Dagblað

Tölublað

Dagblað - 13.11.1925, Blaðsíða 1

Dagblað - 13.11.1925, Blaðsíða 1
Föstudag 13. nóvember 1925. IÞagGfaé I. árgangur. 238. - tölublað. STEFNA sú, sem bæjarstjórn Reykjavíkur hefir tekið í byggingarmálúm bæjarins er þess verö, að hún sé athuguð nánar. — Nu er svo koinið, að minni hluti fulltrúanna — jafn- aðarmenn, hafa haft sitt fram: að bygt verði fyrir almenn- ang fyrir bæjarins fé. Þetta, sem álitin var nauðsynleg og óhjákvæmanleg ráðstöfun á striðsárunum er nú framkvæmd á nýjan leik árið 1925. Þar með «r sagt við allan þorra manna, þú þarft ekki að byggja, góður- inn minn, bærinn sér þér fyrir húsnæði, eins og öðrum. Ef þessi stefna hefir reynst heppilegust og heilladrýgst ann- arstaðar, þá er liklegt að hún verði það cinnig hér. Ef það er bezta bjargráðið, að bæjarfélag sjái almenningi fyrir húsnæði á sama hátt og þau sjá þeim fyrir Ijósi, vatni og öðrum lífs- pægindum, þá er sjálfsagt að fylgja þvi. — Nú er fyrst að athuga; Reyn- ist þessi leið giftudrýgst fyrir alt og alla. í*ví mun vera haldið fram af þeim, sem þessu eru fylgjandi, að hið opinbera muni ,-geta sætt betri kjörum á bygg- ingarefni, aðfiutningi á því, og smiði húsanna, betri lánskjör- um, og yfirleitt hafi það betri aðstöðu en einstakir menn. Lóð- *r eigi bærinn sjálfur og geti bagað byggingunum á svo hag- feldan hátt, að enginn einstak- lingur hafi tök á að gera það betur. Af þessum ástæðum verði þær byggingar miklu ódýrari bænum en einstaklingum og leiga á íbúðum þar af leiðandi minni. ¦f- Um það skal ekki þráttað ^ð þessu sinni, hvort koslnaðar- ^inna er fyrir bæjarfélag að °yggja en einstaklinga. Slíkt er taeplega gerlegt nema komið sé tram með óhrekjandi tölur til | sai»anburðar, og væri fróðlegt aö fa það svart á hvítu almenn- m^ til leiðbeiningar. Hinu er auðveldara að svara, hvor leiðin reynist giftudrýgri fyrir allan þorra manna. Sjálfstæðisþrá og sjálfbjargar- viðleitni er rík með flestum mönnum. Menn starfa og strita með það fyrir augum að verðá sjálfbjarga. J?að sem afgangs verður nauðsynlegum útgjöldum er lagt til hliðar, lagt á sþari- sjóð með það fyrir augum að grfpa tiJ þess, er heimilið þarfn- ast. Hið fyrsta, hið bráðnauð- synlegasta, hér sem annarsstað- ar á norðurhjara veraldar, er að eignast þak yfir höíuð sér og tlestum er þannig varið, að þeir vilja sjálfir brjótast áfram og byggja yfir sig. Þeir verða að vísu margir fyrir Vonbrigöum þegar á herðir, og er það ofur eðlilegt, því af- koma manna er misjöfn og ým- isleg óhöpp geta valdið því að afgangurinn verður minni en til var ætlast. En hitt er vist, að hvötin til slálfbjargar er mikils virði hvernig sem á er litið, jafnvel þótt fæstum takist það fyr en seint og síðar meir, að eignast eigið hús á eigin reiti. Þessa viðleitni má ekki drepa á þann hátt, að sjá öllum fyrir lífsþörfum, hverju nafni sem nefnast. Noilm hæjarlandsiDS. i. Umhverfi Reykjavíkur er yfir- leitt hrjóstrugt og gróðurlítið og af engum talið mikið kjarnaland. Eins og flestum er kunnugt eru gróðurlausu grjóthæðirnar mest- ar fyrirferðar og gefa þann yfir- svip, sem er alt annað en að- laðandi. Fram að siðustu árum hafa túnblettirnir innan við bæ- inn verið eins og gróðurblettir í eyðimörk og skorið sig greini- lega úr umhverfinu, einkum vegna þess hve landið í kring var öryrkt og ömurlegt. Gömlu túnin vqru flest ágætlega ræktuð og hefir óvíða sést greinilegri munur á góðri ræktun og rán- yrkju, eins og hún getur verið mest og verst. Mun flestum minnistætt hvernig t. d. Soga- mýrarnar litu út eftir að búið var að girða þær og rótnögun hestanna náði hámarki sínu. Frá fyrstu tíð hefir rányrkja verið framin hér á landi og er það nú fyrst á siðustu árum, að breyst hefir nokkuð til um- bóta og stefna hafin til land- ræktunar. Árangur þeirrarstefnu- breytingar er fljótt auðsær og öllum til hagsbóta. En óvíða mun það hafa komið greinileg- ar i Ijós en hér í nágrenni bæj- arins, enda mun rányrkjan hvergi hafa verið eins. róttæk og áberandi. Nú er umhverfi bæjarins orð- ið nærri óþekkjanlegt móts við það sem áðar var, þótt mikið vanti enn á fullræktun og hag- kvæmustu notkun. Er nú flestum orðið Ijóst hvers virði ræktunin er, og eins hitt, að bænum er nauðsynlegt að hafa mikið land til umráða. Mun það m. a. hafa verið þess vegna að bærinn réðst i að kaupa Gufunesið, þótt margir hafi talið það misráðið. Hið óglæsilega umhverfi bæj- arins er ábyggilega verðmætasti landshluti hérlendis og mun þó nokkru verðmeira en alment er álitið, En eftir því sem bærinn vex verður landþörfin meiri og nærlendið verðmætara. Jafnframt verði brýnni þörfin á fullrækt- un og hagkvæmri notkun. Og einmitt vegna þröngra takmarka bæjarlandsins er meiri nauðsyn á að það sé alt í sem beztri' rækt og hver blettur fullnotaður. í þá átt benda síðustu fram- kvæmdir, og að því takmarki þarf að stefna í framtiðinni og er mikils vert að vel sé að því unnið. — -m. -n.

x

Dagblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblað
https://timarit.is/publication/605

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.