Dagblað

Tölublað

Dagblað - 27.11.1925, Blaðsíða 1

Dagblað - 27.11.1925, Blaðsíða 1
Föstudag 27. nóvember 1925. HDagðíað I. árgangur. 250. tölublað. mÓVINNAN hefir frá upphafi verið aðal heimilisiðnaður okkar, og fyrstu tilraunirn- ar til eflÍDgar islenzkum iðnaði voru einmitt gerðar á þvf sviði. Skúli Magnússon reið þar fyrstur á vaðiö eins og í mörgu fleira, sem til þjóðþrifa horfði. Síðan hafa fleiri komið á eftir, og má með réttu telja þá braut- ryðjendur innlends iðnaðar. Sú reynzla, sem fengin ef af íslenzkum tóvélaiðnaði, bendir tvímælalaust til, að ekki vanti nema herzlumuninn, svo við gætum verið sjálfum okkur nóg- ir og staðist erlenda samkepni. Þegar »donsku vefstólarnir« voru fluttir hingað til lands laust fyrir 1800, var það mikil framför frá því sem áður var. Þótt þær næðu ekki mikiili út- breiðslu fyrst í stað, þá urðu þeir samt til að opna augu manna fyrir nytsemi nýrra vinnu- tækja, sem öllum almenningi gæti komið að gagni. Líkt má segja um spunárokkana, sem fluttust hingað 1785. Þeir tóku í öllu fram gömlu handsnæld- unni, en samt þurfti nokkuð langan tima til að koma sl- menningi til að nota þá, og var það ekki fyr en eftir 1800, að hægt sé að segja að þeir sé farnir að koma að verulegum notum. — Rokkarnir og vefstól- arnir komu hingað á sömu ár- "öum, og varð útbreiðsla þeirra ^ikil siðar, eins og alkunnugt er. og gagnsemin eftir því. Nú er þessum nytsömu vinnutækj- ""» farið að fækka, sérstaklega vefstólunum, sem orðnir eru sjaldgæfir síðan farið var að reka tóvinnuverksmiðjurnar og þær búnar að ná áliti almennings. t öJhun iðnaðargreinum er nú 8tefnt að því, að afkasta sem ""^tu á sem styztum tíma, og *~ vinnan verði sem ódýrust. "^diðnaðurinn getur að li'tlu eyti kept vj5 verksmiðjuiðnað- ""*• °g sannast það greinilega á tovianunni. Nú eru tóvinnuverksmiðjur komnar bæði norðan- og sunn- anlands, sem að miklu leyti fullnægja hinni óvandaðri tó- vörugerð landsmanna. Ennþá eru ekki komnar hér svo full- komnar tóvinnuverksmiðjur, að þær geti framieitt margvislegar klæðistegundir, og er því enn ófarinn "áfangi til þess takmarks, að klæða okkur sjállir, en að því er okkur nauðsyn að keppa, ákveðið og samtaka. Meiri hluti islenzku ullarinn- ar er ennþá fluttur út úr land- inu óunninn, en útlendur klæðn- aður keyptur aftur dýru verði, þótt hann sé bæði haldminni og óhagkvæmari, með tilliti til íslenzkra staðhátta. Breyting á þessu öfugstreymi mundi verða okkur mikill búhnykkur, og þurfum við að kappkosta að svo geti orðið sem fyrst. 2. Utan úr heimi. Khöfn, FB„ 26. nóv, '25. Stjórnarniymlnn í Frakklandi. Simað er frá Paris, að social- istar hafl ekki haft nægan stuðnT ing til þess að mynda ístjórn. Herriot hefir lofað að gera til- raun til þess að mynda nýja stjórn gegn því skilyrði, að soci- alistar gefi ákveðið stuðnings- loforð. Dómnr. Símað er frá London, að dómur hafi í dag fallið i mál- inu gegn ráðstjórnarsinna-for- sprökkunum. Sumir voru dæmd- ir í hálft ár, aðrir til árs fang- elsis fyrir uppreistartilraun. Khöfn 27. nóv. 1925. Ásigling. Símað er frá Stockhólmi, að fullsannað sé, að sænska skipið hafi siglt á brezka kafbátinn sem fórst á dögunum. Samband Svía og Norðmanna. Simað er frá Osló, að gerð- ardómssamningur hafi verið undirskrifaður í gær milli Nor- egs og Svíþjóðar. Er hann þess efnis, að öllum misklíðarmálum er skotið til alþjóðadórastól. é FráYestur-lslendingum. (Frá Fréttastofunni). fslenzknr þingmaður. í hinum nýafstöðnu kosning- um til Sambandsþingsins i Ot- tawa (höfuðborgar Canada), var íslendingurinn H. M. Hannesson kosinn. Er hann fyrsti íslend- ingurinn, sem kosinn hefir verið á Sambandsþingið. Hann er fæddur í Öxnadal í Eyjafirði 27. nóv. 1884. Lögfræðispróf tók hann við Manitobaháskólann árið 1905. Hann gengdi ábyrgð- armiklum störfum í canadiska hernum meðan heimsstyrjöldin stóð og smáhækkaði i tign, unz hann var gerður að herdeildar- foringja. Heimskringla kveður hann gáfaðan mann og ötulan, og hafi hann verið talinn ein- hver skarpasti lögfræðingurinn, sem próf hefir tekið við Mani- tobaháskólann. Hannesson var kosinn af konservativum og fékk hann talsvert mörg atkvæði um- fram þá tvo aðra, er í kjöri voru. Marino Hannesson var kosinn fyrir Selkirkkjördæmi. Hann er kvæntur Kristinu Arn- grfmsdóttur frá Héðinshöfða. Sjö sainskir þingmenn, er setið höfðu á aiþjóðaþing- fundi í Ottawa, skruppu þaðan vestur til Winnipeg. Meðal þeirra var Wennerström, ritstjóri Ded Nya Norrland. Er bann, eins og kunnugt er, kvæntur Lóu Guð- mundsdóttur frá Nesi. Wenner- ström hélt ræðu f samkvæmi á Fort Garry gistihúsinu í Winni-

x

Dagblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblað
https://timarit.is/publication/605

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.