Dagblað

Tölublað

Dagblað - 16.11.1925, Blaðsíða 3

Dagblað - 16.11.1925, Blaðsíða 3
DAGBLAÐ 3 Köld aðkoma, Samkvæmt auglýsingu átti strandferðaskip ríkissjóðs að fara héðan síðastl. miðvikudagskvöld kl. 9 síðdegis. Vegna farþega með Gullfoss er komu að vest- an og ekki áttu annan farkost vísan en Esju um hæl aftur, ef hún fengist til að bíða, var þetta ráð tekið í alira þökk, sem hlut áttu að máli. Var nú brottför skipsins auglýst á ný og ákveð- in kl. 8 í gærkvöld. Þegar farþegar komu til skips var veður hið versta og skip utan á skipi við hafnarbakkann. Bröltu þó margir urn borð á áttunda tímanum, en var tjáð, að för Esju væri á ný frestað til morgunmálsins kl. 9. Um leið var þess getið af einhverjum sem á skipsfjöl röltu, að ekki væri tekið á móti farþegum. Hýmdu ýmsir niður við skip með pinkla sína og farangur, en urðu að lokum að verða á burtu með hann og og leita sér á ný náttstaðar. Þóttust þeir gappaðir mjög, en fengu enga rétting mála sinna. Veittist mörg- um örðugt að koma sér fyrir um nóttina, því margt gesta er í borginni um þessar mundir, en farþegar hinsvegar sagtlaus- um herbergjum á gistihúsum og annarstaðar. Komust sumir á mestan flæking útaf þessu. Var það sameiginlegt mál þeirra, sem þann veg lentu í hrakningum, að æskilegt væri, að ríkið hefði á að skipa raunbetri ráðsmönn- um á strandfleytunni. Og væri fróðlegt að vita hvaðan þeim hafi komið skipun um þetla athæfi. Rvík 18/n—’25 kl. 8 árd. Langferðamaður. Tilkynning írá Taillélaíji Bvíkur. Rvík, FB 14. nóv. ’25. í morgun komu hingað leikir frá [Norðmönnum á báðum borðunum: Á borði I var 10. leikur þeirra (svart) d6xRe5. Á borði II. var 10. Ieikurþeirra (hvítt) g2—g3. Rvík, FB.15 . nóv. ’25. í gærkvöld var sendur héðan leikur á borði II; var 10. leikur ísl. (svart) Dh4—g5. Er nú taflstaðan þannig: Taflborð I eftir 11. leik íslendinga (svart). Taflborð II eftir 11. leik Norðmanna (hvítt). Sonnr járiiljranlukónyaliin. ungfrú Garavel, hvað þá? Það væri liklega sama sem að ég væri bíiinn að vera hérna eða hvað ? — »En ef þér vilduð« I Ó, kæri Kirk, þér hafið alls engan vilja í þessu málefni. Þetta er nærri því alveg afráðið. Rér getið ekkert gert —, — og sé það alvara yðar að stofna til vand- ræða, þá fer ég og tala við gamla Garavel, og þá mun hann sennilega senda dóttur sína heim og gæta hennar vel, svo að þér eigi fáið neitt tækifæri til að nálgast hana. Ramón vill með öiestu gleði giftast henni. En um hitt, er þér sögðuð, að veru yðar hér mundi vera lokið, j*ja, ég get ekki vel hugsað mér, hvernig það ætti að vera. Nei, Kirk, þér verðið sjálfur að ákveða, hvort(þér viljið láta leiða yður upp leyndarstigann, sem liggur til metorða og valda, eða hvort þér viljið heldur klifra upp á við al- einn. Þar er engin leið á milli. En ég bið yður samt að láta vitið ráða. — Og ef ég vil nú ekki láta að óskum yðar, ®tlið þér þá að fara til Garavels og segja hon- UQl. að ég ætli að valda honum vandræða ? ^ann hugsaði upphátt og gaf henni auga á meðan. Hún svaraði engu, og hann mælti þá t>l þess að teygja tímann: J®ja, en þar eð þetta er annars blátt á- fram viðskifta-atriði, verðið þér að gefa mér frest til þess að hugsa mig um. Þegar við eig- um að danza næst, skal ég svara yður ákveðið já eða nei. — Eins og þér viljið. — Jæja, hljómsveitin er hætt að leika, við skulum ganga inn aftur. Þau stóðu upp, hún lagði hönd sína á hand- legg hans, og hann varð þess var, að hún titr- aði, er hún sagði: — Þér megið trúa því, Kirk, að mér hefir fallið þetta þungt, — en ég get eigi þolað að tapa. XXV. Mát. Kirk hafði eigi útvegað sér neina til að danza við áttunda danzinn, og það þótti honurn vænt um, því honum hefði verið alveg ómögulegt að halda uppi nauðsynlegum samræðum. Honum virtist, að allir hlyti að geta séð á honum, hve honum var órótt innanbrjósts. Hann slengdist sundur af kveljandi efa, og honum virtist lík- urnar urn heppileg úrslit verða svo fjarsl^lega litlar, því lengra sem leið á kvöldið. Þegar hljómsveitin hætti að leika, og danz-

x

Dagblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblað
https://timarit.is/publication/605

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.