Dagblað

Tölublað

Dagblað - 20.11.1925, Blaðsíða 2

Dagblað - 20.11.1925, Blaðsíða 2
2 DAGBLAÐ gleyming á alla vegu, lét sér fcigi nægja neitt það, sem áður var talið sæmilega »hjartastyrkj- andi«. Nú þurfti »dýrari dropa« og eitthvað sem »krassaði« al- mennilega! t*að sem áður var einstaklingsafrek verstu drykkju- svola og gerspiltra ræfla, varð nú algengt »sport« á þessu sviði. Öllum þessum smámunum gleyma andbanningar jafnan, er þeir þykjast rökræða bannmálið. I*eir þekkja aðeins eina siðferð- isspillingu, og það er áfengis- bannið og afleiðingar þess. — í þeirra augum veldur bannið öllu illu, — ekki aðeins í bann- löndunum, heldur einnig í bann- lausum lönduml Það er t. d. auðvitað banninu að kenna, að nú drekka sumir 90 % »spir. concentr.« með sömu innfjálgu lotningunni og feður vorir drúkku einiberja- og hvannaróta-brenni- vin. — Og rökvísi andbanninga er þannig gerð, að við henni verður eigi haggað með neinum rökum. Þegar þeim t. d. er bent á þær staðreyndir, að ástand það, er þeir kenna banúinu eingöngu, er jafnilt og verra í bannlausum löndum, þá bregða þeir því fyrir sig, að úr því á- standið sé engu betra í bann- löndunum, þá sé þetta líka banninu að kennal — Minnir þetta óneitanlega á strákinn, sem blés í geitarhorn og sagði, að nákvæmlega samskonar hljóð mundi vera í hrossliorni, — ef hestarnir hefðu horn I — Á þess- ari trúarjátningu sinni um bann- ið sem undirrót alls ills, stagast andbanningar seint og snemma, unz öll skilningarvit þeirra eru orðin svo jafnblind augunum, að þeir sjá ekki einu sinni, að vopn þau, er þeir hyggja að beita gegn banninu, snúast f höndum þeirra gegn sjálfum þeim — eins og línuritið fræga, sem Morgunblaðið flutti síðastl. laugardag.------ Það er annars óhemju-gaman að spjalla við andbanninga. Þeir eru tíðast svo framúrskarandi fáfróðir í þessari sérfræðigrein sinni, og rökvísin og hugsana- samræmið er eftir því. Þeir bannsyngja bannið, en hálofa hina »heilbrigðu og réttmætu bindjndisstarfsemi«, sem »allir góðir menn virði og vilji styðja að«. En sjálfir 'hafa þeir þó æ- tíð verið andvigir bindindi og barist harðsnúið á móti því í orði og verki, meðan það eitt var starf bindindismanna. Og hvernig myndi hún' reynast, þessi bindindisást þeirra, ef vér nú gerðum þeim tilboð um þau hrossakaúp að samþykkja af- nám bannsins gegn því, að allir helztu andbanningar gerist bind- indismenn og starfi með oss hinum að eindreginni útbreiðslu og efiingu þessa lofsamlega málefnis I — Nei, andbanningar setja sjálfir smiðshöggið á þessa bindindis- semi sína með þeirri kröfu, að afnema beri áfengisbannið — og þá eðlilega öll önnur bönn — til þess áð bjarga þjóðunum frá þeirri hraðfara hnignun og tor- tímingu, sem þeir fullyrða að bannið valdi. Þar sem nægilegt sé til af »lögmætu áfengi« og »brennivín í bæjarlæknum«, þar muni eigi verða drukkið sér til óbóta. Sést hér bersýnilega, að ásamt almennri sljóvgun skiln- ingarvitanna hafa einnig hátt- virtir andbanningar gersamlega mist minnið! — Annars er þessi »patent«-kenning þeirra, um að drekkja áfenginu í áfengi, alls eigi ný, og heldur eigi þeirra uppfynding. Hafa þeir tekið hana að erfðum. En fyrir því er hún jafnsnjöll eins og bjá frumhöfundum hennar, Molbú- unum sálugu, sem drektu — álnum. Eelgi Valtýsson. Borgin. SjáTarfölI. Síödegisháflæður kl. 8,30 í kvöld. Árdegisháflæður kl. 9 í fyrramálið. Nntnrlæknir Ólafur Jónsson, Von- arstræti 12, simi 959. Nætnrvörðnr í Rvíkur Apóteki. Tíðarfar. Logn og heiðskirt nærri alstaðar í morgun, en hvergi frost nema á hólsfjöllum 4 st. í Vestm.- eyjum var 5 st. hiti, í Reykjavik og Grindavík 3, Seyðisf, Akureyri og St.hólmi 1 og Raufarh.fog tsaf. 0. — í Færeyjum var 10 st. hiti, á Jan Mayen 3 st. frost og i Angmagsalik 9 st. frost í gær. Búist er við hægri vestlægri átt. TDagBíaé. Bæjarmálablað. Fréttablað. Ritstjóri: G. Kr. Guðmandsson, Lækjartorg 2. Símar 744 og 445. Viðtalstimi kl. 5—7 siðd. Afgreiðsla: Lækjartorg 2. Sími 744. Opin alla virka daga kl. 9—7. Blaðverð 10 au. eint. Askriftar- gjald kr. 1,50 á mánuði. Prentsmiðjan Gutenberg, h.f. E.s. Jarstein, flutningaskip, senr kom með timburfarm til Hf. Völ- undar. Fer til Bretlands í dag fermt saltfiski. Svannr kom frá Breiðafirði, i morgur beina leið úr Stykkishólmi. Andlát. Benedikt Jónsson frá Reykjahlíð við Mývatn, lézt hér í gær að heimili sonar síns, Hallgríms stórkaupm. Hann var kominn á tí- ræðisaldur og hafði verið blindur frá pví hann var fertugur. 50 ára afmæli Thorvaldsensfélags- ins var hátíðlegt haldið í gær, KI. 2 gengu félagskonur suður i kirkju- garð og lögðu blómsveig á leiði frú Pórunnar Jónasen, sem lengst aC hafði verið formaður félagsins, og. mælti frú Katrín Magnússon par nokkur orð. Minningar-merki voru seld á götunum, og í gærkv. var hal~ dið veglegt samsæti á Hótel ísland. Bæjarstjórnarfnndnr var haldinn. í gærkvöld og voru 16 mál á dag- skrá. Flest málin voru afgreidd um- ræðulaust, en um tvö, sölu lóðanna milli Tryggvagötu og Hafnarstrætis og húsnæðisfrumvarp borgastjóra* urðu langar umræður og snarpar á köflum. Verður nánar sagt frá peim siðar. Tillaga um að selja lóðarspildu á þessu svæði var feld með 8 atkv. gegn 7, en umr. um húsnæðisfrumvarpið var frestað til. næsta fundar. Finnnr Jónsson málari, bróðir Ríkhards myndskera, opnaði mál- verkasýningu í gær í litla salnum hjá Rósenberg og verður bún opin, næstu daga frá kl. 10 árd. til kvölds. Niðnrjöfnnnarnefnd var kosin á bæjarstjórnarfundi í gær, og voru þeir allir endurkosnir, sem áður sátu í nefndinni. Peningar: Sterl. pd .... 22,15 Danskar kr Norskar kr Sænskar kr Dollar kr 4,587« Gullmörk 108,98 Fr. frankar . 18,19 ... 184,49

x

Dagblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblað
https://timarit.is/publication/605

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.