Dagblað

Issue

Dagblað - 21.11.1925, Page 1

Dagblað - 21.11.1925, Page 1
Laugardag 21. nóvember 1925. I. árgangur. 245. tölublað. Að tryg-g-ja g-engið. Göðærisgengi — meðalársgengi. BYGGING nýja barnaskólans befir verið endanlega ákveð- in; uppdrættir verið gerðir, fé veitt til fyrstu framkvæmda og skólanum valinn staður. Ætl- ast er til að bygging hans verði svo langt komið 1927, að taka megi nokkurn hluta hússins til afnota. Pessi skólabygging hefir verið lengi á döfinni, og má segja að húu hafi verið dregin til síð- ustu stundar. Pað er langt síð- an að gamli barnaskólinn varð of lítill, og núna síðustu árin hafa þrengslin þar orðið til mikilla vandræða. Hverjum bekk hefir orðið að margskifta, og auk þess hafa fleiri börn orðið að vera í hverri deild en æski- legt væri. — Með nýja barna- skólanum verður bætt úr brýnni þörf, a. m. k. í bili, því búast má við að þess vérði ekki langt að bíða, að einnig hann verði of lítill, ef fólksfjölgun í bænum heldur áfram eins og verið hefir. Upphaflega var ætlast til að skólinn yrði stærri en nú hefir verið ákveðið, og er óhætt að fullyrða, að sú sparnaðarráð- stöfun verði ekki til neinna hagsbóta er fram líða stundir. Þegar barnaskóla er valinn staður, verður fyrst og fremst að taka tillit til hagkvæmis um alla aðstöðu. En þessa sjálfsagða skilyrðis hefir ekki verið gætt sem skyldi, í staðarvalinu fyrir nýja barnaskólann. Honum er ætlað að standa yzt í einum út- ’jaðri bæjarins, og verður hann þar altaf illa settur, nema bær- inn vaxi mikið austur á við. Mörgum finst að útþensla bæj- arins sé orðin nægileg, og að frekar bæri að byggja á auðu lóðunum inni í bænum, heldur en teygja hann út um víðavang. Margt mælir með því, að heÞpilegra væri að bærinn yxi fremur til vesturs en austurs, og væri þá nýr barnaskóli betur kominn á góðum stað vestur í bæ, en þar sem ætlast er til að hann verði. -m. -n. Það krónugengi, sem nú hefir náðst er aðeins góðærisgengi. Meðalársgengið (nefnum ekki hallærisgengi!) er miklu lægra, því að það skapast af hinu háa innanlandsverðlagi og þeim pen- ingaupphæðum, sem það heimt- ar að sé í umferð, í seðlum, á- vísunum og millifærslum. Vegna þess, að allir ætla sér að græða á góðærisgenginu, vill enginn setja niður verðlagstölur á því, sem hann hefir undir höndum, hvort það eru vörur, húsnæði, vinnukraftur eða annað. Væru allir samtaka um þetta, að lækka verðlags-tölurnar í réttu hlutfalli við verðhækkun peninganna, sem er það eina réttláta og sanngjarna, þá myndu menn fljótt sjá, að verðlagið yrði í raun og veru það sama og áður, það er aðeins peninga- myntin, sem hefir fengið stærra gildi — það gildi, sem hún þá getur haldið í meðalári án allra óþægilegra stöðvunarráðstafana. Til þess að tryggja hágengi sitt, gera Danir og Norðmenn alt sem þeir geta þannig, að fáist samsvarandi tölulækkun í öllu verðlagi. Menn liggja stjórninni hérna á hálsi, ýmist fyrir það að hún skuli hleypa krónunni svona hátt upp, — sem hún á engan þá.tt í, héldur góðærið — eða fyrir hitt, að drífa hana ekki eins liátt eins og hún kemst, því að það er satt, að það hefði mátt koma henni enn hærra. En í þessu hefir stjórnin vitan- lega gert alveg rétt, að spyrna eftir mætti með aðstoð Gengisnefnd- ar á móti taumlausu góðæris- gengi á meðan verðlagstölurnar í landinu sýndu litla tilhneigingu til að laga sig eftir því. Það hefði verið það sama og að hlaða öllum góðærisgróðanum á tiltölulega fáa menn, sem ekkert sérstakt höfðu til unnið. Annað mál var það, ef stjórnin gæti séð ráð til þess að þvinga nið- ur hinar óhæfilega háu verðlags- tölur innanlands-viðskiftanna. Samfara róttækum ráðstöfun- um í þessa átt, væri hægt að skapa möguleika fyrir framhald- andi hækkun krónunnar. En það er nú ekki það, sem fyrst og fremst á að hugsa um, held- ur hitt, að fara nú að tryggja góðærisgengið og gera það að framhaldandi almennu gengi í meðalári, — ná sama krónu- gengi í innanlands viðskiftum eins og í utanlandsviðskiftum — komast með báða fæturna upp á þá tröppu þar sem við nú aðeins höfum annan. Það sem nú þarf að gera og beita allri hörku við, er það, að skera burt alla þá óréttmætu verðhækkun, sem leiðir af krónu- hækkuninni. 1. Húsaleigan í höfuðstaðnum og öðrum kaupstöðum teygir verð- hækkun sína út í allar atvinnu- greinar, sem þar eru stundaö- ar. Hún hækkar verkalaun og hún hækkar alt vöruverð bein- línis. í vöruverðinu verða kaup- endurnir að greiða samlagða húsaleigu fyrir allar búðir, allar verslunarskrifstofur og allar vöru- skemmur landsinsl Pað er eng- in smáræðis fúlga. 2. Flutningsgjaldið á skipun- um verður líka að lækka að sama skapi og það hefir hækk- að með krónunni. 3. Alla hækkun á kaupi og launum, sem i krónuhækkun-

x

Dagblað

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblað
https://timarit.is/publication/605

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.