Dagblað

Issue

Dagblað - 05.11.1925, Page 1

Dagblað - 05.11.1925, Page 1
GANGUR getur varla talist til íþrótta eftir venjulegri merkingu íþróttahugtaksins, en samt er það svo, að mikill munur er á því hvernig menn ganga, og er sönnu næst að hraður og fallegur gangur getur einmitt talist til íþrótta, og er jafnvel ekki sú sizta. Mikill mun- ur er á gangi manna og göngu- lagi og er ekkert skylt um gang margra nema nafnið eitt. Það þarf enga sérstaka athyglisgáfu til að sjá hinn afarmikla mis- mun á ganglagi manna. Sumir drattast þunglamalega áfram eins og þeir beri allan heiminn á herðum sér, en aðrir ganga létt og rösklega, og virðast enga ósýni- lega þyngslabyrði hafa að bera. í umferð á almannafæri gætir þessa mismunar mjög mikið og koma þar greinilegast í Ijós yfirburðir röskva og fallega göngulagsins. — Að mestu leyti er það komið af vana hvernig menn ganga og á þar við eins og oftar, að það sem »ungur nemur gamal tem- ur«. Er því mikilsvert að börn- in læri sem fyrst fallegan gang og þarf eftirlit um, að þau af- skræmi ekki ganglagið með ýmsum kækjum, sem síðar verða svo að ávana er fylgir þeim oft- ast alla þeirra æfi. Hægfara hengilmænuháttur er mjög ljótur i ganglagi manna og situr oft alt annan svip á menn, en þeir hafa í raun og veru. Að nokkru fer gangur eftir skapgerð manna, en samt mun vaninn ráða þar mestu um, og þó einkum óþjálf- að ganglag barnanna. Sumir á- lita, að það sé aukaatriði hvernig menn ganga, bara ef þeir kom- ®st leiðar sinnar, en slíkt er annaðhvort heimska eða þekk- lngarleysi, því gangur, eins og aðrar athafnir, hafa óbeinlínis áhrif á Hðan manna og sálarlíf. Svo er annað sem flestir van- rækja mjög um of, en það eru gönguferðir. Öllum er holl að hafa töluverðan gang, en þó er það einkum nauðsynlegt þeim, sem stunda innivinnu og hafa miklar kyrsetur. — Er það góð regla að taka sér gönguferð eitt- hvað út úr bænum, (eða um hann), annaðhvort kvölds eða morgna, og finna þeir bezt hvers virði það er, sem hafa það að fastri reglu. En furðu fáir eru þeir, sem notfæra sér þessa ó- dýru og auðveldu heilsubót. Þarf hér tvent að verða: að menn temji sér betra og fallegra göngulag en nú er almennast, og að sem flestir geri sér göngu- ferðir að fastri reglu, og myndi það mörgum verða að góðu. Utan úr heimi. Khöfn, FB., 4. nóv. ’25. Painlere valtur í sessi. Símað er frá París, að stjórn- ardagar Painleve muni bráðum taldir Sovialistar hafa ákveðið að stiðja hann ekki lengur, vegna þess að flestir þeirra vilja hætta við, eða að minsta kosti takmarka, styrjöldina i Sýrlandi og Marokkó. í Marokkó er enn barist. Trotski — Frunze — Trotski. Slmað er frá Moskwa. að gert sé ráð fyrir því, að Trotski verði eftirmaður Frunze. (Frunze var eftirmaður Trotski og tók við embætti hans í fyrra þegar honum var »vikið frá«. En eftir skeytinu að dæma virðist hann hafa fengið fulla uppreisn, úr því hann á aftur að taka við sinu fyrra embætti). Terkfall meðal austurríkshra embættismanna. Simað er frá Vínarborg, að helmingur austurrískra embættis- manna hafi gert verkfall, að undanteknum járnbrautar og póstmönnum. Verkfallið á rót sina að rekja til launaþræta, Öllum ráðuneytum lokað. Borg- in er brauðlaus. Snjóþyngsli í Noregi. Símað er frá Osló, að ákaf- leg snjóþyngsli séu víða í landinu og umferðateppa. ísland og Grænland. Á örstuttum tíma hafa orðið miklir atburðir um Grænlands- málið. Heimsálitið er að vakna. Noregur vill styðja ísland. Heima meðal íslendinga má fullyrða að almenningur hefir nú fengið skilning á því, að vér höfum rétt til landsins, og að vér verð- um að fylgja honum fram. Eng- land hefir þegar áskilið sér beztu kjör meðal þjóðanna um að- göngu og notkunarrétt til auð- æfanna í Grænlandi, og er það sérstaklega markvert fyrir oss, að Danir bafa sjálfir í samning- um sínum við England áskilið íslendingum forgangsrétt fram yfir regluna nm aðstöðu annara þjóða, er sæta þó beztu kjörum. Með öðrum orðum: Græn- landsmálið er komið á dagskrá heimsins og lokuðu hurðinni er hrundið upp. Allur fyrirslátt- ur um það, að Grænland sé ó- nothæft og óbyggilegt, er nú orðinn ómögulegur. Hið vold- uga, frjósama og fagra ættland íslendinga er nú opnað af Dön- um sjálfum, og er það að miklu leyti að þakka því, sem íslenzk blöð og tímarit hafa lagt til um málið á siðustu árum. Þýðingarmesta atriðið er ein- hljóða ákvörðun síðasta Alþing- is á sameinuðum fundi um það, að safna skuli og leggja fram þau sönnunargögn, sem föng eru á til ákvörðunar um stöðu Grænlands að alþjóðarrétti. — Nefnd sú, sem kosin var af Al- þingi í þessu skyni, mun eflaust koma málinu fram á komandi

x

Dagblað

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblað
https://timarit.is/publication/605

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.