Dagblað

Tölublað

Dagblað - 03.11.1925, Blaðsíða 1

Dagblað - 03.11.1925, Blaðsíða 1
Þriðjudag 3. nóvember 1925. kDagfifað I. árgangur. 229. tölublað. EINS og kunnugt er berast að ströndum þessa lands áhrifa- miklir sjávarstraumar úr tveim áttum, annar heitur, hinn kaldur. Þetta er áþreifanlegur sannleikur. Hitt er og ekki síð- ur alkunna, að hingað til lands stefna margir aðrir straumar. Annarsvegar eru það straumar andlegrar og verklegrar menn- ingar, sem flytja yl og gróður að landi, og gætir áhrifanna meir og meir í hverju bygðar- lagi, fjalls og fjöru i milli. Hins- vegar berast einnig til okkar kaldir straumar undirlægju- og apaháttar, ómenningarogsiðleys- is. Aðalgreinar þessara strauma liggja fyrst og fremst tii kaup- túnanna og þó einkum til Reykja- víkur, höfuðstaðarins, og kvíslast héðan yfir og umhverfis landið. Þessutn straumum er misjafn- lega tekið svo sem vænta má, því áhrifin koma brátt i ljós, hin betri og hin lakari. Inst í afdölum og úti um yztu annes gætir áhrifanna, og þess meir, sem samgöngurnar batna og verða hraðstígari. — Eins og sjórinn er straumberi hollu og óhollu, heitu og köldu haf- straumanna, þannig eru menn- Jögartækin og mennirnir sjálfir straumberar andlegra og verk- *egra strauma. Og menningar- tæki þau, sem mestu um valda hvert stefnir, eru fyrst og fremst hinir margvíslegu skólar og mentastofnanir þessalands.kirkj- ur og kennimenn, blöð, bækur, timarit, iþróttafélög og leikfélög,, mannúðarstofnanir og verkleg samtök, hverju nafni sem nefn- ast. Ennfremur heilar stéttir öianna, embættismannastétt og P* ekki sizt stéttir sjómmna og Verslunarmanna, þeirra félög og Irarnkvæmdastjórnir. Yfir öllu þessu standa æðstu menn lands °8 'ýðs, löggjafar og lagaverðir, eins og attavitar eða leiðarstjörn- ur, sem aii}r mæna ósjálfrátt á til leiðbeiningar og leiðréttingar í orði og verki> Mikil skylda hvílir því á herð- um þeirra manna, sem bera og þykjast bera háls og höfuð yfir fjöldann og er því mikið undir því komið, að þeir séu stöðu sinni vaxnir. — Utan úr heimi. Khöfn, FB., 2. nóv. '25. Merkilegar nppgotvanir. Simað er frá Berlin, að þýzk- um vísindamönnum hafi tekist að fullgera þá uppfyndingu, að senda bréf og hverskonar prent- mál þráðlaust ótakmarkaða Ijar- lægð á broti úr sekúndu. T. d. verði hægt að senda skjal frá New-York, láta undirskrifa það og endursenda á sömu mínúta. Þetta á að vera ódýrara en nemur venjulegum póstgjöldum. Álitið er, að hægt verði að senda út kvikmyndir frá einni aðalstöð og sýna sömu kvikmynd sam- tímis í öllum kvikmyndahúsum heimsins. Álitið er að uppgötv- unín muni hafa ákaflega mikla þýðingu fyrir blööin. Herinálaráðherra látinn. Símað er frá Moskva, að Frunze hermálaráðh. sé látinn. Sarrail kallaðar heira. Símað er frú París, að stjórn- in hafi ákveðið að kalla Sarrail heim frá Sýrlandi. Almenn á- nægja yfir þessari ákvörðun hennar. Fiskiveiðar Færeyinga hér við land. Símað er frá Þórshöfn í Fær- eyjum, að ákveðið hafi verið að láta 20 mótorkúttera fara til fs- landsveiða næsta ár. Réttarrannaókn gegn Tyrkjnm. Símað er frá Genf, að Tyrkir reyni að sporna við rannsókn- nm nefndar þeirrar, er sett var til þess að rannsaka hvað hæft væri í fregnum um misþyrm- ingar þeirra á kristnnm mönn- um í Mosul. Rússar vilja eiga vingott við Frakka. Símað er frá París, að Rakov- ski ætli að reyna af öllum mætti að vingast við Frakka og gera París að miðstöð fyrir starfsemi Rússa í Vestur-Evrópu. Fr. Nansen helðnrsrektor við skozkau háskóla. Símað er frá London, að stú- dentar í St. Andrews háskólan- anum í Skotlandi hafi kosið Friðþjóf Nansen rektor. Námuslys í Pýzkalandi. Simað er frá Berlín, að i kolanámu í Westphalen hafi orðið sprenging. Fimtán manns fórust. Nfr hðskðli í Danmörku. Nefnd sem skipuð var fyrir nokkrum árum til að athuga stofnun nýs háskóla, Hefir nú skilað áliti sínu og er sammála um að þörf sé á þessari stofnun. Stúdentafjöldinn við háskól- ann í Kaupmannahöfn er nú orðinn svo mikill, að það þyrfti að stækka hann að mun ef hann á að fullnægja. Pess vegna þyk- ir nú betur við eiga; að fullnægja ósk, sem lengi hefir verið vak- andi meðal Jóta, að stofnaður verði háskóli hjá þeim. Mikill meiri hluti nefndarinnar vill hafa nýja háskólann í Árósum, sem er stærsti bær Jótlands með um 70 þús. íbúa. Sumir vilja hafa hann í Vébjörgum, hinni gömlu höfuðborg Jótlands (íbúar um 15000). Ef háskólinn yrði settur á stofn strax með öllum þeim deildum, sem áætlaðar eru, kost-

x

Dagblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblað
https://timarit.is/publication/605

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.