Dagblað

Tölublað

Dagblað - 12.11.1925, Blaðsíða 3

Dagblað - 12.11.1925, Blaðsíða 3
DAGB LAÐ 3 látið byggja hana og hún ætíð verið í vörslu þeiría, en aldrei ráðstjórnarinnar. Eftir fógetaúr- skurði var kirkjan raunar dæmd úr höndum þeirra, en þeir, á- frýjuðu úrskurðinum til hæsta- réttar. Forustumenn flóttamanna voru þeir Baron von Myendorfl, prinsinn af Altenburg og Potot- sky hershöfðingi. Nú bregður svo kynlega við, að hæstiréttur ónýtir fógetaúr- skurðinn og dæmir flóttamönn- um kirkjuna, enda þótt Danir hafi viðurkent ráðstjórnina og eðlilegast væri að hún tæki við eignum rússnesku keisarastjórn- arinnar i Danmörku. Hér kem- ur þá ef til vill til greina, að Rússar hafa að sínu leyti ekki viðurkent skuldakröfur einstakra manna og fyrirtækja í Danmörku til þeirra fjársjóða, er ráðstjórn- in í upphafi byltingarinnar sló eign sinni á. Dómur hæstaréttar gekk út á, að ómögulegt væri að segja með fullri vissu, hver væri réttur eigandi kirkjunnar, og krafa ráðstjórnarinnar var- hugaverð, skoða bæri að flótta- menn væri réttir notendur kirkj- unnar, þar sem þeir héldi og hefði haldið haldið henni við um langan tima. Annars er mál- ið þannig vaxið, að verjandi flóttamanna lét sér þau orð um munn fara, að málið hefði ver- ið hið erfiðasta, sem komið hefði fyrir danska dómstóla. Dómurinn vakti mikinn fögn- uð meðal flóttaraanna. Eftir rétt- arhaldið þustu þeir út á götuua og kystu hvern annan að rúss- neskum sið. Siðar var haldin þakkarguðsþjónusta í kirkjunni fyrir verndardýrðling hennar, Alexander Newski. Ekkjukeisara- frú Dagmar og stórfurstafrú Olga voru báðar viðstaddar guðsþjónustuna. L. S. Bókaíregn. Grimms ælintýri. Fimm úr- vals æfiritýri úr safni Grimms- bræðranna.með fjölda mynda eftir pýzka listmálara. íslenzk þýðing úr þýzkri útgáfu, eftír Theodór Árna- son. Annað he'fti. — Bókav. Sigurj. Jónssonar 1925. Það er ekki um of auðugan garð að gresja, að því er snertir íslenzkar bækur við barna hæfi, og á Sigurjón þökk fyrir út- gáfuna og Theodór fyrir þýð- inguna á þessu öðru hefli Grimms æfintýra. Var hið fyrsta kærkomið ungum lesendum, er hafa beðið með óþreyju eftir væntanlegu framhaldi. Hér eru að vísu saman komnir ýmsir gamlir góðkunningjar, svo sem Mjallhvit, Gullgæsin, Pyrnirós, Hulda gamla o. fl., en gaman er að eiga þau öll i heild með 1. hefti með nýrri og ódýrri út- gáfu, sem prýdd er fjölda mynda. — Bóksöluverð er kr. 2,50 í sþirtingsbandi. Jolm Lie: Kuútur i Álm- vík. Saga frá Noregi. Bjarni Jónsson isienzkaði. Sögusafn Æskunnar. — Bókaverzlun Sigurjóns Jónssonar, 1924. Ekki er svo ýkjalangt síðan að bók þessi kom út, og er mint á hana um leið og hina frá sama útgefanda, af þvi að hún er vel fallin til lesturs handa stálpuðum börnum, og ekki dýr eftir stærð, 154 síður, kr. 1,50 heft og 3,00 i bandi. Sennr járiibrantakóng’slns, — Auðvitáð! Pakka yður fyrir. Hann ruddi sér hægt braut gegnum mann- þröngina og gekk út undir bert loft. Hann var svo taugaóstyrkur, að hann skalf á beinunum, og hann blótaði öllum tíótelunum fyrir það, að maður skyldi ekki einu sinni geta fengið sér þar whisky-og-sóda þó líf lægi við. Er hann var kominn út fyrir, kom Runnels þegar til hans. — Flýtið þér yður að segja mér það. Gátuð þér ráðstafað þessu? — Niunda dansinn. — Ágætt! Mér þykir vænt um, að þetta er búið. Herðið nú upp hugann og gleymið ekki, að þér eigið að danza fyrsta danzinn við kon- una mína. Nú fara þeir að spila. Ég — ég er alt of taugaóstyrkur til að danza. Er Anthony hitti frú Runnels, var hún einnig svo út úr af eftirvæntingu, að hún hafði varla vald á sjálfri sér. — Eg held ég hafi þetta ekki af, stundi hún upp, er þau voru komin út á gólfið. Hvernig getið þér verið svona rólegur? — Ég er alls ekki rólegur, sagði hann. Ég er alveg eins kvíðandi og þér. — En hún þá, auminginn litli! Hún lítur út cins og hún sé dauðhrædd. —• En — er hún ekki inndæl! Frú Runnels játaði því fúslega, en alt í einu varð hún þess vör, að Kirk færðist í aukana, og vöðvar hans urðu harðir og stæltir, er ung- frú Garavel sveif framhjá í faðmi Ramóns Al- farez. Hún fann til hrolls, er hún hugsaði til þess, að hér var að gerast alvarlegur sjónleikur rétt fyrir augunum á henni. í Kirks augum hafði Chiquita aldrei verið svo inndæl og löfrandi né eins sérkennilega spænsk eins og í kvöld. Hún var klædd yndis- legum búningi, er sveipaðist eins og sólský ut- an um hana. Allir tóku eftir henni, og herfor- ingjar og aðrir karimenn þyrptust utan um hana. Öðru hvoru leit hún sem snöggvast á Kirk, og það augnaráð kom blóði hans í fossandi hreyfingu. Honum var þetta augnaráð vissa fyrir góðum árangri fyrirætlana sinna, og heit og hlý gleðikend gagntók hann allan. En hvað mínút- urnar voru lengi að^liða! General Alfarez kom inn í salinn, og kliður- inn jókst á ný við komu hans. Og er hann heilsaði keppinaut sínum, Garavel, vingjarnlega og brosandi, hófust fagnaðarlætin í kringum hann. Fulltrúar skurðnefndarinnar gengu þá til þeirra og óskuðu þeim til hamingju. Virtist nú sem framboð Garavels væri viðurkent fyrir fult og alt.

x

Dagblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblað
https://timarit.is/publication/605

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.