Dagblað

Útgáva

Dagblað - 09.11.1925, Síða 1

Dagblað - 09.11.1925, Síða 1
Mánudag 9. nóvember Í925. I. árgangur. 234. tölublað. MIKIÐ hefir Yerið talað nm lúsina hér i Barnaskólanum og oft á hana minst. Er það ekki að ástæðulausu þótt meira hafi þar oft Terið orð á gert en efni stóðu til. Mun þar víðar vera pottur brotinn, en um það vantar allar skýrslur, og því ekki hægt að segja hvort ástandið sé verra hér en annar- staðar, en ólfklegt er, að svo sé. a. m. k. hlutfallsl. við fólksfjölda. Læknisskoðunin á barnaskóla- börnunum og heilbrigðiseftirlitið með þeim, er af mörgum talið kák og jafnvel einkis virði. Telja má víst að henni sé í ýmsu ábótavant og er öll þörf á að hún gæti orðið svo góð að full- nægjandi sé. En þess er ekki að vænta meðan öll aðstaða til iæknisskoðunar og eftirlits er jafn erfið og nú á sér stað, og hluttaka almennings til nauð- synlegustu þrifnaðarráðstafana er jafn lítil og raun er á. Má ekki búast við, að skóla- læknir með slæma aðstöðu og takmarkað valdsvið, geti í fljótu hragði bætt úr öllum ágöllum á nauðsynlegum þrifnaði mörg hundruð skólabarna. Töluvert hefir honum samt orðið ágengt og er ekki að efa, að hann hefir leyst verk sitt eins vel af hendi og hægt var, enda ber skóla- skýrslan það með sér, að hann hefir lagt mikla alúð við starf sitt. — Hreinlæti margra heim- ila er auðvitað í ýmsu ábóta- vant, og bera börnin þess glögg merki. Einhver andstyggilegasti óþrifnaðurinn er lúsin og verst við hana að fást. Hlutfallstölur lúsugra skólabarna eru ennþá alt of háar, og verður með ein- bverjum ráðum að hefja þá her- ferð á hendur lúsinni, sem um mQuar. Eru það fyrst og fremst heimilin, sem verða þar að hefj- ast handa, en komi viðleitni þeirra ekki að fullum notum verður að beita öðrum ráðum °g róttækari til útrýmingar þess- Um landlæga óþrifnaði. Pegar óbundin viðleitni dugir ekki til framkvæmdar verður valdboð að koma í stað sjálf- ræðisins. Eftir fenginni reynslu má búast við slík lagaákvæði þurfi til þessara nauðsynlegu þrifnaðarumbóta, og mættum við þar taka dæmi Englendinga okkur til fyrirmyndar. Utan úr heimi. Khöfn, FB., 8. nóv. ’25. Frá Ítalín. Símað er frá Rómaborg, að klukkum hafi verið hringt um gervalt rikið i tilefni af því, að upp komst um samsærið gegn Mussolini. Zanibeni ætlaði að skjóta Mussolini aftan frá á fundi nokkurum í Rómaborg. Fascistablöð eru ákaflega æst og fullyrða að ef Mussolini hefði verið myrtur hefði öll Ítalía verið roðin blóði andstæðing- anna. Tollstrfð milli Spánverja og Pjóðverja. Simað er frá Madrid að versl- unarsamningar milli Pjóðverja og Spánverja hafi farið i handa- skolum. Stjórnin hefir lýst versl- unarstríði á hendur Pjóðverjum. Tollur á innfluttum þýskum vörum hefir verið hækkaður um 80*/• Sakauppgjöf. Símað er frá Osló, að ákveð- ið hafi verið í ríkisráðinu í gær, að stórþingsmenn ráðstjórnar- sinna, Tranmæl, Olsen og Hag- en og enn fremur ritstjórinn Claussen verði náðaðir Herra Borch hefir veriö settur sendiherra Dana hér í staö Fonte- nay, sem fengið hefir nokknrra mán- aða orlof. Kom hann hingað með íslandi i gær, ásamt fjölskyldu sinni. Leikir ogleikhús. Frh. Svo mikil áhrif hafði Holberg á samtíð sína í Kaupmannahöfn, stjórnendur og konung, að 1743 var bygt fyrsta konunglega leik- húsið í Höfn. Það var mjög fögur bygging, sem Eigtved reisti þar. En leiksviö var of lítið. Siðan hefir konunglega leikhúsið verið bygt aftur og aftur. 1870 var leiksvið mjög stórt og rúm- gott, en áhorfendaplássið var fremur lítið. Danir sögðu þá fyndni um það, að það væri afturpartur, sem vantaði fram- partinn. Hver stofnun er í sjálfu sér fyrst og fremst mennirnir, sem hana reka, og kgl. leikhús- ið vantaði hvorki leikara, né leikskáld, þegar fram í sötti. Litlu eftir 1800 byrjaði Öhlenschlæger, að yrkja bæði sorgarleiki og gleðileiki. Fyrir 1800 voru það þeir Wessel og Ewald, sem rit- uðu fyrir leikhúsið, jafnframt öðrum skáldritum, sem þeir sömdu. Henrik Hertz, sem samdi fjölda leikrita, oftast kýmilegs efnis, kom fram á síðari dögum Öhlenschlægers. Þá kom fram Johan Ludvig Heiberg, Carsten Hauch, og um 1850 kom Ho- strup okkar elskulegi, sem hefir meðal annars samið »Æfintýri á gönguför«. Hér á landi hefir margt verið leikið eftir hann, og þó leikfélög bæjarins hafi inn- leitt að leika »Æfintýrið«, þá eiga latinuskólapiltar heiðurinn fyrir það, að hafa orðið fyrstir til með að koma upp ýmsum hinum leikritum hans. Á síðari árum hafa jafnvel íslezkir leikr.- höfundar, sem við höfum sýnthér og leikið, haldið innreið sina á kgl. leikhúsið, eins og þeir Jó- hann Sigurjónsson og G. Kamban. Frá 1771 til ’72 hafði leik- húsið verið styrkt af konungi sjálfum, og var þess vegna reglu- legt konungsleikhús. En eftir að Friðrik VII. varð konungur, varð

x

Dagblað

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblað
https://timarit.is/publication/605

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.