Dagblað

Tölublað

Dagblað - 04.11.1925, Blaðsíða 1

Dagblað - 04.11.1925, Blaðsíða 1
Miðvikudag 4. nóvember 1925. I. árgangur. 230. tölublað. SAUÐFJÁREIGN bæjarmanna hefir töluvert aukist á síð- ustu árum, og eru þeir nú orðnir margir, sem eiga nokkrar kindur sér til gamans, og sumir 'til nokkurs gagns. Þótt segja megi að sauðfjár- rækt geti ekki talist arðvænleg fyrir bæjarmenn yfirleitt, þá hafa margir af henni töluverð hlunn- indi, auk ánægjunnar, sem þá munaði um að missa. Þótt fjár- hald hér sé auðvitað kostnaðar- samt, vegná óhægrar aðstöðu til heyöflunar og annara fóður- fanga og ýmsra annara örðug- leika viðvíkjandi fjáreigninni, þá er þó ýmislegt sem til felst af fóðri litlu verði keypt, og mundi tii einskis nýtt, ef féð væri ekki til að hirða það. Einnig er á það lítandi, að það er nokkurt menningaratriði að umgangast skepnur og fara vel með þær, og getur verið meira til mann- bóta en alment er álitið. En svo hefir sauðfjáreignin sína agnúa, sem sumir hverjir «ru illir viðskiftis. Mun þar einna verst að eiga við vandræðin um fjárgæzluna haust og vor. Féð er svo að segja alstaðar ófrið- helgt, enda sækir það mjög á tún, og þó einkurn í garða, bæði ^or og haust. Er það oft furðu ásaekið og ilt að verjast þvi, og ^iega það vera góðar og vand- a^ar girðingar, sem eru ugg- lausar urn að halda því. 1 Óueitanlega gerir það oft nokk- nri* skaða, en meira mun þó látið af því en er, og eru sumir furðu skaðasárir, ef þeir telja sig hata orðið fyrir einhverjum skaða af völdum sauðfjárins, þótt þeir hinir sömu skeyti ekk- ert um stærra tap af öðrum or- sökum, — f*að sem sauðfjáreig- ®ftdum er mest til baga, er ^iðhelgin, og að enginn staður skuli vera til, sem hægt er að ^yjtia féð haust og vor. Hér vantar aiveg nógu stórt og gott !and fjárgeymslunnar, þar sem féð gætj verið j frjðj_ Bærinn á nú orðið umráð yfir svo miklu landi, að hægt ætti að vera að taka einhvern hluta þess til fjárgeymslunnar. Mun Geldinganes vera einna heppilegasti staðurinn sem völ er á, og ætti því að athuga hvort ekki væri hægt að nota aðra staði tíl hestageymslu, svo nota mætti Geldinganes eingöngu fyrir sauðfé bæjarmanna haust og vor. Mundi mörgum verða til hagsbóta, að eiga þannig vísan stað fyrir kindur sínar, og losna um leið við þá erfið- leika, sem nú eru vegna vönt- unar á ákveðnu fjárlandi. Gæti það einnig orðið til þess, að fleiri sæi sér fært að hafa nokkr- ar kindur sér til gagns og á- nægju, og er töluvert vinnandi til þess að svo gæti orðið. -m. -n. Utan úr heiml. Khöfn, FB., 4. nóv. ’25. Álþjóðahandalagið vex í áliti. Símað er frá Stokchólmi, að Undin utanríkismálaráðherra sé kominn heim af Alþjóðabanda- lagsfundinum. Fullyrðir hann, að viðspornun grísk-búlgarska stríðsins sé stórsigur fyrir bandal. Skuldasamningar. Simað er frá Washington, að ítölsk ,nefnd sé þangað komin til þess að semja um skuldir Ítalíu við Bandaríkin. Almenn- ingur er sáróánægður yflr því, að ekki náðist samkomulag við Frakka á dögunum. Hættnlegor farþegi. Simað er frá Prag, að vit- skertur flugvélarfarþegi hafi ráð- ist á flugmanninn í háa lofti. Flugmaðurinn hélt honum með annari hendi, en stýiði með hinni, og kom flugvélinni ó- skaddaðri til jarðar. Bæningjaflokkar í Sýrlandi. Símað er frá Damaskus, að fjölmennir ræningjaflokkar herji víðsvegar um landið, stela og brenna og eru ákaflega erfiðir viðfangs. cJs/anó. Island, stolie, jrie Nord, skönneste Sted paa Jord. Du er Fremtidens Land, en 0 saa rig og stor, hvor mœgtige Krœfter gror. Blandt Stjernernes Vrimmel paa den frostklare Himmel det ftammende Nordlgs \ tindrer paa Fjeldloppens ls. Her er Nordens Paradis. Et vildt brusende Vœld fra det snedœkte Fjœld og den skummende Fos med Strömhvirvlen fölger til Havdgbets Bölger. Den Igse Sommernat af Storm og Is forladt. Nalurens ensomhed er som en Elskovsdröm, gennem Luftens milde Ström. Der er higende Mod i vort Vikingeblod og den voksende Ö varsler grgende Sommer, varsler Island som kommer. H. H. Kvæði þetta er orkt af ung- um manni, Hannesi syni Gunn- ars Hafstein fyrv. bankasljóra í Færeyjum. Hefir hann hlotið danskt uppeldi, og er þvi ekki svo fær í íslenzku, að hann treystist til að nota hana í bundnu máli. Hannes hefir dvalið hér í bænum um hríð, en fer nú heimleiðis með Lyru á morgun.

x

Dagblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblað
https://timarit.is/publication/605

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.