Dagblað

Tölublað

Dagblað - 17.11.1925, Blaðsíða 3

Dagblað - 17.11.1925, Blaðsíða 3
D A G B L A Ð 3 t27erslunin CóinBorg er opnuó í dag í nýja fíúsinu „€óinGorg“ fJCqfnarsírœii 10~*12. Sonnr j&rnbrnntHkéngalna. fólkið streymdi út tii að svala sér, kom Run- nels og kona hans til Kirk, og Runnels spurði: — Jæja, haldið þér, að yður takist það? Kirk kinkaði kolli, honum var ómögulegt að stynja upp orði. — Æ, þér eruð alveg kaldur eins og ístappi, sagði frú Runnels með aðfinslukeim í röddinni. Það er bara ég, setn hefi tilfinningu fyrir þessu. Eg — ég er nærri þvi frá sjálfri mér. Þeir sem við mig hafa danzað, hafa horft svo undarlega á mig, eins og þeir byggjust við, að ég þá og þegar myndi ganga af göflunum. — Talaðu ekki svona hátt hvíslaði maður hennar. Svo sneri hann sér að Kirk og mælti: •— HeiII og hamingja fylgi þér, karl minn! En hamingjan góða, hve nú hefði verið gott að hafa eitthvað hjartastyrkjandi! Hann gat varla stunið upp orðunum, og Kirk skildist af öllu sarnan, að í rauninni var það hann sjálfur, sem var rólegastur þeirra allra. Runnels-hjónin fóru burt og hurfu í mann- þröngina. Kirk virlist eilífðartími þangað til hljómsveit- in tók aftur að leika. Hann fór nú að verða smeikur um, að eilthvað kynni að hafa komið fyrir. Hann fór fram að dyrunum og lók að litast um eftir Chiquitu. Þarna sat hún hjá föð- ur sínum, Bland ófursta frá Gatun og öðrum háttsettum herforingja. Ramón Alfarez stóð hjá henni og beygði sig listfenglega yfir bakið á stól hennar, sneri upp á yfirvararskegg sitt og spjallaði brosandi við hana. Kirk gnísti tönnum af bræði og steig hart til jarðar. Hann heyrði hljómsveitarstjórann slá sprotanum í nótnagrindina og kveðja saman sveitina. Og þegar fyrslu tónar af valsi bárust út um salinn, gekk hann inn aftur og rakleitt til ástmeyjar sinnar. Hann fann það allan tím- ann, að hann gat hugsað skýrt og rólega, og hann hafði engau hjartslátt. Auðvitað sá hún hann'koma, hún hafði beð- ið þessarar stundar með óþreyju alt liðlangt kvöldið. Hann sá, að hún greip skjálfandi hönd sinni til kverkanna, eins og henni lægi við köfnun; og er hann nam staðar fyrir framan hana, stóð hún þegar upp og mælti ekki orð. Hann lagði arm sinn utan um hana, og lítil og köld hönd hennar lá í lófa hans létt eins og snjókorn, og svo svifu þau burt samau. Hann hvíslaði nafni hennar heitt og ákaft — hvað eftir annað. — Hvers vegua? — Hvers vegna gerðuð þér þetta? sagði hún veikum rómi. Mér l'ellur þetta svo þungt. — Það er í síðasta sinn, sem ég held yður

x

Dagblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblað
https://timarit.is/publication/605

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.