Dagblað

Tölublað

Dagblað - 23.11.1925, Blaðsíða 2

Dagblað - 23.11.1925, Blaðsíða 2
2 DAGB LAÐ Jarðarför sonar míns og bróður okkar, Jóns Ólasonar kaupmanns, fer fram frá heimili okkar, Pingholtsstræti 24, miðvikudaginn 25. þ. m. kl. 1 e. h. Elinborg Tómasdóttir og börn. Leikir ogleikhús. Frh. Hér á landi hefir ávalt verið uppi leiklist hjá unglingum, og drengir leikið mál þau, sem miklu þóttu varða. Fornsögurn- ar segja frá ýmsum dæmum, eins og þegar drengirnir voru að leika hjónaskilnaðarmál Rúts og Unnar, þegar Njáll sendi Gunnar á Hlíðarenda til að leika Kaupa-Héðin, þegar Gunn- laugur Ormstunga festi sér Helgu fögru í leik — sem átti að vera einskonar yfirheyrsla í lögum hjá, Porsteini föður hennar á Borg — sem hann svo vildi láta gilda í alvöru. Fað þykir víst, að trúðar og leikarar hafi sýnt og látið heyra listir sinar á Al- þingi hinu forna, og við kon- ungahirðir er þeirra oft getið. Einnig má telja það vist, að all- títt var að segja sögur, bæði inn- lendar og útlendar, á Alþingi, og að flestar fornsögur okkar eru geymdar þannig mann frá manni, áður en þær eru ritaðar, og sama hefir átt sér stað með Fjóðsögur Jóns Árnasonar, að þær hafa gengið mann frá manni og sveit úr sveit, áður en þeir menn rituðu þær, sem komu þeim í formið, sem þær hafa í Þjóðsögun Jóns Árna- sonar nú. Ein gamla frásögnin, sem vekur athygli, og sem flestum þykir mikils um vert, er sagan af íslendingnum, sem kom lil Haralds harðráða eitt haustið. íslendingurinn hafði ekkert fyrir ' sig að leggja, og bað Harald hirðvistar um veturinn. Harald- ur var fremur sínkur maður og konungstekjurnar fóru mjög í styrjöldinni við Svein konung Úlfsson í Danmörku. Sá hann þann leik á borði, að íslending- urinn gæti skemt honum og hirðinni með því að segja sög- ur. Hann fékk hirðvistina gegn því, að hann segði sögu á hverju kvöldi í höllinni. Islendingurinn gekk að því. Þegar líður að jólum, gerist Jslendingurinn fá- látur. Haraldur konungur talar við hann og gizkar á, að fálæti hans komi af því, að nú sé söguforðinn þrotinn. íslending- urinn játar því og segir: »Nú hefi ég ekkert eftir nema þá einu söguna, sem ég ekki þori að segja hér«. Konungur spyr, hver hún væri. »E*að er sagan af þér í Miklagarði og för þinni þaðan«. Haraldur sagði honum, að hann skyldi segja söguna. »En ég skal stilla svo til, að hún endist út jólin«. Islending- urinn hóf svo söguna, og Har- aldur hlýddi á með athygli, en enginn sá hvort honum likaði betur eða ver. Fegar jólin voru liðin, var sagan búin. Hirð- mennina furðaði mjög á dirfsku íslendingsins. Haraldur kallaði hann fyrir sig, og spurði hann, hver hefði sagt honum þessa sögu. »Það gerði Halldórr Snorra- son; hann sagði hana á Alþingi. »Þess var von«, sagði Haraldur, því margt er það í þessari sögn, stm enginn mundi vita nema ég og hann«. Meðan heimilin á íslandi voru mannfleiri en þau nú eru orðin, þá var títt að einn mað- ur væri settur til að lesa sögur meðan alt hitt fólkið sat við vinnu sína, og lét í ljósi undr- un sína eða aðdáun við, og sumt sat með tárin í augunum yfir dauða Grettis eða Gfsla Súrs- sonar, eða lýsingunni á Njáls- brennu, og þess háttar atburð- um. — Ungu mennirnir fyltust hetjumóði yfir bardögum Gunn- ars á Hlíðarenda, Kára Söl- mundarsonar, síðustu vörn Gísla Súrssonar. Fornöldin og hennar heiðríka, bláskygnda stálsál hélt innreið sína á heimilin vetur eftir vetur. Stundum voru fengnir menn til að kveða rímur, og góðir kvæðamenn voru pantaðir HÞagBlað. Bæjarinálnblað. Frétlablað. Ritstjóri: G. Kr. Guðmundsson, Lækjartorg 2. Símar 744 og 445. Viðtalstími kl. 5—7 siðd. Afgreiðsla: Lækjartorg2. Sími 744. Opin alla virka daga kl. 9—7. Blaöverð 10 au. eint. Askriftar- gjald kr. 1,50 á mánuði. Prentsmiðjan Gutenberg, h.f. og fóru bæ frá bæ. Meiri list þurfti til söngleiksins enn til upplestursins. En alt þetta voru eiginlega sjónleikir, og söngleikir á landinu þar sem ekkert leik- hús var til. Frh. Borgin. Sjárarföll. Árdegisháflæður kl. 11,35 í dag. Síðdegisháflæður kl. 11,58 í kvöld. Næturlaeknir. Daniel V. Fjeldsted, Laugaveg 38. Sími 1561. Næturvörðnr í Laugavegs Apóteki. Tíðnrfar. Suðl. og suðvestl. átt viðast i morgun en hvergi hvast. í Vestm.eyjum var 4 st. hiti, Rvík 3, Grindav. og ísaf. 2, Akureyri 1, Raufarh. og Seyðisf. 0, í Hornaf. var 1 st. frost og Hólsfjöllum 5 st. — í Færeyjum var 1 sh hiti, á Jan Mayen 10 st. frost og í Angmagsalik 5 st. frost í gær. Loftvægishæð 769 fyrir sunnan land. Búistervið vest- lægri og norövestlægri átt með úr- i komu á Norður- og Vesturlandi. Árncsingmnót var haldið hér í fyrrakvöld. Sátu paö nær 250 manns. Sigurður Skúlason stud. jur. frá Skálholti selti mótið, en aðalræð- una hélt séra Magnús Helgason skólastj. og mæltist ágætlega. Aðrir ræðumenn voru: Séra Ólafur Magn- ússon Arnarbæli, Jörundur Brynj- ólfssun alþm., séra Árni Sigurðsson, Jón Ólafsson framkvstj., Bjarni Jóns- son bíóstj. og Tómas Guðmundsson stud. jur. frá Efri-Brú, mælti hann fyrir minni kvenna, byrjaði hann á Evu en endaði inni á Thorvald- sens bazar. Kjartan Gíslason frá Mos- felli flutti kvæði eftir sjálfan sig. Aðal skemtiatriðið var söngur Por- valdar Ólafssonar frá Arnarbæli. söng hann eingöngu íslenzk lög og tókst ágætlega með undirspili Páls ísólfssonar. Síðan var danzað fram undir morgun. Botnia er væntanl. liingað á morgun

x

Dagblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblað
https://timarit.is/publication/605

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.