Dagblað

Tölublað

Dagblað - 17.11.1925, Blaðsíða 2

Dagblað - 17.11.1925, Blaðsíða 2
2 D A G B L A Ð Stirð tíð Jbeíir verið síðustu viku og aflalítið. Vélbátarnir eru fyrir stuttu farnir á veiðar, og hefir Gizur hvíti komið inn með mestan afla, 15 þús. kg., og Kári næstur með 6 þús. kg. Þeir sem fóru út á laugardag- inn, komu aftur inn allsleusir. Taugaveikin er í rénun. Tilkynnin g- Irá Tafllélagi Kviliur. Rvík, FB 16. nóv. ’25. í gærkvöld var sendur héðan leikur á borði I; 11. leikur Isl. (hvítt) Dd2xí)d8. í morgun kom hingað leikur frá Norðmönnum á borði Ií, 11. leikur þeirra (hvítt) Bb5XRc6. í dag var sendur héðan leik- ur á borði II, 11. ieikur ísl. (svart) b5xBc6 Tafihorðið. í gær var sýnd taílstaðan eins og hún var áður en siðasti leikur ísl. var sendur. Misritast, hafði í gær milli sviga við taflborð I (svart) í stað, hvítt. Stærsta skipasmíði á Norð- urlöudnm. Skipaútgerðarmaður í Haugasundi, Knut Kpudsen, hefir nýskeð látið smíða skip á skipasmíðastöðinni í Nakskov í Danmörku. Skip þetta er mótór- tankskip (mótorskip með geim- irum undir olíu- og bensín- flutning) 13000 smálestir að stærð og hefir tvær Dieselvélar frá Burmeister & Vain með 3800 heslöflum samanlagt. Er þetta stærsta skipið, sem smíð- að hefir verið á Norðurlöndum. Lotlskipanaustið á Svalbarða. Þann 25. október kom skip það til Svalbarða, er flutti bygging- arefnið í naustið handa loftskipi Roald Amundsens. Símaði skip- stjóri þaðan, að ís hamlaði eigi ferðum enn þar nyðra. 40,000 króuaþinglestrargjald. Hlutafél. »Sandefallene« (orku- ver í Ryfylki í Noregi) hefir fyrir skömmu tekið 60 millj. króna lán í Ameriku, og hefir gefið eignir sínar að veði. Skuldabréfið var þinglesið hérna um daginn, og var lalið, að þinglestrar kostnaður mundi fara yfir 40,000 krónur. Eldspýtnr lækka í verði. Verðstjórn norska ríkisins hefir tilkynt fyrir skömmu, að eld- spýtur tækki í verði á þenna hátt: Smásöluverðið sé eigi hærra en 27 aura búntið (10 stk) og 3 aura hver stokkur. Y firlýsing. Ég les í Dagblaðinu í dag að landlæknir hafi lagt sölu- bann á Kruschen Salt, sé þetta rétt, leyfi ég mér sem ncytandi þessa salls, að lýsa því yfir til allra sem þjázt af óregluleg- um hægðum og lifrarkvillum að ég hefi“ í mörg ár þjázt af þeim, en siðan ég byrjaði í sumar eftir 2 mánaða legu að nota umtalað salt hefi ég orð- ið fullbata og kenni mér ekki neins meins. Önnur blöð eru vinsamlega beðinn að birta þessa yfirlýsingu. Reykjavík 14. nóv. 1925. S. Ármann. Borgin. Sjévarföll. Síödegisháflæöur kl. 5,58 í dag. Árdegisháflæður kl. 6,20 í fyrramálið. Nætnrlæknir Konráö R. Konráös- son, Pingholtsstræti 21, sími 575. Næturvörður í Rvikur Apóteki. 'ffðarfar. Sunnan og suðvestan- átt alstaðar i morgun og rigning í Rvík og Vestm.eyjum. Heitast var í Seyðisf. 10 st., Akureyri og Raufarh. 9, Rvík og Vestm.eyjum 8, í Stykkish. og ísaf. 7. Úr Grindav., Hornaf. og Grimsst. komu engin veóurskeyti í morgun. — í Khöfn var 3 st. hiti, í Færeyjum 8, á Jan Mayen 2 st. frost og í Angmagsalik, í gær, 2 st. frost. Loftvægislægðir fyrir norðan og vestan land. Búist er við all- hvassri suðlægri og suðvestlægri átt með töluverðri úrkomu, eiukum á Suður og Vesturlandi. Atkvæðagreidsla um kaupgjalds- málið fór fram á Sjómannafélags- *2)agBlað. Bæjarniélablað. Fréttaklað. Ritstjóri: G. Kr. Guðmundsson, Lækjartorg 2. Símar 744 og 445. Viðtalstími kl. 5—7 síðd. Afgreiðsla: Lækjarlorg2. Sími 744. Opin alla virka daga kl. 9—7. Blaðverð 10 au. eint. Askriftar- gjald kr. 1,50 á mánuði. Prentsmiðjan Gutenberg, h.f. fundi i Hafnarfirði í gær, og var miðlunartillögu sáttasemjara hafnað með nærri öllum atkvæðum. (102 gegn 2), og er par með útséð um að ekki gengur saman að sinni. 40 ára afmæli á stúkan Einingin í dag. Verður pess minst með há- tiöahaldi i Templarahúsinu i kvöld, og mun par verða góður mann- fagnaður. Góð myud, sem sýnir »leyndar- dóma hjúskaparlífsins« ér nú sýnd á Nýja Bíó og mun margur hafa beinlínis gott af að sjá hana. 50 ára afmæli Guðspekisfélagsins er í dag og verður pess m. a. minst í Reykjavíkurstúku félagsins meö hátiðahöldum í kvöld. Glaðnr fór til Patreksfjarðar á föstudagskvöldið, og verður fram- vegis gerður út paðan. Hinir nýju eigendur eru ekju í félagi ísl. botn- vörpuskipaeigenda, en samt verður að ráða á hann skipshöfn eftir taxta Sjómannafélagsins, pvi sú kvöð hvílir á skipunum næstu tvö ár, pótt eigendaskifti verði. Landnámsmenn heitir fróðleg og merkileg mynd, sem nú er sýnd á Gamla Bíó. Sýnir hún landnám hvítra manna í Veslurheimi og marga af peim örðugleikum, sem frumbyggjarnir áttu við að stríða. Hjúskapur. Á laugardagínn voru gefin saman í hjónaband, ungfrú Sigríður Runólfsdóttir og Sigurjón Gunnarsson, Barónsstíg 30. Frú Gnðrún Gnðmnndsdóttir hef- ir opnað nýja verslun í. Merkja- steini (Vesturg. 12), og verslar par með matvörur o. fl. Húsið hefir verið mikið stækkað og endurbætt í sumar. Peningnr; Sterl. pd................ 22,15 Danskar kr............. 114,06 Norskar kr.............. 93,24 Sænskar kr............. 122,38 Dollar kr................ 4,587* Gullmörk .............. 108,98 Fr. frankar ............. 18,59 Hollerizk gyllini ......184,49

x

Dagblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblað
https://timarit.is/publication/605

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.