Dagblað

Issue

Dagblað - 11.11.1925, Page 1

Dagblað - 11.11.1925, Page 1
Miðvikudag 11. nóvember 1925. I. árgangur. 236. tölublað. MENNINGARBRAGUR þjóð- arinnar lýsir sér meðal annars í nafnavali hennar er um einstaklingsheiti er að ræða. Eiginheiti manna eru margvísleg og óskyld að upp- runa, og eru sum þeirra sann- nefnd skripanöfn og öllum til ieiðinda, bæði þeim, sem bera þau og heyra þau nefnd. Um eitt skeið var óþjóðlega nafnavalið veruleg landplága og bera margir merki þess enn í dag. Fjöldi manna verður nauð- ugur viljugur að rogast með þyngslabyrði málskemdarnafna alla sína æfi, og vita þeir bezt, sem fyrir því verða, hve þægi- legt er að draga þann drösul á eftir sér alla tíð. Reyndar eru nokkrir, sem ekki finna til mál- skemdar skrípanafnanna og telja sér jafnvel til tekna sérkennin og afglapaháttinn, sem þeim er samfara. En flestir munu þeir samt vera, sem betur fer, er ekki þykir sinn nafn-hlutur góð- ur ef hann er gagnstæður eðli tungunnar og óbrjáluðum mál- smekk almennings. Einhver lagaákvæði munu vera til, sem leggja prestunum Iþá skyldu á herðar, að hlutast til um, að börn sé ekki skýrð mjög afkáralegum nöfnum. En annaðhvort er, að þau fyrirmæli eru ekki nógu ákveðin, eða að prestarnir láta sig nafnavalið litlu skifta, því ekki ber það ósjaldan við, að börnin eru skýrð réttnefndum skrípanöfnum, og jafnvel mörgum saman. Nöfn margra manna eru til verulegra málskemda og bera engan vott fegurðarsmekks eða virðingar fyrir þjóðlegum nafna- sið. Er heldur ekki að búast við, að almenningur sé mjög athugull né réttdæminn í nafna- ^ali þegar margir »fyrirmanna« Þjóðarinnar skreyta sig með að- *eögnum taglhnýtingum og af- öeita oftast um leið faðerni sínu. ^flarnöfnin væru sýnu skárri ef menn sleptu ekki föðurnafni sínu, og héldu áfram að vera synir feðra sinna, þótt þeir bættu við sig ættarnafni »til að punta upp á persónuna«, eins og ein- hver hefir orðað það. Fleirnefnin eru einnig óþörf og gagnstæð islenzkri málvenju og nafnasið. Eru þau því verri, sem fleiri ónefni og skrípanöfn fara saman, og sýnir það mjög greinilega brjálaðan málsmekk og enga tilfinningu fyrir hag- kvæmni né þjóölegum venjum. t*að ætti að vera öllum vitan- legt, að h,verjum einum dugar eitt nafn og er heldur aldrei nefndur nema einu þeirra. Fylgi- nöfnin koma því aldrei að neinu gagm nema til eyðufyllingar kirkjubókanna eða opinberra skýrslna. Enginn verður keisari fyrir það eitt, að heita Alexander, eða Napóleon, og dugar ekki til að hann heiti þeim báðum og fleiri keisaranöfnum, og enginn verður heldur meiri maður vegna þess eins, að bera mörg nöfn. Það er svo með nafnavalið, eins og svo margt annað í »ný- menningu« samtímans, að þjóð- legar venjur og óbrjálaður feg- urðarsmekkur verða að þoka um set fyrir ýmsum uppskafn- ingshætti og tískutildri. Aldagamlar málvenjur og þjóð- leg nöfn eru afskræmd og lítils- virt og er nú orðið furðumargt íslenzkt fólk, sem ber aðals- merki apaháttar og ómenningar. -m. -n. Tilbynnin g- írá Taflíí-lajíi ltvíUur. Rvík, FB 10. nóv. ’25. í morgun komu frá Norð- mönnum leikir á báðum borð- unum. Á borði I var 8. leikur þeirra (svart) Rd7Xe5. Á borði II var 8. 1. þeirra (hvítt) f4xBe5. Utan úr heimi. Khöfn, FB., 11. nóv. ’25. Mnssolini liefnir sín. Símað er frá Rómaborg, að Mussolini iáti handsama fjölda helztu socialista, einnig þing- menn þeirra. Hefir Mussolini aldrei verið dýrkaður eins mikið og nú af flokksbræðrum sínum. Fjármálavandræði Frakka. Símað er frá Paris, að fjár- hagsnefnd fulltrúadeildarinnar álíti ógerning að samþykkja frumvarp Painleves um nefskatt. Stjórnin er algerlega úrræða- laus í bili. Brennivíns-þjóíar. Símað er frá Osló, að stór- þjófnaður hafi verið framinn, og stolið brennivíni og öðrum vín- birgðum rikisins í borginni. Púsundir af flöskum hafa verið teknar. Hinir grunuðu hafa ver- iö handteknir. Sjóðþurð. Símað er frá Bergen, að Schei útgerðarmaður hafi stolið hálfri miljón kr. af félagi sínu. Færeyekur danz sýnður í Noregi. Undir forustu Páls Nolsoy Paturson (elzti sonur Jóhannesr P.) eru 24 ungir Færeyingar i Noregsferð um þessar mundir. Var von á þeim til Björgvinjar með Lyra í gær. Ætla þeír að ferðast víðsvegar um land og sýna þjóðdanz sinn, hinn forna vikivaka, er verið hefir hin þjóðernislega líftaug Færeyinga um margar aldir. — Verður þeim óefað fagnað í Noregi, eins og glimumönnum vorum í sum- ar. Stóð til að Norræna félagið héldi Færeyingum veizlu í gær.

x

Dagblað

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblað
https://timarit.is/publication/605

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.