Dagblað

Tölublað

Dagblað - 16.11.1925, Blaðsíða 1

Dagblað - 16.11.1925, Blaðsíða 1
STÖÐVUN fiskiflotans er mörg- um manni áhyggjuefni. Ber þar að sama brunni og fyr. Kaupgjald háseta er deiluatriðið. Nýir samningar eru á döfinni og skipunum er lagt upp þar til samkomulag næst. Tilboð eru gefin af félagi útgerðarmanna fyrir þeirra hönd. Kröfur fram bornar af stjórn Sjómannafélags Reykjavíkur frá meðlimum fél. Reynt er að miðla málum af útnefndum sáttasemjara. Hann leggur til málanna svo sem hann hefir bezt vit á. — Til grund- vallar er lagt það lágmarkskaup, sem undanfarið hefir giltalment og síðan tekið tillit til hækkun- ar íslenzku krónunnar og meðal- verðfalls nauðsynja. Gengið er til atkvæða meðal sjómanna, bæði í félagi þeirra og á skip- um úti. — Annar aðilinn — útgerðarmenn — fallast á til- iögu sáttasemjara, en samtalinn meiri hluti sjómanna neitar sættinni. — Eftir að flest skip- in voru komin inn, er á ný leit- að samkomulags. í þetta sinn eru svo margir á fundi í Sjó- mannafélaginu, sem húsrúm leyfir og verða ýmsir frá að hverfa. Að atkvæðagreiðslu lok- inni eru uppi Iátin atkvæðin: 167 á móti og 145 með. Gizkað á að um 200 hafi ekki greitt atkvæði. Er nú beðið eftir hver úrslit verða atkvæðagreiðslu sjó- Qiannafélaga í Hafnarfirði, sem ^úist er við í dag. Mun mjög uödir þeim komið, hver endir á þessu vandamáli verður. þegar bornar eru saman fyrri atkvæðagreiðslurnar og hinar síðari. er munurinn þessi: í fyrra sinnið eru atkvæði greidd í sjómannafélögunum og a skipum úti — atkvæðin send sÍQUeiðis. í síðara sinnið eru atkvæði greidd á fundum. ^ fyrra sinnið eru stjórnir Sjóiuannafélagsins mótfallnar til- 'öguttv sáttasemjara. í síðara sionið meðmæltar. Rær finna, 5X0 setö eðlilegt er til ábyrgðar þeirrar, er á þeim hvílir, ef neit- að er sættum á ný. Búast má við, að þetta verði síðustu sátta- boð, útgerðarmenn láti skip sín liggja framundir vertíðarbyrjun ef ekki næst samkomulag á þess- um grundvelli. — Þeir hafa ráð á því. — Framundan ekki svo glæsilegar aflavonir í há skamm- deginu. — En fjölskyldumaður- inn hefir ekki ráð á 10 vikna atvinnumissi. Ungir einhleypingar, sumir þeirra sveitapiltar, vanir öllum sparnaði, er hafa haft drjúgan afgang undanfarin misseri láta sér -á sama standa um nokk- urra vikna hlé. Þeir eru líka fleygir og færir og geta leitað sér atvinnu hvar sem hún býðst. En heimilisfaðirinn, sem hefir fyrir mörgum börnum að sjá, verður — þrátt fyrir alt, að sætta sig við verri kjör en hann hefði óskað eftir. — Svo er á eitt að líta. Láns- traust landsins og landsmanna yfirleitt útávið, gæti beðið hnekki við stöðvun útgerðarinnar. Gæti þá seinni villan orðið argari hinni fyrri. Ber því alt að sama brunni, að mjög er nauðsynlegt að sam- komulag náist, því með því eina móti verður verulegum vand- ræðum afstýrt. Utan úr heimi. Khöfn, FB., 13. nóv. ’25. Ritfrolsi takmarkað. Símað er frá Rómaborg, að ritfrelsi blaða og andstæðinga (stjórnarinnar) hafi verið tak- markað meira en nokkru sinni áður. — Katbátnr hverfnr. Símað er frá London, að kaf- bátur hafi »sökt sér« fyrir strönd- inni á Devonshire og ekki kom- ist upp aftur. Skipshöfn 60 mans. ítalir semja um sknlðir. Símað er frá Washington, að samkomulag hafi náðst við ítali um afborgun skulda þeirra. ítalir viðurkenna, að þeir skuldi 2042 miljónir dollara. Af- borgunarkjör ókunn. Nobeisverðlaun í eðiistræði. Símað er frá Stockhólmi, að Nobelsverðlaun í eðlisfræði fyrir 1924 hafi verið veitt prófessor Nanne Siegbahn í Uppsölum fyrir Röntgenspektróskopiskar uppgötvanir. Engin bókmenta- verðlaun eru veitt í þetta sinn. Morðtilraunin við Mussolini Simað er frá Rómaborg, að uppvís sje, að fyrirhuguð morð- tilraun við Mussolini, hafi að eins átt að vera byrjun til upp- reistar gegn Fascistum. Að baki stóðu Socialistar franskir(?) og ítalskir frimúrarar. Frá Berlin er símað Ítalíufregnirnar um morðtilraunina sjeu sumpart upplogið bragð Fascista. Ummæli Hindenburgs um Lo- carnofundinn. Simað er frá Berlín, að Hind- enburg hafi haldið ræður víðs- vegar og farið lofsorðum í þeim öllum um árangurinn af Lo- carnofundinum. Ofbeldlsstjórn Spánverja illa liðin. Simað er frá Madrid, að fjöldi hershöfðingja haíi verið hand- samaðir. Höfðu þeir gert sam- tök til þess að steypa ofbeldis- stjórninni af stóli. Kafbáturinn sem sökk. Símað er frá London, að nú sje algerlega vonlaust um að takist að bjarga skipshöfninni af kafbátnum (69 mönnum). Hefir ekki tekist að komast að hvar á hafsbotni skipið er. Fjármái Frakka. Simað er frá Paris, að Pain-

x

Dagblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblað
https://timarit.is/publication/605

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.