Dagblað

Eksemplar

Dagblað - 23.11.1925, Side 1

Dagblað - 23.11.1925, Side 1
Máimdag 23. növember 1925. I. árgangur. 246. tölublað. DEILUR sjómanna og útgerð- armanna, hafa eins og kunn- ugt er, aðallega snúist um kaupið, en sama og ekkert um þan hlunnindi, sem sjómenn fóru fram á. Þeim var líka svo í hóf stilt, að sjálfsagt var fyrir út- gerðarmenn að ganga að þeim umtalslaust, því sízt er það of- mikið þó sjómenn fái vikufrí frá þrotlausu erfiði árið um kring. — Hinsvegar eru litlar horfur á, að samkomulag náist um kaupgjaldið, nema annar- hvor aðili slaki til á kröfum sinum, eða báðir fari enn hálfa leið til samkomulags. f*ví hefir áður verið haldið fram hér í blaðinu, að alt kaup- gjald yrði að lækka, bæði hjá hásetum og öðrum, og ekki sizt yfirmönnum skipanna, en auð- vitað yrði það að vera Iítið, meðan verðlag á öðru hefir ekki lækkað meira en raun er á. Al- mennri kauplækkun hefir ekkert annað blað haldið fram, en rök þau, sem Dagblaðið hefir fært fyrir réttmæti almennrar kaup- lækkunar standa enn óhrakin. — í*ótt samkomulag hafi ekki náðst enn um þessi deiluatriði dugir ekki að leggja árar i bát og láta alt reka á reiðanum. Enn verður að gera itarleg- ar tilraunir til samkomulags og vænla allir, að sáttasemjara megi takast að leiða málið til heppilegra lykta. — Ákveðin vilji til samkomulags hefir líka komið fram hjá báð- uui aðilum, og sýnir það bezt aðstaða sjómanna til seinni miðl- onartillögunnar, því með henni greiddu fleiri atkvæði en búast hefði mátt við eftir fyrri undir- tektum þeirra, því í litlu tók hún fram fyrri tillögunni. — ®*Qginn efi er á því, að sjómenn taekju betur kauplækkun ef lifr- arhlutur þeirra fengi að haldast eins og verið hefir. Því hvor- tve8gja er, að hann hefir oftast dregið hátt á móti fastakaupinu og einmitt með lifrarpeningunum verður hlutskifti þeirra í sam- ræmi við afla og erfiði, en þar kemur fastakaupið ekki til greina. Þessa eðlismunar á fastakaupi og aíiahlut ætti að taka meira tillit til við næstu samninga, en gert hefir verið, og mættu sjó- menn þá vel við una. Samningaumleitanir liggja nú niðri, en þess verður fast- lega að vænta, að enn verði gerðar tilraunir til samkomu- lags og verður alls vegna að vona að betur takist þá til, en áður hefir orðið, Sáttasemjari verður enn að gera ákveðnar tilraunir til sam- komulags og er ólíklegt að ekki megi komast á þann milliveg sem báðum aðilum reyndist greiðfær til frambúðar. Yerndun lsl. örnefna. Mér hefir altaf þótt leiðinlegt, að sjá ýms möfn algerlega af- bökuð frá því, sem þau upp- haflega voru. Mér finst að fyrsta nafnmyndunin á hverju sem er, ætti að haldast óbreytt og hver og einn reyna, sem mögulegt er að sjá um, að því sé ekki breytt, enda verða oftast ónöfn sem eng- inn skilur, úr þeim afbökunum. Nú siðasl, þar sem getið er um Veiðibjöllu-strandið í blöð- unum, er bærinn, sem menn- irnir áttu að hafa komið til, nefndur röngu nafni, því hann heitir y>Kvísker« en ekki »Tví- sker«. Það er hans upprunalega nafn, og kvísl sú, er rennur úr jöklinum fyrir vestan bæinn, heitir »Kvíá«. Nokkru fyrir aust- an Kvísker rennur Breiðá, var til forna bygð mikil og bjó þar Kári Sölmundarson til dauða- dags eftir að hann sættist við Flosa á Svínafelli. Stóð bær hans upp með ánni, þar sem skrið- jökullinn hefir runnið fram. Gamlir menn í Öræfum sögðu mér 1905, að þegar þeir voru ungir, heyrðu þeir þá fullorðna menn segja frá, að þeir hefðu séð bænhústóft hans og stóra flata hellu fyrir innan kampana, er átti að vera yfir leiði hans. En nú hefir skriðjökull hulið það fyrir löngu. Bærinn Kvísker mun að líkindum hafá tilheyrt »Breiðubygð«, og er þriðjungur af »sandinum« þar, þegar farið er austur frá Hnappavöllum í Öræfum. Ennfr. þekkja fæstir nú orðið nafnið »Móðóljsgnúpur«, sem er hæzti hnúkurinn á Fossfjalli á Síðu. Er hann kendur við Móðólf er nam þar land og bjó að Fossi. Er hann nú af öllum kallaður Fossnúpur. Sömuleiðis er nafnið á Holts- borg á Síðu afbakið, því frum- nafnið á hnúk þeim er »Óleifs- borg«, kend við Óleif er nam þar land og bjó að Holti. Stóð bærinn til forna á sléttunni þar sem nú er eldhraunið mikla frá Skaftáreldunum 1783. Siður Óleifs var það að ganga upp á hnúk þenna og dvelja þar löng- um, enda er þar einkennilegur staður og útsýnið aðdáanlega fagurt í góðu veðri. Var síðan hnúkur þessi við hann kendur, og kallaður »Óleifsborg«. Ótal fleiri nöfn gæti ég nefnt, sem varla þekkjast nú orðið, en ég læt hér staðar numið að sinni, en óska þess, að okkar fornu sögustaðir mættu halda sínu upprunalega nafni, er for- feðurnir gáfu þeim, og sem æ- tlð munu varpa ljósi yfir minn- ingu þeirra og viðburðaríka æfileið. Ágúst Jónsson. Tilkynning li-li Tafllélajfi livíkur. Borð I, 13. leikur Norðmanna (svart) Bg7—h6. Borð II, 13. leikur ísl. (svart) Dg5—d8.

x

Dagblað

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblað
https://timarit.is/publication/605

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.