Dagblað

Útgáva

Dagblað - 14.11.1925, Síða 1

Dagblað - 14.11.1925, Síða 1
Laugardag 14. nóvember 1925. I. árgangur. 239. tölublað. WagBlað MÁLAMIÐLUN er oft nauð- synleg í deilumálum, og ekki sízt þegar þau risa út af kaupgjaldi eða öðrum slík- um hagsmunamálum, sem mjög koma við afkomu almennings. Hefir ^öngum veizt erfitt að sameina þær andstæður, sein þar rekast á, og hefir ósjaldan leitt til vandræða út af ósam- komulagi um kaupgjald eða sér- réttindi annars aðila. Verkföll eða verkbönn er algengasta vopn- ið sem beitt er, þegar samkomu- lagstilraunir hafa /arið út um þúfur, og hefir mikla bölvun oftast af þeim leitt. t*au eru eftir eðli sínu örþrifaráð, sem gripið er til þegar út í óefni er komið, og væri alt af mikill ávinningur að geta komist hjá þeim i tæka líð. — Ýmsar til- raunir hafa verið gerðar til að koma í veg fyrir þessi neyðar- úrræði, en allar hafa þær reynzt lítilsvirði þegar á reyndi. Reynt hefir verið að láta gerðardóma fjalla um deilumálin og sátta- semjarar skipaöir til samkomu- lagstilrauna, og hafa margir vænzt eftir einna beztum árangri af starfsemi þeirra, þótt menn hafi einnig þar orðið fyrir von- brigðum. Síðasta sönnun þess er að fá í kaupdeilu sjómanna og útgerðarmanna, þeirri er nú stendur yfir. Samningar tókust ekki í upphafi og sáttasemjara fiefir ekki enn tekist að miðla íuálum, þrátt fyrir alla viðleitni, °g eru því miður litlar horfur á að samkmulag náist, ef aðstaða aQnars hvors aðila breytist ekki írá því sem nú er. t*að sem Dagblaðið hefir lagt til þessa máls hefir fyrst og fremst verið aðvörun um að hleypa ekki hita í málið á þessu stigi þess, en jafnframt talið sjálf- sagt að kaup lækkaði lítið eitt, en að það gengi þá jafnt yfir aHa. Virðist öll sanngirni mæla með að þessi leið sé farin og ^tendur óhrakið enn, að það sé rétta úrlausnin. Verðgildi peninganna, er eins og öllum er kunnugt áhrifa- mesta atriðið viðvíkjandi af- kornu almennings, og ef stefna á eindregið til hækkunar krón- unnar i upphaflegt gullverð, þá leiðir af sjálfu sér að kaup- lækkun er eðlileg afleiðing þeirr- ar aðstöðubreytingar sem verð- miðilshækkunin skapar. Álitamál er hvort eina rétta ieiðin sé að stefna til gamla gullgengisins, gegn um þykt og þunt, og hefir Dagblaðið áður talið vafasamt, að upprunalega gullfestingin væri æskilegasta úrlausnin eins og nú er komið, með öllum þeim alvarlegu afleiðingum sem sú aðferð hlyti að hafa í för með sér. En ef halda skal áfram að upphaflega gullverðinu — eins og nú er eindregið stefnt til — þá verður bæði vöruverð og kaupgjald að Iækka. Einnig verður húsaleigan að lækka sem svarar annari verð- lækkun og má búast við að svo verði, þegar þær ráðstafanir hafa verið gerðar, er til þess geta leitt. Hinar upphaflegu lækkunar- kröfur útgerðarmanna fóru alt of langt og voru ósanngjarnar eins og sakir stóðu, en það var líka ósanngirni hjá sjómönnum að fara fram á kauphækkun því til þess var engin sérstök ástæða nú. Þetta hljóta allir að viður- kenna sem hlutdrægnislaust líta á málið, og á þeim grundvelli á að ræða það. Hins vegar er sjómönnum full þörf á þeim fríðindum sem þeir fara fram á og jafnvel þótt meiri væri, og ættu þau af engum að vera eftirtalin. En gengishækkun og verðlækkun annars vegar, en kauphækkun og meiri hlunnindi hinsvegar, geta ekki farið sam- an, og þetta ætti öllum að vera auðskilið mál. — Hér ætti aðeins að vera um það deilt hve mikiö Jcaupið eigi að JœJcJca og um það þarf að komast að réltri niður- slöðu sem fyrst svo samningar megi takast. Utan úr heimi. Khöfn, FB., 13. nóv. ’25. Yopnahlésins minst í Frakk- lanði. Símað er frá París, að minn- ingarhátíð um vopnahlésdaginn (11. nóv,) hafi farið þar fram í fyrradag og verið hin hátíðleg- asta. Þúsundir manna gengu fram hjá gröf óþekta hermanns- ins. Fremstur gekk ríkisforset- inn, þá ráðherrar og sendiherrar erlendra ríkja og þingmenn. Mik- il mergð blóma var lögð á gröfina. Bretar minnast vopnahlésins. Símað er frá London, að vopnahlésdagsins hafi verið minst með því að stöðva alla umferð í 2 míuútur. Minninnaihátíðir voru haldnar um gervalt landið. Krahhameius-lækningar. Símað er frá Liverpool, að prófessor að nafni Bell, sem er yfirlæknir við spítala þar 1 borg- inni, skýri frá því, að sjúkling- ar, er vöru að dauða komnir, vegna krabbameins, hafi Iækn- ast af blýinnsprautingu. Vekur skýrsla læknisins mikla eftirtekt. ( Norska krónan lækkar. Símað er frá Osló, að krónan fari lækkandi á kauphöllinni í New York og lækki einnig tals- vert heima fyrir. Pýzkir þjóðernisslnnar ósammála. Símað er frá Berlín, að flokk- ur þýzkra þjóðernissinna sé klof- inn út af Locarnosamþyktinni. Morðingjar Matteotti. Símað er frá Rómaborg, að morðingjar Matteotti hafi verið náðaðir. Andstæðingar stjórnar- innar stórhissa. Mælist yfirleitt afar illa fyrir. I

x

Dagblað

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblað
https://timarit.is/publication/605

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.