Dagblað

Ataaseq assigiiaat ilaat

Dagblað - 12.11.1925, Qupperneq 1

Dagblað - 12.11.1925, Qupperneq 1
Fimtudag §íkw\ jf /• árgangur. 12 nóvember T/ } MM #^/3 237. 1925. Amr.&W&fUwWwVr tölublað. VERNIG á að bæta ár hús- næðisvandræðunum? Þessi spurning vakir fyr- ir hverjum alvarlega hugsandi manni hér i Reykjavík. Pessa spurningu hafa fulltrúar vorir í bæjarstjórn margþvælt og þæft árum saman. Þessari spurningu 'hafa þeir sðmu fulltrúar leitast að svara, en aldrei orðið sam- mála um úrlausn til bóta, ekk- ert ráö, sem bygt sé á staðreynd- um. Þess vegna hefir orðið svo örlítið ágengt í byggingarmál- nm bæjarins. — Á eitt hefir þó meiri hluti fulltrúanna fallist til þessa, og það er að halda dauðahaldi í húsaleigulögin, svo sem væri þoð fyrsta ráðið til bjargar. Má því með sanni segja, að bæjarstj. sé i þessum skilningi sú mesta y>íháldsstjórn<K, sem hér héfir set- ið, frá því Reykjavík komst úr reyfunum. Meiri hluti bæjarstj. hefir að vísu gert virðingarverða tilraun til þess, að breyta húsa- leigulögunum í betra horf Ný reglugerð var samin og samþykt, en þegar til landsstjórnarinnar kom, var hún ófáanleg til að veita samþykki sitt, enda mun reglugerðin hafa brotið í bág við vilja og stefnu alþingis. Nú er verið að fitja upp á nýjan leik. Frumvarp kom ný- lega fram í bæjarstjórn frá St. Jóh. Stefánssyni bæjarfulltrúa, sem stefndi í líka átt og sú reglugerð, sem við eigum nú við að búa. Þótti sumum það þó helzt til bóta, að segja mætti upp leigjanda, ef annað húsnæði jafngott væri útvegað á öðrum stað í bænum. — Frumvarp Þetta var felt, borgarstjóri með at»nað hefir komið, sem nú á aó taka til bænar á næsta fundi ^jarstjórnar. því aðallega fundið til á- gætis, ag þar er ákveðið, að skriflegij. samningar sé gerðir um leigu á sérhverju húsnæði, er hús- næðisnefnd samþ. Með þessu móti hygst borgarstjóri að hafa hemil á, hverjum sé leigt og að bæjarmenn verði látnir sitja fyr- ir húsrúmi, er það losnar. — Ýmsar aðrar nýjungar finnast í þessu siðasta frumvarpi, sem eru þess verðar, að teknar sé til athugunar sérstaklega. Hvað sem öllum þessum frum- vörpum líður, þá er eitt víst: Að alt of langur dráttur hefir orðið á umbótum eða fram- kvæmdum, sem bætt gæti úr húsnæðisvandræðunum. Þegar alt er komið í eindaga er svo gripið til þess örþrifaráðs, undir veturinn, að reisa hús »upp á bæjarins kostnað« til þess að firra þá stórvandræðum, sem í mestum háska eru staddir, sak- ir íbúðaskorts. Má nærri geta hvernig þau hús verða úr garði ' ger, ef dæma mætti eftir fyrsta trágangi Suðurpólanna sælu. Er því hætt við, að þessi aðferð verði kák eitt og kattarþvoltur hjá bæjarstjórn Reykjavíkur. Aðstreymi innflytjanda íil bæj- arins eykst jöfnum höndum og’ bygt er. Bærinn er opinn, og er er öllnm frjálst að leita sér at- vinnu og kaupa bús. Bærinn vex að íbúatölu, en húsnæðis- eklan verður hin sama og fyr. Dagblaðið hefir oftlega áður gert þetta vandamál að umtals- efni og gefið þau ráð, sem heppi- legust virðast, eins og högum er háttað: — 1. Að húsaleigulögunum verði aflétt. 2. Að lagðar verði fyrst um sinn hömlur á innflutning manna til bæjarins, og 3. Að bæjarstjórn aðstoði þá sem auka vilja húsnæði með nýbyggingum, eða á annan hátt þannig, að útvega þeim lán með svo hagfeldum kjör- um, sem unt er. Það hefir verið rökstutt ræki- Iega hér í blaðinu, að húsa- leigulögin, eins og þau nú eru, standa í vegi fyrir framkvæmd- um, — Fetta sanna og nýbygg- ingar síðari tíma, sem flestar eru einstakra efnamanna íbúðir, en ekki fjölskylduhús. Peningar fást ekki til nýbygg- inga. Það þýðir ekki að berja að dyrum hjá bönkunum, því þeir eru öllum þorra manna lokuð völundarhús. — Peningar ekki til — lánum ekki peninga til nýbygginga á þessum viðsjálu tímum — er svarið. Pess vegna liggur beint við, að bæjarstjórn athugi þá leið, sem hér er bent' á: Hjálpi mönnum þeim, sem ekki hafa nægilegt byggingarfé. Utan úr heimi. Khöfn, FB„ 11. nóv. ’25. * ’ Yerkalýðstélðg Hollendinga og Breta. Símað er frá Amsterdam, að brezk verkamannafélöghaldi fund með Amsterdam-internationale í desember til þess að ræða um möguleika fyrir samtökum og samvinnu við rússnesku verka- mannafélögin. Stórmcrk vísindi. Simað er frá Vinarborg, að prófessor Steinach hafi á fundi í vísindafélagi lagt fram greinar- gerð fyrir nýrri aðferð til þess að sprauta »ekstrakt« í kyns- kirtla ófrjórra dýra, sem hafi þau áhrif, að þau verði aftur frjóvgunarfær (forplantnings- dygtig). Er talið ekki ósennilegt, að hægt verði siðar meir að yngja upp konur með þessari aðferð. Bayern konnngsríki? Simað er frá Berlín, að Rup- precht fyrv. krónprins hafi vilj- að reyna að gera Bayern að sérstöku konungsriki og beðið Hindenburg leyfis, en hann hafi þverneitað og hótað að bæla hverskonar þannig lagaða til- raun niður með vopnum.

x

Dagblað

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblað
https://timarit.is/publication/605

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.