Dagblað

Tölublað

Dagblað - 03.11.1925, Blaðsíða 3

Dagblað - 03.11.1925, Blaðsíða 3
DAGBLAÐ 3 ur og yrkir við alþýðuhæfi, því hver og einn getur haft full not af kvæðum hans. En mörgum þeim sem meira láta yfir sér mætti gott þykja, ef þeir gæti farið eins vel með mál og efni og jón gerir, Kvæði hans eru flest jafnvel gerð, og er vafamál hvert eigi að velja öðru fremur til að sýna skáldhæfni og yrkis- efni hans, en segja má að engu sé þar ofaukið. — Bókin byrjar á löngu kvæði um átthaga hans, Bláskóga (o: Þingvallasveit), og er það alt ágætlega gert. Skal hér birt fyrsta'erindi þess kvæð- is og tvö hin siðustu: Eygló kyndir elda austur í bláum geimi. Sveit í roða-reifum ris úr döggva-eimi. Jörðin andar ilmi, efstu moldir gróa. Vefur vor að hjarta Veldi blárra skóga. Par skal pjóðin reisa púsund ára borgir, par skal pjóðin sefa púsund ára sorgir; par skal manndáð móta morgun nýrrar aldar, par skal bjargið brjóta bylgjur timans kaldar. Upp frá lægstu leiðum liggja hærri brautir. Móti sól og sumri sigrast aldaprautir. Austrið andar blævi yfir hraun og móa. Vefur vor að hjarta veldi blárra skóga. Þá má minna á kvæði, er hann nefnir »Þorkel þurrafrost«, »Förukonan«, »Þrælar Ingólfs«, »Frerar« o. fl. Um þræla Ing- ólfs segir hann svo í niðurlagi erindisins: En prælarnir fóru par fyrstir um land sem frægt hefir landnemans saga. En spor peirra grófust í gieymskunnar sand um gjörvalla tímanna daga. — Þeir vegsemdir herra síns hófu, en hlut peirra örlögin grófu. — Og enn ganga fótsárir lýðir i leit um langvegu, nætur og daga. En heimurinn ekkert um árangur veit, pví oft er hún gleymin hún saga. — Þeir trúlyndir erja um aldir, en eru pó gleymskunni faldir. Þá eru margar lausavísur á- gætar, og yfirleitt lýsa kvæði hans heilbrigðri lífsskoðun og trúnni á batnandi framtið. Lífið gengur upp og ofan: Þó að ógni aldan há, aftur knörinn réttist. Borðið gefur annað á, út af hinu skvettist. En altaf sér hann birtu að skýja- baki: Þó að myrkrin eflist enn út um löndin víða, vonumdjarfir vökumenn voga dags að bíða. Og: Fljúga bjartir fjöllum hærra sendiboðar sumars. Nokkur eftirmæli eru í bók- inni, og sami mannúðarblærinn og tilgerðarleysið yfir þeim og öðrum kvæðum höf., og er engu i þeirra ofaukið. Frágangur bókarinnar er all- • ur hinn prýðilegasti og pappír- inn ágætur. Er skylt að geta þess, því mjög um of er kastað höndunum til útgáfu sumra bóka, og er það ekki einskis- vert atriði, að til þeirra sé vand- að um prentun og útlit. — Þökk fyrir bókina, Jón! Hún er mörgum kærkomin, og öllum sem lesa hana mun hún verða að góðu. Vésteínn. ■S«niir járnbrantabÓMgslns. — Já! sagði Runnels gremjulega. Hérna hefi ég þrælað árum saman, svo hafi nokkur átt umbætur skilið, þá er það ég. Blakeley er heimskingi — það hefir hann þrásinnis sýnt og sannað. Ég hefi þegar gleymt meiru af járn- brautaþekkingu minni, heldur en hann getur nokkurntíma lært á allri æfi sinni. Hver einasti maður við járnbrautarreksturinn hatar hann, en þeir eru mér allir vinveittir, og hvað sem öllu öðru líður, var búið að lofa mér stöðunni. Þetta er hart fyrir konu mína og litla snáðann. Hann þagnaði til þess að leyna geðshræringu sinni. Runnels var maður mjög blátt áfram, hreinskilinn og fremur alvörugefinn, en hann skorti stælingu og gat ekki borið mótlæti með öðru eins bjartsýni og sjálfstrausti eins og Kirk. — Ég lagði mig allan í þetta starf, og ég í- myndaði mér,. að ég ynni með því þarft verk fyrir fósturlandið. — En annars ætti ég ef til vill ekki að barma mér — þetta hafa aðrir orð- ið að reyna á undan mér, jafnvel menn, sem iagt hafa enn þá meira í sölurnar en ég hefi 8ert. Hvað ætlið þér að gera? Kirk hrökk við. O, ég veit nú ekki. Ég er að hugsa um yður. Þessi staða hefir ekki svo mikið að segja fyrir mig, því ég er nú einu sinni búinn að koma undir mig fótunum, og ég er viss um, að hamingjan er mér holl, — mín vegna geta þeir því vel farið fjandans til með stöðuna mína. En nú skulum við tala um yður. Ég hefi ekki enn þá eytt sérlega miklu af happadrættisvinn- ingum mínum. Það stendur alt saman í bank- anum, nema það sem Allan hefir notað, og helming þess er yður velkomið að fá, ef þér að eins viljið þiggja það. Svo förum við öll saman, þér og konan yðar og barnið og Allan og ég — og enn einn — norður til Bandaríkj- anna og leitum okkur uppi einhverja atvinnu. Hvernig lýst yður á það? Runnels var nokkuð skjálfraddaður, er hann svaraði: — Hamingjan góða! Þér eruð — góðmenni, Anthony. Ég skal íhuga þetta. Hann sneri sér undan, eins og hann blygðaðist sín fyrir að láta í Ijósi geðshræringu sína. Svo spurði hann alt í einu: — Hver er þessi »enn einn«? — Konan min. — Hamingjan góða! Eruð þér giftur? — Nei, en ég ætla að gifta mig. Þér hafið nú talað um yðar sorgir, hlustið þér nú allra snöggvast á minar. Þá munuð þér gráta eins og barn. Svo sagði Kirk honum i stuttu máli frá von- brigðum þeim, er hann hafði orðið fyrir.

x

Dagblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblað
https://timarit.is/publication/605

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.