Dagblað

Tölublað

Dagblað - 16.11.1925, Blaðsíða 2

Dagblað - 16.11.1925, Blaðsíða 2
2 DAGBLAÐ Það tilkynnist vinum og vandamönnum að sonur minn elskulegur og bróðir okkar Jón ólason kaupmaðnr andaðist í morgun að heimili sínu Þingholtsstr. 24. Mánudaginn 16 nóv. 1925. Elinborg Tómasdóttir og hörn. levé hafi tekist að semja fjár- lagafrumvörp, svo Socialistum líki. Verða þau bráðlega iögð fram. Bardagahlé í Marokko. Símað er frá Madrid, að al- gert bardagahlé sé í Marokko. Er talið fullvíst að Abd-el-Krim semji ábyggilegan frið og geri ekki kröfur um fullkomið sjálf- stæði, þar sem hann veit að Frakkar og Spánv. mundu þá halda áfram striðinu þar til hann sé undirokaður. Hagor ítala batnar. Símað er frá Washington, að ítalia hafi fengið bindandi lof- orð um að Bandarikin gefi þeim eftir öll stríðslán og enn- fremur helming lána eftir stríð. Samtals lækkar skuldin úr2148 milj. doll. niður í 435 milj. doll. Kalbátar og vátryggingarfélög. Stmað er frá London, að for- maður vátryggingarfél. Lloyd skrifi mikla grein þess efnis, að afnema ætti alla kafbáta. Gerðardómssamningur milli Svía og Norðmanna. Símað er frá Stokkhólmi, að Noregur og Svíþjóð hafi gert gerðardómssamning sín á milli. Tilyiininfí' frá sendiherra Dana. Nýr banki. Ráðgert hefir ver- ið að stofna nýjan banka í Kaupmannahöfn, sem nefnist »Dansk Andels- og Folksbank«. Hlutafjárupph. ætluð 5 milj. kr. Atvinnnleysi eykst. Atvinnuleysingjar í Danmörku eru nú taldir vera 38180. Á sama tíma i fyrra voru þeir 11500 og árið þar áður (’23) 22Q00 og árið 1922: 36,900. Berlinske Tidende birta grein- argerð urn verkstöðvun fiski- flotans og líta svörtum augum á ástandið, vegna þess hve fisk- veiðarnar eru þýðingarmiklar fyrir fjárhag landsins. Borgin. Nýtt tnngrl kviknaði í morgun kl. 5,58. Sjáyarföll. Síðdegisháflæður kl. 5,15 í dag. Árdegisháflæður kl. 5,35 í fyrramálið. Næturlæknir Maguús Pétursson, Grundarstíg 10. Sími 1185. Næturvördur i Rvíkur Apóteki. Tíðnrfar. Suðlaég átt víðast í morg- un, en hvergi hvast. Heitast var í Grindavík 5 st., Vestm.eyjum 4 st., Rvík, Stykkish. og ísaf. 2, Hornaf. 1, Akureyri og Seyðisf. 0, en á Hóls- fjöllum 5 st. frost. — í Khöfn var 1 st. hiti, Færeyjum 3 og á Jan Mayen 0. — Loftvægislægð um Jan Mayen og fyrir suðvestan land. Búist er við suðlægri átt á Norður- landi og suðaustl. á Suðurl. með úrkomu á Suður- og Veslurl. Guðm. Einarssou frá Míðdal flutti fyrirlestur í Iðnó í gær, að tilhlut- un Listvinafélagsins. Sagði hann frá ferð sinni suður um lönd og gatum pað helzta, sem fyrir augun bar. Einnig sýndi hann margar skugga- myndir máli sínu til skýringar. Hljómleikar Páls ísólfssonar og Emils Thoroddsen í Nýja Bíó í gær voru ver sóttir en þeir áttu skilið, pví ósvikna list var par að fá, eins og búast mátti við. Lýsir pað óheilbrigðum skemtanasmekk, að sækja ekki betur slíka hljóm- leika sem þessa, en aftur á móti er oft húsfyllir, pegar lélegar skemt- anir eru í boði. Annars mega peir félagar vel una við aödáun áheyr- endanna, pví hún var bæði einlæg og óskift. V)ag6ía&. Bæjarmálablað. Fréttablað. Ritstjóri: G. Kr. Guðmundsson, Lækjartorg 2. Símar 744 og 445. Viðtalstími kl. 5—7 síðd. Afgreiðsla: Lækjartorg2. Simi 744. Opin alla virka daga kl. 9—7. Blaðverð 10 au. eint. Askriftar- gjald kr. 1,50 á mánuði. Prentsmiðjan Gutenberg, h.f. Stjórn Sjómannnfélagsins er nú skipuð þessum mönnum: Sigurjón A. Ólafsson form., Björn Blöndal varaform., Rósinkranz ívarsson rit- ari, Sigurður Porkelsson gjaldkeri og Jón Bach varagjaldkeri. Kosn- ing hafði farið fram í sumar, en atkvæði vcru ekki talin fyr en á aðalfundi félagsins á föstud.kvöld. Andlát. Jón Ólafsson kaupm., einn af eigendum Skóbúðar Reykjavíkur, lézt i morgun að heimili sínu, Ping- holtsstræti 24. Jón var mesti efnis- maður og vel látinn, og enn á bezta aldri. Banamein hans var lungna- bólga. Nyja hljóðfæraverslnn hefir frú Katrín Viðar opnað í Lækjargötu 2. -Hf. Sjóklæðagerð íslands er nafn á nýrri iðnaðarstofnun, sem hér hefir verið rekin síðan i vor, og hefir aösetur sitt á Laugareg 42. Er pað parft fyrirtæki, og á væntan- lega góða framtíð fyrir höndum. Vefnaðarnámskeið er haldið hér um pessar mundir í Listvinafélags- húsinu, og hefir Heimilisiðnaðarfé- lag ísiands gengist fyrir pvi. 14 stúlkur eru á námskeiðinu, flestar úr sveit, en kennari er ungfrú Jón- ína Sveinsdóttir. Vísitalan 1926. Samkvæmt verð- lagsskrá Hagstofunnar, sem samp- hefir verið af fjármálaráðuneytinu 6. p. m., er aðalvisitalan fyrir næsta ár 201, og samkvæmt pví verður launauppbót embættismanna reikn- uð næsta ár. Edinborgarverslun er nú flutt í hin nýju heimkynni sin I stórhýs- inu við Hafnarstræti, og verður opnuð par á morgun. Er engu sið' ur vandað til hússins að innan «n utan, og mun par verða einbver veglegasta sölubúð bæjarins. Peningar: Sterl. pd.............. 22,15 Danskar kr............ 113,01 Norskar kr............. 92,44 Sænskar kr............ 122,33 Dollar kr.............. 4,58'A Gullmörk .............. 109)00 Fr. frankar ........... I8-53

x

Dagblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblað
https://timarit.is/publication/605

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.