Dagblað

Ataaseq assigiiaat ilaat

Dagblað - 25.11.1925, Qupperneq 1

Dagblað - 25.11.1925, Qupperneq 1
Miðoikudag WlvK Jft I- árgangur 25. nóvember T/ I ^ Mm #248. 1925. ABr wwml U WWWmr tölublað. D'RLAUSN kaupgjaldsdeilunn- ar má nú ekki dragast lengi hér eftir, ef verulegum vand- ræðum á að verða afstýrt. Eftir þvi sem lengur dregst að samn- ingar takist, verður málið verra viðhorfs og öll aðstaða erfiðari. Engin leið er til þess, að annar aðalatvinnuvegur landsmanna þoli algjöra kyrstöðu yfir lang- an tíma, og hljóta afleiðingar þess að koma fram fyr en sið- ar, og í því stærri mynd, sem lengur dregst að atvinna verði hafin á ný. En þó er verkstöðv- Hnin sjálf ekki verst viðhorfs, heldur óvissan um hver úrslitin muni verða. Afkoma fjölda fólks er eingöngu komin undir afla- feng botnvörpunganna, eins og alkunnugt tr, og er því hér •mikið í húfi, að vel rætist úr. Margir sjómanna eru auövit- að fegnir hvíldinni, og fáir munu sækjast eftir að leggja út til fiskiveiða um þetta leyti árs, að undantelcnum þeim einum, sem ekki þola nema stutta landdvöl vegna fjárhagsörðugleika. Mun hjá ofmörgum verða þröngt fyr- ir dyrum áður en langt um líð- «r, ef atvinnuteppan helzt lengi, og engin vissa fæst um úrslitin. En samt er það ekki aðalatrið- *ð, að koma skipunum sem fyrst hl veiða, heldur hitt, að menn geti komist á fastan grundvöll, sVo þeir viti á hverju þeir megi byggja. Er það ólík aðstaða, að e*ga eitthvað ákveðið fram und- sd. sem aðeins verði að bíða eftir tiltekinn tíma, eða eiga alt í óvissu og yita ekkert hvað biðtíminn verði langur, né hver úrslitin muni verða að lokum. Óvissan kemur ekki aðeins hart niður á sjómönnum, held- Ur einnig á útgerðarmönnum, Seni hvorki geta gert afla-áætl- anir sínar né sölusamninga, meðán alt er óákveðið. — Það Vaer> jafnvel ekkert við því að Segja, þótt skipin færi ekki á Ve,ðar fyr en eftir jól, ef samn- ■ngar v»ri gerðir strax og þessi biðtími þar ákveðinn; en það horfir alt öðruvísi við, ef alt stæði í sama þófinu fram til þess tíma, eða lengur. Vegna alls þessa er óhjákvæmilegt að gera alt sem hægt er til sam- komulags, svo samningar geti tekist, og það verður að gerast strax, þvi óvissan er óþolandi. Utan úr heimi. Khöfn, FB. 24. nóv.’25. Stjórnarmyndnn í Frakklandi. Símað er frá París, að Briand hafi lofað að mynda einhvers konar miðstjórn. En ógerningur er að segja fyrir um, hvort honum muni hepnast það, þar sem enginn flokkanna er nú sem stendur fær um að leggja fram viðunandi fjárlagafrum- vörp í þinginu. Frankinn féll í dag vegna óvissunnar. Fingið neyddist til að samþykkja frumvarp fyrverandi stjórnar um lántöku handa Þjóðbankanum, l1/* miljarð til innlausna rikis- skuldabréfa, er falla í gjalddaga bráðlega. Jarðartör Alexöndru ekkjn- drottningar. Simað er frá London, að Alexandra verði jarðsunginn á laugardaginn. Fjórir konungar hafa þegar tilkynt komn sina. Mikill viðbúnaður i Englandi. Tyrkir reiðir. Símað er frá Constantinopel, að Tyrkir séu stórreiðir út af úrskurði þeim viðvíkjandi Mosul- málinu sem símað hefir verið um. Eggert Stefánsso* söngvari hefir undanfariö dvalið í Paris og sungiö par viö góöan orðstýr. Nú er hann komiun til London og syngur par. Ekki er ómögulegt aö hann komi hingaö heim i næsta mánuði. Leikirogleikhús. Frh. Fyrstu sjónleikir í eiginleg- um skilningi, komu fram eftir að Latínuskólinn var fluttur til Reykjavíkur 1787. Það var skólasiður, að krýna þann sem efstur var í skólanum til kon- ungs, með kórónu, veldissprota og ríkisepli. Um leið voru skip- aðir æðstu embættismenn rikis- ins. Meðal þeirra var ávalt biskup, kallaður Skraparot. Kon- ungurinn tók á móti og gaf á- heyrn, og biskupinn hélt skringi- lega ræðu, sem kölluð var Skra- parots-ræða. Mest var það fyndni. »Hún lýsir fjöri í hugsun og reglu í þankagangi, sem vantar í marga prédikun«, segir Árni j biskup Helgason. Þegar franska stjórnarbyltingin var að ganga um garð, þótti það við eiga, að konungurinn segði af sér daginn eftir að hann var krýndur. Þegar Latínuskólinn var kom- inn í kaupstað, þótti þessi gleði- hátíð liklega ekki eiga við. Sig- urður Pétursson var þá kominn heim að utan og samdi fyrsta leikritið, sem Ieikið var í hin- um fyrri Latínuskóla Reykja- víkur. Fað var »Slaður og trú- girni«, eða »Ifrólfur«. Eftir því sem nú er bezt kunnugt, var Hrólfur leikinn í fyrsta sinn 6.(?) desember 1796. Hallgrimur bókivörður Melsteð fann á lands- bókasafninu miða með lista yfir persónurnar í leiknum og |)á sem hvert hlutvark léku, og er listinn prentaður neðanmáls í sögu leikritaskáldskapar og leik- húss á íslandi, eftir Poestion. Er gaman að geta um hverir voru á listanum vegna þess hve alkunnir þeir menn urðu siðar. Unu lék Bjarni Þorsteinsson frá Vatni, og Sigríði lék Árni Helgason. Bjarni varð amtmaður í Vest- uramtinn, en Árni Helgason varð stiptprófastur, og siðar biskup

x

Dagblað

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblað
https://timarit.is/publication/605

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.