Dagblað

Tölublað

Dagblað - 10.11.1925, Blaðsíða 3

Dagblað - 10.11.1925, Blaðsíða 3
DAGB LAÐ 3 Friðun helgidagsins. Ég sé að Dagblaðið hefir ver- ið að segja frá Safnaðarfundin- um í október. En ég geri ekki ráð fyrir, að getið verði um það, sem ekki gerðist, og því ætla ég að minnast lítið eitt á það, sem gera mátti en ekki var gert, Á helgidögum er öll sala í búðum bönnuð, en þó er þeim mjög mörgum haldið opnum frá kl. 9 árd. til 10 og 11 siðd. og á ég hér við brauð- og mjólk- urbúðirnar. — Hversu lengi á sá ósiður að haldast, að þær búðir séu hafðar opnar alla daga jafnt? Engin brauð eru bökuð á sunnudögum, og því getur fólk- ið ekki keypt brauðin á laugar- dögum, eins og á sunnudögum? Því þau verða ekki nýrri þó þau séu geymd í búðinni fram á sunnudag. Brauðverslun er nú orðin svo mikil hér í borginni og mörgu fólki er haldið inni- lokuðu við þessa verslun, og það að óþörfu. Er full ástæða til að banna þessa verslun, sem aðrar. Um mjólkina er það að segja, að nægilegt væri að hafa mjólkurbúðir opnar 1—2 kl.tima á dag, en þá ætti að banna sölu á brauðum i þeim búðum, enda væri full þörf á að athuga mjólkurbúðir, sem selja nú orðið allar mögulegar vörur, jafnt helgidaga sem rúm- helga. — Annað var það, sem ekki var nefnt á þessum merkilega fundi. Það er drykkjuskapurinn á helgi- dögum. Mikið er drukkið i þess- um bæ, en aldrei ber eins mikið á þvi og á helgidögum. þá ganga menn og konur í slórhópum um göturnar, slagandi, æpandi og syngjandi, byrjandi á morgn- ana og vaxandi eftir því sem á daginn líður. Væri því ekki rétt, svo »skikkanlegt« fólk gæti fárið ferða sinna í friði, að sópa þessum ruslara-lýð af götunum og inn í einhvern haldgóðann stað, a. m. k. yfir helgina. Þeir sem ekki hafa annað betra að gera við helgidaginn, væru bezt komnir í »steininum«, og þótt þeir verði sjálfum sér til skamm- ar eru þeir þá ekki öðrum til leiðinda. — Á þessa sunnudagá- vinnu mintust ekki prestar eða leikmanna-foringjar þar, sem þarna voru samankomnir. — Ekki heldur mintust þeir á vin- verslun í lyfjabúðunum, ölknæp- urnar við Laugaveginn eða snapsasöluna við höfnina, sem öll blómgast alla daga vel, en þó bezt á sunnudögum. _____ 9- H. Tilkynning frá TaiUélajfi lívíUur. Rvik, FB 8. nóv. ’25. t morgun komu hingað leikir frá Norðmönnum á báðum borðunum: Á borði I var 7. leikur þeirra (svart) e7—-eö. Á borði II. var 7. leikur þeirra (hvítt) f2-f4. Rvík, FB. 9. nóv.. ’25. í gærkveldi voru sendir héð- an leikir á báðum borðum: Á borði I var 8. leikur ísl. (hvitt) d4xe5. Á borði II var 7. leikur ísl. (svart^ Bd8xRe5. Verkíallinu lokið í Y.m.-eyjum. Vestm.eyjum, FB., 9. nóv. ’25 Kaupdeilunni lokið að sinni. — Gunnar Ólafsson & Co greiða framvegis kauptaxta Verkam.fél. Sunnr járnbrnntahóngBlns. ingar. JÞetta verður einskonar pólitísk móttöku- veizla handa honum. — Já, það hefi ég líka haldið. — t*að leit út fyrir kosningabaráttu milli hans og general Alfarez, en nú hafa þeir komið sér saman, og hershöfðinginn hefir dregið sig í hlé. Garavel fær hamingjuóskir og stuðning Samúels frænda.1) Það er annars furðulegt fyrirbrigði, þessi alþjóða-itök, eða finst yður ekki það? — Afsakið mig allra snöggvast. Kirk varð þess var, að Runnels horfði á- hyggjúfullur í kringum sig í herberginu. Hann flýtti sér til hans og spurði ákafur: — Hafið þér náð í hann? — Já, já. Ég lét hann fara inn í yðar her- bergi. — Lokuðuð þér hann inni? — Nei, hvers vegna átti ég að gera það? — Hann gæti fundið upp á þvf að fara aftur. -— O, sei, sei, nei, hann fer hvergi. En er Rán komin? Kirk hristi höfuðið. — Nei. Ég er svo órólegur. Hann þerraði svitann af enninu með skjálf- andi hendi. 1) Oncle Sam = Bandarikin. — Látið endilega ekki hugfallast, sagði Run- nels i hughreystingarskyni. Ég fer nú að trúa því, að yður ætli að hepnast þetta. Ég hefi sagt konu minni alt saman — ég á við að við þurf- um ef til vill á aðstoð hennar að halda — og hún ætlaði alveg að ganga af göflunum. Ég hefi aldrei séð hana í annari eins geðshræringu. Látið mig vita sem allra fyrst, hver danzinn það verður. þessi bið--------jæja, þarna koma þau! Setlu nú skrið á, karl minn! í þessu kom hópur manna inn i salinn. Það var Garavel og dóttir hans, Ramón Alfarez og Cortlandtshjónin/ Kirk var bleikur í andliti, er hann gekk fram á móti þeim, en hann herti upp hugann og brosti djarfmannlega. Hann heilsaði hjónunum með handabandi, hneigði sig fyrir Gertrudis, og sneri sér svo aö föður hennar, sem horfði hvatskeytlega á hann. — óet ég fengið að tala fáein orð við yður, herra Garavel? — Garavel hneigði sig til samþykkis, en sagði ekkert. Er þeir voru komnir dálítið afsiðis, mælti hann: — Þetta er tæplega réttur tími eöa staður, herra Anthony. — O, ég ætla mér ekki að fara að fitja upp á illdeilum. Ég svaraði ekki bréfi yðar, þar eð ég hugsaði mér, að þar til væri engu að svara.

x

Dagblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblað
https://timarit.is/publication/605

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.