Dagblað

Tölublað

Dagblað - 25.11.1925, Blaðsíða 3

Dagblað - 25.11.1925, Blaðsíða 3
DAGBLAÐ 3 Jón Ólafsson kvað til lítils fyrir þá Ól. Fr. að þrátta um þetta mál, því svo ólikar væru skoðanir þeirra. Sagðist hann álita að bærinn ætti ekki að eiga lóðirnar heldur einstakling- ar, og ætti því t. d. að vera búið að selja allar lóðir í Skóla- vörðuholtinu. Kvaðst hann vilja hjálpa einstaklingum til að verða svo efnilega sjálfsstæðir að þeir yrðu tekjubærir í bæj- arsjóð, en það gætu þeir því bezt orðið, að allar leiðir tii sjáll- bjargar væri þeim ekki lokaðar. Pétur Haldórsson áleit ein- kennilega afstöðu sumra til þessa máls. Þeir sömu menn sem vildu hækka lóöaleiguna sem mest, vildu ekki selja lóð- irnar, svo þeir gætu fengið sem mest upp úr þeim. Mætti það heita furðaleg afstaða að berjast fyrir því að skattleggja lóðir einstakra manna sem hæzt en ▼ilja svo ekki selja þær til að geta orðið þessa skatts aðnjót- andi og nota síðan andvirðið til bæjarþarfa. Ólafur Friðriksson deildi. mjög á Jón Ól. og P. H. fyrir stefnu þeirra í málinu. Helzt ætti bærinn sjálfur að eiga allar lóðirnar og yrði hann þá ekki að sæta neinum afarkostum ef hann þyrfti á þeim að halda seinna eins ogt. d. nú, að hann yrði að kaupa litla lóðarræmu af Sig. Thoroddsen til breikkun- ar Fríkirkjuvegi fyrir 2000 kr. ef gera ætti götuna jafnbreiða. Efaðist hann um að bænum hefði nokkurntima boðist 200 þús. kr. í lóðirnar milli Hafnar- strætis og Tryggvagötu eða a. m. k. ekki svo að ábyggilegt hefði verið. Annars studdi hann till. G. Cl. um að bjóða út lóð- irnar ef þjer annars væru seldar. Umræður urðu nokkuð lengri en snerust að litlu leyti um hafnarlóðirnar heldur um ýms atriði lóðamálsins. Tóku sumir bæjarfulltrúar oftar til máls: P. Bj., J. Ól., Guðm. Ásbjörns- son sem vildi að allar lóðir væru einstaklings eign. Eigend- ur lóðanna sköpuðu verðmæti þeirra og það væri sjálfstæðis skerðing fyrir hvern og einn að byggja á leigulóð. Ennfr. töluðu aftur: borgarstjóri, P. H. og Ól. Fr., sem hélt því fram að það væri ekki lóðareigendur sem sköpuðu verðmæti þeirra heldur bæjarfélagið sjálft. Að lokum var gengið til at- kvæða um sölu á lóðinni til Gcysis og var tillaga hafnar- nefndar feld með 8 atkv. gegn 7. Já sögðu: borgarstjóri, G. Ásbj., Jón Ól., Jónatan, P. H., P. M. og Sig. J. — Nei sögðu: Ág. J., G. Ct., H. H., H. V., Ól. Fr., St. J. St., P. Bj. og P. Sv. íslenzka strandrarnarskipið. Dönsk blöð segja frá, að eftir ná- kvæma rannsókn þeirra tilboða, sem borist hafa frá þýzkum, enskum og hollenzkum skipa- smíðastöðvum, sé nú afráðið, að fela »Köbenhavns Fiydedokv, smíði á hinu nýja ísl. varðskipi. Magnús Guðmundsson ráðh. hefir í viðtali við blöðin látið upp að skipið muni kosta alt að V* milj. króna, og farið verði eftir tilhögun sem enn sé í auka- atriðum ekki fastráðin. Tekur ráðherra það fram sérstaklega, að tilboð þetta sé ekki lægst, en skilyrðislaust bezt, skipið verði með botnvöpuskipslagi, 155 feta langt, 27 f. breitt, með 13—14 milna hraða og verði fullsmiðað um miðjan júni 192G. Samtr járnbrnntabángslnB. hafi mikil skilyrði bæði til góðs og ills, eftir þeirri aðstöðu, sem forlögin hefðu skamtað þeim, og honum virtist því, að það væri ó- drengilegt ef hann væri ekki fyllilega hreinskil- inn núna. Ef hún hefði verið af þessum veik- lyndu, þreklitlu konum, hefði alt verið auðveld- ara. En nú var erfitt að yfirbuga hana, einmitt sökum þess, að hann vissi, að hún mundi mæta honum með þrekmiklu hugrekki, og bera ósig- ■rinn með hugprýði. — Ég verð að svara yður, sagði hann. Ég vil ekki hræsna fyrir yður, og ég kann ekki að Ijúga. Ég get ekki gengið að því skipulagi, sem þér stunguð upp á. Mér er meira að segja al- veg ómögulegt að hugsa til þess. Pér hafið ver- ið óvenjulega vingjarnlegar við mig, en ég hefi ekki haft hugmynd um þetta. Par að auki er Gortlandt ágætur maður, og — og, jæja, mælti bann lágt, það eru líka ótal aðrar ástæður. — Nei, neil Pað er að eins ein áslæða; hin- ar allar teljast alls ekki með. Hún talaði svo lágt, að hann gat varla heyrt «1 hennar. —- Ef til vill. En það er alveg ómögulegt. — Pér skiljið, hvað þetta gildir? Hún starði ^ hann hörkulega. Ég er ekki litillát — ég get ekki gert neitt til hálfs. Nei. Ég skil, að þér tu8sið ekki til þess. Pér ernð alveg töfraður af þessari ungfrú Garavel. En hana getið þér ekki fengið. — Hún varð alveg hamslaus, er hún varð þess vör, að hann brosti blítt og innilega. Jæja! Pér hafið það enn þá i huga? — Pá skaluð þér fá að vita, að það eru rauuveruleg- ar ástæður, stjórnmálaástæður, sem eru því til fyrirstöðu, að þér getið fengið hana. Jafnvel þótt Garavel sjálfur væri svo vitstola að sam- þykkja þetta, þá eru aðrir, sem ekki mundu gera það. Hún er einn þátturinn í — fram- kvæmdarstarfinu, og þeir eru ti), er eigi vilja sætta sig við það að láta kollvelta og eyðileggja alt starf sitt. Svo að við eigi nefnum sjálfa mig, skiljið þér. Ég get bygt frá grunni — ég get einnig rifið niður------— — Ég hefi ekki meira um þetta að segja, mælti hann stillilega. Pað er því bezt að ég kveðji yður. — Já, ég vil einnig helzt vera alein. Er hann gekk burt frá henni, braut hún sundur blævænginn, sem hún hélt í hendinni. Svo sat hún kyr og horfði á Ijósbjarmann af borginni og þannig sat hún, er Cortlandt kom til hennar skömmu seinna. Hann fleygði sér niður í stólinn við hlið hennar og mælti: — Ég hélt, að þú danzaðir þenna danz við Anthony. — Pað gerði ég líka.

x

Dagblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblað
https://timarit.is/publication/605

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.