Dagblað

Tölublað

Dagblað - 11.11.1925, Blaðsíða 2

Dagblað - 11.11.1925, Blaðsíða 2
2 DAGBLAÐ Leikir ogleikhús. Frh. Friðrik konnngur VI. innleiddi eða lét innieiða leikhúsdansa með bendihgaleik, eða »Ballet- ten«. Hann fékk danzmeistara franskan, sem hét August Bour- nonville, til þess. Bournonville var ágætismaður til þeirra hluta, og danzleikimir hans eru fín- ustu skáldverk í sinni grein. Nú á dögum eru Danir hinir stolt- ustu yfir þessari grein af leik- sýningum sínum, og þeir geta verið það. En Bournonville átti mjög erfitt uppdráttar hjá Dön- um framan af. Einu sinni var hann að danza á leiksviðinu, og áhorfendurnir, sem vildu ekki hafa þenna danz, æptu og blístr- uðu að honum. Bournonville gekk þá fremst fram á leiksvið- ið og kallaði upp til konungs- ins, sem sat í stúku sinni: »Hvað á ég að gera, yðar há- tign?« Friðrik VI. svaraði: »Bliv ved« (Haltu áfram). Siðan hafa leikhúsdanzar eða bendingaleikir ávalt verið sýndir við og við á kgl. leikhúsinu. Af því að Danir hafa í 150 ár styrkt aðal-leikhúsið sitt, þá hefir þá sjaldan vantað góða leikendur. Margir af gömlu leik- endunum þeirra, sem nú eru gengnir til grafar, hafa áunnið sér frægðarorð, sem íengi er um að fyrnast. Setningin um að leikendurnir haldi frægðarorði sinu ekki lengur en meðan kransarnir og blómvendirnir, sem þeir fá, eru að visna, er langt frá því að vera sönn. Orð- rómurinn af góðum leikara eða leikkonu helzt uppi meðan þeir iifa, sem hafa séð þau, og dáðst að list þeirra. Hjá þeim verður leikfrægðin umtai um gamlar ánægjustundir. Kgl. leikhúsið hefir átt leikendur, sem allir viðurkendu, bræðurna Michael, Vilhelm og Johan Wiehe, og menn af þeirri ætt leika enn. Rosenkilde-fólkið, gamli Rosen- kilde, yngri Rosenkilde og frú Södring, dóttir eldra Rosen- kildes, voru öll góðir leikarar. Þá var frú Anna Nielsen mikil leikkona og frú Heiberg, sem lengi hefir þótt bezta leikkona Dana, og einkum var annáluð fyrir snoturleik á leiksviðinu. Þá voru bræðurnir Emil og Olaf Poulsen; hinn íyrri var annálaður fyrir að bera uppi hvert hlatverk sem væri betur en aðrir, og Olaf Poulsen fyrir að vera bezti skopleikari Dana á sinni tíð. Tveir af sonum Emils Poulsens, Johannes og Adam Poulsen, þykja fyrirtaks leikendur nú. Hinn síðarnefnda sáu flestir Reykvíkingar i fyrra. Á öldinni sem leið og fram á þessa öld hefir leikhúsunum ávalt smáfjölgað. Fau hafa kom- ið upp í bæjunm utan Hafnar, og í Höfn sjálfri. 1872—78 voru þrjú leikhús í Höfn, að Kgl. leikhúsinu meðtöldu. En þá átti vanalega eitt af þeim að berjast við mikla erfiðleika, til þess að líða ekki undir lok. Nú eru 6 eða 7 leikhús í Khöfn, sem því nafni má nefna. Af þeim eru 3—4 góð leikhús. Fað verður ekki með tölum talið, hve mikil áhrif leikhúsin hafa haft á menningu Danmerkur og danska »kultur«, svo notað sé erlenda orðið, sem við á. Það er sömu- leiðis enginn efi á því, að leik- húsin hafa aukið fegurðartilfinn- inguna og fyndnina, og gert lundernið léttara, og jafnframt athugulla en það annars hefði orðið. Frh. Iiorgin. Sjáyarfölt. Siödegisháflæöur kl. 2,3 í dag. Árdegisháflæður kl. 2,25 i nótt Sólarupprás kl. 8,45. Sólarlag kl. 3,38. Nætnrlaeknir Friðrik Björnsson, Thorvaldsensstræti 4. Sími 1786. Nætnrvörðnr í Laugavegs Apóteki. Tíðarfar. Suölæg átt víðast hvar í morgún en hvergi hvast. í Grinda- vík, Reykjavik, Stykkishólml, ísa- firöi og Akureyri var alstaðar 8 st. hiti, Vestmannaeyjum og Seyðisfirði 7, á Raufarhöfn 5 og Hólsfjöllum 2 st. — í Kaupmannahöfn var 2 st. hiti, í Færeyjum 4, á Jan Mayen og Angmagsalik 1 st. frost. Loftvægislægðir fyrir norðan og vestan land. Veðurspá: Suðvestlæg og vestlæg átt á Norðurlandi, suð- vestlæg og suðlæg átt annarstaðar, állhvast víöa einkum á Suövestur- HbagBlaé. Ræjarmálablað. Fréttablað. Ritstjóri: G. Kr. Guðmundsson, Lækjartorg 2. Símar 744 og 445. Viðtalstími’kl. 5—7 síðd. Afgreiðsla: Lækjartorg2. Sími 744. Opin alla virka daga kl. 9—7. Blaðverð 10 au. eint. Askriftar- giald kr. 1,50 á mánuði. Prentsmiðjan Gutenberg, h.f. og Vesturlandi. Úrkoma á Suður- og Vesturlandi. Jarðarför frú Guðrúnar Guðna- dóttur, konu Steindórs Björnssonar frá Gröf, fer fram á morgun og hefst með jhúskveðju á heimili þeirra, Grettisgötu 10, kl. 1 e. hád. Botnvörpungarnir. Kári Sölmund- arson kom af veiðum í gærmorgun með 115 tn. lifrar. Arinbjörn hersir kom inn í gærkvöld með 12—1300 kassa af isfiski og fór aftur í nótt áleiöis til Englands. Fasteignaeigendafélagsfundnrverð- ur haldinn í kvöld og hefst í Bárubúð kl. 8. M. a. verður par rætt um frumvarp borgarstjóra til nýrrar húsnæðisreglugerðar. Hjúskaparheit sitt hafa nýlega opinberað ungfrú Erna Ellingsen (kaupmanns) og Helsvig stýrimað- ur á Lyru. 25 árn hj áskaparafmæli áttu í gær frú Ragnheiður Guðmundsdóttir og Magnús Magnússon framkvæmdar- stjóri. Strandvarnarskipið I’ór tók nýlega enskan botnvörpung að ólöglegum veiðum fyrir Vesturlandi og fór með hann inn á Patreksfjörð og dæmdur par í 10,000 gullkróna sekt og afli og veiðarfæri gerð upptæk- Gnllfoss fer héðan siðdegis á morg- un til Seyðisfjarður og paðan til út- landa. ísland fer héðan á hádegi á morg- un til Hafnarfjarðar og paðan aðra nótt til útlanda. Esja fer héðan í kvöld kl. 0. Peningar; Sterl. pd................ 22,15 . Danskar kr.............. 113,42 Norskar kr.............., 92,77 Sænskar kr.............. 122,38 Dollar kr............... 4,58*/«- Gullmörk................ 108,94 Fr. frankar ............. 18,49

x

Dagblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblað
https://timarit.is/publication/605

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.