir að nokkru úr því, sem margir aðkomumennirnir Gramlir herlúðrar. Lúðra þá, sem sjást hér á myndinni, telja Danir meðal hinna dýrmætustu fornmenja sinna. Eru þeir yfir 3000 ára gamlir (frá bronze-öldinni). Nú eru þeir orðnir svo úr sér gengnir fyrir skemda sakir og aldurs, að ekki þykir áhættandi að þeyta þá oftar. 12. maí s.l. voru þeir þeytlir í síðasta sinni og teknir á grammófón- plötu. Var það gert til þess, að um aldur og ævi skyldi varðveit- ast hljómar þessa þjóðlega helgidóms. Stórblað í Khöfn (Berlinske Tidende) og Polyphon-félagið kostuðu plötuna til ágóða fyrir þjóð- menjasafnið danska, sem verið hefir í vanhirðu undanfarin ár. Hljómfræðingurinn próf. dr. phil. Angul Hammerich sá um það, en lúð- urþeytarar voru þeir kapelmusici August Petersen og Anton Han- sen. Sést athöfnin á myndinni hér að ofan. Platan hefir hvarvetna vakið þjóðernistiifinningu Dana og virðingu þeirra fyrir hinum fornu kjörgripum og átt geysimiklum vinsældum að fagna.

x

Dagblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblað
https://timarit.is/publication/605

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.