Dagblað

Tölublað

Dagblað - 10.11.1925, Blaðsíða 1

Dagblað - 10.11.1925, Blaðsíða 1
FLESTUM þykja álögur hér á landi nægilega þungar, og víst er um það, að útsvör og skattgreiðslur alskonar hafa orðið mönnum hér í höfuðstaðn- um erfiðar undanfarin ár. Ofan á geysiháa vexti af skuldabyrði ófriðaráranna og alskyns axar- sköftum, hafa hlaðist tollarmarg- víslegir af munaðar og óhófs- varningi. en einnig af nauðsynja- vörum. — Margir, því miður alt of margir, hafa farið með vertíðar- og sumarkaup sitt á örstuttum tíma í nautnavöru af ýmsu tagi. Með því hafa þeir spilt heilsu sinni, svift þjóðfé- lagið kröftum sínum að nokkru og ausið út úr landinu sparifé sínu, sem annars hefði orðið til að auka framleiðslu og draga að miklum mun úr dýrtíð lands- manna. Þetta hefir meðfram orð- ið þess valdandi, að tollur á □auðsynjum hefir þótt óuthflýjan- legur. — Margur heimilisfaðir- inn, sem ekki hefir haft annað fram að leggja en daglegt strit sitt, hefir oft verið áhyggjutullur út af afkomunni. Há húsaleiga, dýr lífsbjörg og þungar álögur hafa dregið kjark úr mörgum efnilegum athafnamanni. Og þótt hann, að nafninu til, hafi setið f sjálfs síns eign, þá hafa tekj- ur haus tiðum ekki hrokkið til fyrir útgjöldum í ýmsar áttir. Samhliða óbeinum sköttum og tollum, koma bein útgjöld til hins opinbera, og þau eru ekki léttust í vöfunum. Að vísu má segja, að undanfarin misseri hafi atvinna verið með mesta móti, og samfeldari en venja er til. Þó mun reynzlan víða hafa orðið sú, að gamlar skuldir og álögur hafa gleypt það sem íram yfir var nauðsynleg, dag- *eg útgjöld. — Greiðsla útsvars °8 opinbtrra skatta hefir hjá sumum dregist fram undir vet- urnætur> en þá kemur að skulda- dögunum> Skattinn verður að greiða, að öðrum kosti er lög- iak óumflýjaniegt. — Ekki ber því að neita, að margir hafa að óþörfu dregið að greiða skatta sína til bæjarfélagsins hér. Því var það ráð upptekið að íþyngja þeim með dráttarvöxtum. Hafa því margir getumenn og gróða- félög skammast sín og greitt skatta sína i tæka tið, til að forðast aukin útgjöld, og má því vafalaust telja þessa tilhögun til bóta þar sem í hlut eiga aðrir en bjargálnamenn. En gagnvart þeim mönnum, er þessi aðferð til aukinnar bölvunar og áníðslu. Önnur aðferð er betri. Hún er sú, að innheimta útsvör og skatta i smáhlutum. Mætti jafn- vel hafa gjalddaga 8 sinnum á ári, en gera mönnum þá jafn- framt að sjálfsagðri skyldu að greiða skattana á ákveðnum stað, og án þess, að eftir þeim sé stranglega gengið. Pessi gjaldmáti yrði happa- drýgri og mun vinsælli en drátt- arvextirnir, og gefst Dagblaðinu væntanlega síðar tilefni til að rökstyðja þá skoðun nánar. Útan úr heimi. Khöfn, FB., 9. nóv. ’25. Brezkir jafnaðarmenn. Simað er frá London, að fyr- verandi fjármálaráðherra Snow- den hafi sagt i viðtali við frétta- ritara danska Socialdemokraten, að brezki verkamannaflokkurinn sé gerólikur ráðstjórnarsinna- flokknum og samvinna við hann algerlega útilokuð. »Ríkiserflngi íslands«. Símað er frá New-York, að þátttakendur í för Grettis Al- garsonar skýri frá því, að hann hefði hegðað sér eins og brjál- aður maður. Kvað hann sig vera rikiserfingja íslands og eiga höll, er héti Akureyri. Hefði hann þar 3000 vopnaða ber- serki, og þar hefði hann oftlega tekið á móti konungi Dana. Málaði hann einnig íslenzkan fána á skipshlið og hneykslaði með því hina brezku áhöfn. Eftirmaðnr Frunze. Simað er frá Moskva, að eft- irmaður Frunze sé Voreshilow. (þetta er þriðja tilkynningin á hver sé eftitmaður Frunze). Nýr nefskattnr á Frakka. Simað er frá París, að Pain- levé hafi í hyggju að leggja á 20 franka nefskatt, er verja á til afborgunar rikisskulda. Grænlandsmálið. „Forgangsréttindi íslendinga“. Pað er vel gert af Dagbl., að halda máli þessu vakandi, því hér heima fyrir viröast fáir ljá því fylgi opinberlega. Er það þó víst, að Grænlandsmálið á rík- ari ítök í hjörtum vorum held- ur en vér í fljótu bragði gerum oss ljóst. Og vel er það. Sú meðfædda erfðakend verður von- andi til þess að draga oss upp úr því hyldýpi áhugaleysis og skilningsleysis, sem vér nú liggj- um limlestir í um allfiest þjóðar- og þjóðræknismál vor, þrátt fyr- ir alt sjálfstæðið og gjafraildi Dana af Guðs náð. Greiu Einars Benediktssonar, sem Dagbl. flutti 5. þ. m., er vel til þess fallin að halda augum vorum opnum. Er hún sérstak- lega vel hæfur vökustaur til þess að halda opnum augum væru- kærra stjórnarvalda og nær- sýnna. — Dagbl. hefir fyrir skömmu minst á það, er E. B. drepur á i grein sinni, að Danir hafi gert samninga við Englend- inga um að veita þeim beztu kjör meðal þjóðanna um »not- kunarrétt til auðæfanna á Græn-

x

Dagblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblað
https://timarit.is/publication/605

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.