Dagblað

Tölublað

Dagblað - 05.11.1925, Blaðsíða 3

Dagblað - 05.11.1925, Blaðsíða 3
DAGB LAÐ 3 V eðurspár. Amerískur veðurfræðingur í Washington. H. J. Brown að nafni, hefir spáð því, að næsta ár verði ekkert sumar. Það muni verða samskonar árferði eins og árið 1816, og þar af leiðandi muni uppskeran í heiminum verða mjög lítil. Forstjóri norsku veðurfræðis- stofnunarinnar, direktör Hassél- lerg, hefir verið spurður um á- lit sitt á spádómi þessum. Hann svarar á þessa leið; Ummæli þessi eru bygð á rann- sókninni á »sólar-aktiviíeten«, og frá því sjónarmiði má telja, að þau hafi »nokkuð fyrir sér«. Sólar-aktivitelen hefir þverrað mjög á seinni árum, og eru nokkur ár síðan það byrjaði. Við það verður sólarhitinn nokk- uð minni en áður. Telur því ameriski veðurfræðingurinn, að sumrin muni verða kaldari. En þetta er annars vafasamt reikningsdæmi. Nansen og Hel- land-Hansen hafa komist að annari niðurstöðu. Telja þeir, að minni sólar-aktivitet muni valda minni hreyfingu á gufu- hvolfinu. Það verði eigi eins stormasamt og áður. Þar sem norðanvindar séu tiðaslir verði lygnara, og þar afleiðandi hlýrra í veðri. Aftur á móti snýr öfugt við á þeim stöðum jarðar þar sem sunnanvindar eru tíðastir. Er ekki ólíklegt, að hið ein- kennilega veðurfar hér um slóðir síöustu missirin kunni að stafa af breytingu þessari. óvenju harður vetur á Norðurlöndnm. Um miðjan síðastl. mánuð var svo mikil fannkoma í Svíþjóð að tafði mjög allar samgöngur. Símar slitnuðu víða, og öll um- ferð sporvagna í Stockhólmi varð að hætta, þar eð raforkuleiðsl- an slitnaði. — Um sama leyti var ekið á sleðum á götunum i Boden í Noregi — (á líku breiddarstigi og Siglufjörður). í Raumsdal var svo kalt, að fjörðinn lagði, svo tafði fyrir skipagöngum. Hefir það eigi áður komið fyrirf manna minnum á þessum tíma árs. Helgidagahaíd fyr og rtú. Frh. Jón Halldórsson trésmíða- meistari kvað það hneykslan- legt, að heyra börn og ung- linga æpandi á götum úti á helgum, og um hámessutímann bjóðandi blöð og bækur og alls- konar ritsmíðar. Það væri sær- andi fyrir velsæmistilfinningu hvers manns, og auk þessa ó- hollur vani unglingum. Skoraði hann fastlega á foreldra og að- standendur barnanna, að koma í í veg fyrir þenna ósóma og banna slíkt athæfi. — »Man ég mína æfi aðra, og fleiri, sem eru á mínu reki, þegar þeir sem heima sátu og ekki fóru til kirkju á helgum degi, höfðu húslestra um hönd, og gömlu konurnar snertu ekki prjóna sina fyr en eftir miðaftan«. Séra6 Bjarni Jónsson dóm- kirkjuprestur benti á þann mikla mun nú og fyr á helgi og kyrð hvíldardagsins. Á föstudaginn langa og á stórhátíðum var sér- stakur helgiblær ríkjandi. »Veiztu ekki hvaða dagur er í dag?« Sannr járnbrantakóngsins. þakka, býst ég við, þó ég sleppi þessu alveg, og að mínum hluta ætla ég að gera það. Hann tók þegar að framkvæma áætlanir sin- ar. Fyrst leigði hann herbergi á Tívolí-hótelinu, og hann sá um að ná i herbergi, sem var í fyr^tu hæð í norðurálmunni. Sama kvöldið fluttu þeir Allan. Það var í sjálfu sér daglegur við- burður, en samt fanst honum, sem nú tækist hann á hendur örlagaþyngstu athöfnina á æfi sinni. Það var að miklu leyti undir Runnels komið, hver leikslokin yrðu, en þó enn þá tneira undir honum sjálfum. Svo mjög í raun og veru, að er hann athugaði málið með ró og stillingu, varð hann að játa það fyrir sjájfum sér, að litlar vóru líkur til þess, að úrslit máls- ins yrðu heppileg. En samt sem áður hélt hann sér dauöahaldi í vonina þótt veik væri. Runnels símaði til hans seinna um kvöldið, og sagðist hafa lokið sínum hluta ætlunarverks- ins. Var því eigi annað að gera en að bíða kvöldsins, er dansleikinn átti að halda. Hvað eftir annað spurði Kirk sjálfan sig, k^ort það væri ekki eintóm heimska að hanga i svona veikri von, en hann gat aldrei fundið svar Yið spurningu sinni. Honum sofnaðist illa a n^ja staðnum, og laugardagsmorguninn vakn- aði hann með það í huga, að eftir fáeinar klukkustundir mundi hann standa á mikilvæg- ustu tímamótum æfi sinnar. Skömmu eftir að tekið var að rökkva á laug- ardaginn, fékk ameríski ræðismaðurinn i Colon, John Weeks, heimsókn af manni, sem kom beint frá póstskipinu, er nýkomið var inn á höfnina. Weeks virtist i fljótu bragði ekkert markvert við manninn. Hann var tilkomulaus á að líta, augun mjólkur-blá og sljó. Er hann tók ofan hattinn, sást stórt hvítt ör, er lá frá gagnauganu og aftur fyrir hægra eyra. Þetta var lika hið eina sérkennilega við manninn. Hann kynti sig og kvaðst heita Williams, og ræðismaðurinn var alveg jafnnær fyrir það. Meðan hann dreypti á einu stóra brennivins- staupinu hjá Weeks, spurðist hann fyrir um ýmislegt, um landið, veðurlagið, þjóðina o.s.frv. án þess að virðast hafa nokkurn asa á sér með að skýra frá erindi sínu. Weeks hafði vakandi auga á manninum, og komst smámsaman að þeirri niðurstöðu, að sér hefði skjátlast í'áliti sinu á manninum, og að hann myndi vita meira, heldur en hann vildi láta í ljós, þrátt fyrir hina hóflausu gætni, er hann skýldi sér með. Willams virti feita ræðismanninn rækilega fyrir sér, og er hann þóttist hafa komist að því hvað i honum byggi, sagði hann blátt áfram: í

x

Dagblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblað
https://timarit.is/publication/605

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.