Dagblað

Tölublað

Dagblað - 13.11.1925, Blaðsíða 2

Dagblað - 13.11.1925, Blaðsíða 2
2 DAGBLAÐ Guðrún Guðnadóttir frá Keldum. (Kveðja frá ma“nni hennar). Gjör mig hraustan, gripinn trausti, Guð, á mínu þyngsta hausti. Svo má efna’ á Hel að hefna: hærra að elska, vona og stefna. Skapa bitra blæs hið ytra, bjarkir ungar svigna og titra. En hlýtt er inn um hugans kynni, heilagt skin af minning pinni. Aldrei skærri — órafjærri ertn á braut og pó svo nærri, greiðir skýin, hjúpar hlýju »hjörtun okkar* — börnin níu. Blæða undir inst í lundu. — Ástarpökk á hinztu stundu inna’ eg vil, en orðin bila, insta hug skal pögnin skila. J. Th. Veðurathugunarstöð á jöklum í Noregi. Fyrir skömmu birtu blöðin uppástungu frá amerikskum pró- fessor um veðurathugunarstöð uppi á Grænlandsjöklum. Er eigi víst hvort nokkrar fram- kvæmdir verða í þá átt fyrst um sinn, en í Noregi er verið að undirbúa samskonar fytir- tæki, og á að framkvæma það i vetur. Er nýbúið að smiða »fjallbúð« allmikla og flytja upp á hæstu bunguna á Fannaráken í Jötunheimum. Á þar sérstak- lega að stunda vísindalegar veð- urathuganir og aðrar vísinda- rannsóknir á veðurfari o. fl. fyrirbrigðum í hærri loftslögum. í sumar var reistur lílill kofi þarna efra, og voru þar gerðar rannsóknir um mánaðartíma. Þetta nýja hús er allstórt, tvö stór herbergi niðri og turn á þvi. Þar eiga vísindamenn og veðurfræðingar að dvelja alt árið. Húsið á að standa 2075 m. yfir sjávarflöt. Ferðamanna- félagið norska hefir lagt fram fé upp í byggingarkostnaðinn, og hefir því umráð yfir öðru herberginu á sumrum. Birke- land-sjóður hefir einnig veitt 3000 kr. til þessa. Hús þetta var nýskeð til sýn- is í Björgvin, þar sem það var smíðað. í vetur á að aka við- unum á sleðum frá fjarðarbotni í Sogni og upp á háfjöll, en siðustu 800 metrana upp á jök- ulbunguna verður efnið dregið á hleypistreng (»löypestreng«, sem alment eru notaðir í Qall- lendi í Noregi). — Fannaráken er feiknahá jök- ulbunga í Vestur-Jötunheimum, og liggur á milli tröllslegustu fjarðarbotnanna norðaustur úr Sogni. þar er ægilegt ginnunga- gap á þrjá vegu, en útsýnin er stórkostlega dýrðleg í allar áttir, og eigi sízt austur yfir Jötun- heima og Löngufjöll. Borgin. Sjárarföll. Síðdegisháflæður kl. 3,25 í dag. Árdegisháflæður kl. 3,45 í nótt. Nælnrlæknir. Daníel V. Fjeldsted, Laugaveg 38. Simi 1561. NætnrTÖrðnr í Laugavegs Apóteki. Tíðarfar. Suðvestanátt alstaðar i morgun, hvassast i Vestmannaeyjum. Heitast var á Seyðisfirði S st., Vest- mannaeyjum og Grindavík 4, Reykja- vík 2, Akureyri og Raufarhöfn 1, ísafirði og Stykkish. 0 og á Grím- stöðum 6 st. frost. í Kaupmanna- höfn var 1 st. hiti í Færeyjum 6, á Jan Mayen 2 st. frost og í Angmag- salik 2 st. frost i gær. Djúp loft- vægislægð fyrir vestan Jan Mayen. Búist er við allhvassri suðvestiegri og suðlægri átt með skúrum á Suð- urlandi. líanpgjaldsniáiið. Miðlunartiiögur sáttasemjara, sem samninganefnd- irnar höfðu orðið ásáttar um voru feldar í gær í verkamannafélögun- um, með litlum meiri hluta í Sjó- mannafélaginu, en með miklum meiri hluta i Dagsbrún. Höfðu til- lögur sáttasemjara í litlu tekið fram fyrri tillögum hans og því ekki von að samkomulag næðist á pessum grundvelli, pótt margir hefðu óskað pess. lsland fer frá Hainarfirði. kl 3 i dag Farþegar: Frú Björnsson, (Sveins lögm.) frú Margrét Zoega, Óskar Einarsson læknir og frú, Halldór Hansen læknir, Jóhann Ólafsson heildsali, Robert Smilh heildsali, Gunnar Gunnarsson kaupm., Einar Porgilsson kaupm. o. fl. IÐagGlað. Bæjarmálablað. Fréttnblnð. Ritstjóri: G. Kr. Guðmundsson, Lækjartorg 2. Símar 744 og 445. Viðtalstími kl. 5—7 síðd. Afgreiðsla: Lækjarforg2. Sími 744. Opin alla virka daga kl. 9—7. Blaðverð 10 au. eint. Askriftar- gjald kr. 1,50 á mánuöi. Prentsmiðjan Gutenberg, h.f. Jarðarför frú Guðrúnar Guðna- dóttur fór fram i gær og var mjög fjölmenn. Símastjórar og starfsmenn landssimans báru kistuna í kirkju en ípróttamenn (úr íþr.fél. Rvikur) út. Skólabræður Steindórs(úr Menta- skólanum) báru kistuna að gröfinni. Verslunnrmannafélag ReykjaTÍknr heldur fuud í kvöld í Kaupþings- salnum. Par flytur Jón Porláksson fjármálaráðherra erindi um gensis- málið. Ósknr Guðnason skemtisöngvari frá Akureyri, syngur gamanvísur i Báru- búð í kvöld kl. 9. Óskar er sagður mjög skemtilegur gamansöngvari og búast vlð að marga fýsi að heyra til hans i kvöld. Illveðnr mikið gerði hér í gær upp úr hádeginu; suðvestanrok og og rigning. Gekk sjórinn óbrotinn yfir hafnargarðana, en ekki hefir frézt um neinar verulegar skemdir. Esja fór ekki héðan fyr en í morgun. Gat ekki farið af stað f gærkvöld, eins og ætlað var, vegna illveðursins. Germania heldur fund í kvöld kl. 8'/» í Iðnó uppi. M. a. flytur dr. Alexander Jóhannesson þar erindi um pýzka heimspekinginn Fr. Nitzsche. Dánardægur. 25. okt. s.l. lézt á Vifilsstöðum ungfrú Salóme Stefáns- dóttir, eftir tveggja ára dvöl par. Hún var fædd 2. okt. 1901, dóttir Stefáns sál. Danielssonar skípstj. sem fórst i mannskaðaveðrinu 11. apr. 1907 og Önnu Gunnarsdóttur, Laugaveg 61. Salóme sál. var ágætlega gefin og sérstaklega góð stúlka, og vonuðu margir, að henni mundi verða lengra lífs auðið en raun varð á, pótt fyrir nokkru væri útséð um, hver endalokin mundu verða. — Jarðarför hennar fer fram í dag. Nova á að fara héðan i fyrramálið kl. 10 vestur og norður um fand, áleiðis til Noregs. Borgaistjórakosning á að fara fram í janúar í vetur fyrir næstu 6 árin. Umsóknarfrestur er til 15. des. n. .

x

Dagblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblað
https://timarit.is/publication/605

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.