Dagblað

Tölublað

Dagblað - 02.11.1925, Blaðsíða 1

Dagblað - 02.11.1925, Blaðsíða 1
Mánudag 2. október 1925. l&agBíaé L árgangur. 228. tölublað. ÁTVINNUVEGIR okkar !s- lendinga hafa tnikið breyst á siðnstu árum ogjafnframt hefir þeim fjðlgað svo nokkru nemur. Aðalatvinnuvegirnir tveir, fiskiveiðar og landbúnaður eru orðnir fjölbreyttari, og hafa tek- ið miklum umbótum, og geta nú miklu fleiri haft þar atvinnu af en áður var, auk þess, sem verkaskiftingin er orðin miklu meiri. Priðji aðal atvinnuvegur- inn er verslun, og helir hann iekið stórfeldum breytingum á síðuslu áratugum. Verslunar- mannastéttin er nú orðin svo íjölmeun, að mörgum þykir um of, og virðast menn ekki sækj- ast eftir annari vinnu meira en verslunarstöfum. Iðnaður er hér enn á bernsku- skeiði, en sá visir sem kominn «r, spáir góðu um framhaldandi vöxt og er nú þegar á sumum •sviðum orðinn að arðvænlegri tekjugrein. — Ekki má búast >ið að hér geti þróast eins fjöl- breytt atvinnulíf og í öðrum löndum, þar sem öll skilyrði til þess eru belri. En hvorttveggja er, að nýjir atvinnuvegir geta myndast, og þó einkum hitt, að þeir, sem til eru geta tekið mikl- um breytingum til umbóta og mikið fleiri haft þar atvinnu af en nú er. Ætti það að vera að- alatriðið i atvinnumálum vorum framvegis að lögð yrði áherzla á að umbæta þá atvinnuvegi sem til eru, sem allra mest, svo þeir geti orðið sem öruggastir og arðvænlegastir. Er enginn efi á því, að aðal- atvinnuvegir okkar gætu fram- fleytt miklu fleira fólki en nú er °g afkoman auk þess batnað ^firleitt. T. d. er það öllum Ijóst a° margfalt fleiri gætu lifað hér a; landbúnaði en nú gera og eini»ig miklu betra lífi. En auð- vlt*Ö þarf hann þá að taka nauð- synleg„m breytingum og umbót- um ogverð„r ekki hjáþvíkom- íst að sv0 yerði strax á næstu arum. Sama má að mestu leyti segja um iðnaðinn og einnig nm aðra atvinnuvegi. — En ef vel á að fara, dugir ekki sami kyrk- ingurinn og framkvæmdaleysið og verið hefir. Þetta þarf al- menningi fyrst og fremst að verða ljóst og jafnframt þarf að fullnægja þeim skilyrðum, sem eru grundvallaratriði þess, að menn geti hafist handa svo wm muni. — t Fri GaðrúB GiÉaÉtir, kona Steindórs Björnssonar leik- fimiskennara, lézt snögglega í gær að heimili sinu, Grettisgötu 10. Hún var fædd að Keldum í Mosfellssveit 13. okt. 1891, og var því 34 ára er hún lézt. Guð- rún var sérstaklega góð kona og hvers manns hugljúfi, elsk- uð og virt af öllum, sem kynt- ust henni. Þetta sviplega fráfall kom öllum að óvörum, og er mikill harmur kveðinn að manni hennar og 9 börnum, öllum ungum, ásamt öðrum aðstand- endum. Utan úr heimi. Khöfn, FB., &1. okt. '25. Afskifti Alþjóðsibandalagsin.s af Balkanmálnnam. Símað er trá París, að fram- kvæmdarráð Alþjóðabandalags- ins hafi í hyggju að koma upp gerðardómstól fyrir Balkanrikin, er úrskurði í deilumálum þeirra er upp kunna að koma í fram- tíðinni. Afskifti Alþjóðabanda- lagsins af grisk-búlgörsku þræt- unum og hinni yfirvofandi styrjöld milli þeira, heíir stórum aukið álit Aiþjóðabandalagsins. Briand ðánægðnr með laní- stjórann í Sýrlandi. Simað er frá París, að Briand hóti að fara frá, ef Sarrail sé ekki kallaðnr heim frá Sýrlandi. Æsingarnar i Damaskus gegn Frökkum fara sívaxandi. Borgarastyrjold í Kína. Simað er frá Peking, að borg- arastyrjöld sé hafin viðsvegar um rikið og er orsökin deilur milli landstjóranna. Búsnesknr sendiherra í London. Simað er frá Moskva, að Krassin sé skipaður sendiherra Bússa i London. Grænlandsmálið. III. Nl. Afstaða fslendinga. í nokkrum siðustu tbl. Dag- bl. hefi ég birt viðtal við norska skipstjórann Bendik Mannes, sem nýkominn er frá Grænlandi. Var það eigi sökum þess, að frásögn hans í sjálfu sér væri svo markverð né mikilvæg, held- ur af þeirri ástæðu, að gerðar virðast tilraunir í þá átt að fá oss fslendinga til að trúa því, að Grænland sé hrjóstrugt land og fátækt og einkis virði fyrir oss íslendinga bœði á sjó og landi, — Stingur frásögn Mannes skip- stjóra talsvert í stúf við þessar kenhingar. Parf enginn að ætla, • að Norðmenn sæki þangað vest- ur langa leið og erfiða, ár eftir ár, til þess eins að tapa á útgerð sinni. En sæki þeir þangað góð- an feng og hagnað, er það einn- ig á færi íslendinga, enda geta sjómenn vorir sér hvívetna góð- an orðstír og þqð að makleg- leikum. Eru nú löngu liðnir timar þeir, er menn vœtluðu sér að eignast skip, en enginn kunni að sigla. —

x

Dagblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblað
https://timarit.is/publication/605

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.