Dagblað

Tölublað

Dagblað - 27.11.1925, Blaðsíða 2

Dagblað - 27.11.1925, Blaðsíða 2
2 DAGBLAÐ peg og mintist íslendinga sér- staklega í henni. Sorglegt slys. Árni Einarsson í Fosston Sask. druknaði í smávatni þ. 18. okt. Árni Einarsson var 58 ára að aldri, hafði verið búsettur í Fos- ston um 10 ár. Hann var mik- ils virtur maður. Lét hann eftir sig ekkju og 11 börn. íglenzh tnnga hefir verið viðurkend námsgrein í gagnfræðaskólúm Manitoba- fylkis. Heimskringla þakkar þetta þjóðernisfélaginu, og þá fyrst og fremst fyrverandi forseta þess, séra Albert Kristjánssyní. Gnnnar B. Björnsson, ritstjóri blaðsins Minneota Mas- cot, er nýlega útneíndur í skattanefnd Minnisota-ríkis. — Gunnar var fæddur á íslandi 17. ágúst 1872 og kom fjögra ára til Ameríku. Ritstjóri hefir bann verið i 25 ár. Hann sat á ríkisþingi 1913 og 1915 og var um skeið formaður flokks- nefndar Republican-flokksins í Minnesota. (Eftir Heimskringlu). Dr ýmsum áttum. Svo má lengl læra sem lifir. Fyrverandi kaupmaður einn í Bandaríkjunum, Abigail King að nafni ákvað fyrir skömmu að byrja nám við háskólann í Boston, nú í haust. King er 76 ára að aldri og segir bann að sér hefði ungum verið inn- rætt það, að svo| mætti lengi læra sem lifði og þá kenningu ætlar hann nú að bagnýta sér. Breiðustu götnr í heimi eru Unter den Linden í Berlin 65. m. Ringstasse í Wien 57. m. »Avenuin« í Washington 50. m. og »Avenuin« í New York45. m. Andrassy-stræti í Budapest 47. m. og Bulevartarnir í Paris 37. Mjóar þykja Piccadilly og Strand í London sem eru 17. m. og 12—15 metra breiðar. — En hvað er t. d. Hafnarstræti í Reykjavík í samanburði við þessar. Dýrt þykir hér að fá sér talsíma. Fyrir að leggja hann inn greiðast kr. 50.00, en fyrir flutning milli búsa kr. 35. Inn- anhúss 10 og 15 kr. Til saman- burðar má geta þess að í Kaup.höfn er uppsetningargjald talsima kr. 400.00 og flutningur milli húsa kr. 40.00. í R.vík munu vera miklu fleiri talsímanotendur en í nokkurri annari höfuðborg í Evrópu samanb. við fólksfjölda. .Oo2*g£ÍS£. Sjávarföll. Síðdegisháflæöur kl. 3,30 í dag. Árdegisháflæður kl. 3,50 i nótt. Næturlæknir Friðrik Björnsson, Thorvaldsensstræti 4. Sími 1786. Nætnrvörður í Laugavegs Apóteki. Tíðarfar. Hægviðri alstaðar i morg- un og víða töluvert frost, mest á Hólsfjöilum 16 st., á Akureyri 9, Raufarhöfn og Seyðisf. 3 og ísaf. 1. * í Vestm.eyjum og Grindavík var 3 st. hiti, Rvík 2 og St.hólmi 1 st. — í Angmagsalik var 1 st. frost í gær og í Færeyjum við frostmark (0) í morgun. Erlend veðurskeyti komu engin í morgun, nema frá Færeyj- um. — Búist er við svipuðu veðri. Strandmennirnir af Veiðibjöllunni komu hingað í gær, landveg alla leið. Eru þeir töluvert þjakaðir eftir alla hrakningana og éríiða ferð. Esja var í Vík í morgun og kem- ur væntunlega hingað um hádegi á morgun. Málverkasýning Finns Jónssonar er bæði fjölbréytf og falleg. — Að- sókn að sýningunni hefir verið góð og margar myndir selst. — Sýning- in verður opin fram á sunnudag og er hver dagur siðastur fyrir þeim, sem enn eiga eftir að líta þar inn. Skipaferðir. Vikingur fór héðan í gærtil Biidudals. Storsund, fisktöku- skip, fór áleiðis til útlanda i gær, og Ringfond umhverfis iand og tek- ur fisk á leið sinni. Dönskuæflngar hefir dr. Kort K. Kortsen í Háskólanum í dag kl. 5—6. Aðgangur er ókeypis. Fánar eru viða dregnir i hálfa stöng í dag, vegna jarðarfarar Alex- öndru ekkjudrotningar. ÍDagðlað. Bæjarinálabluð. Fréttablað. Ritstjóri: G. Kr. Guðmundsson, Lækjartorg 2. Símar 744 og 445. Viðtalstími ki. 5—7 síðd. Afgreiðsla: Lækjartorg2. Simi 744. Opin alla virka daga kl. 9—7. Blaðverð 10 au. eint. Askriftar- giald kr. 1,50 á mánuði. Prentsmiöjan Gutenberg, h.f. Daglega fjölgar kaupendum Dag- blagsins að miklum mun, og má það vel una viðtökunum, sem það hefir fengið. Peir, sem auglýsa í því munu fijótt finna, að ekki er ofsögum sagt um útbreiðslu þess. Lyra fór frá Bergen kl. 10 í gær- kvöld áleiðis hingað. Mikíl þoka grútði yfir bænum í gærkvöld og i nólt, en birti upp þegar kom fram á morgun. Dagblaðið kemur í seinna lagi út í dag, vegna anna í prentsmiðjunni. Poningar; Sterl. pd................ 22,15 Danskar kr............ 114,00 Norskar kr.............. 93,59 Sænskar kr............. 122,49 Dollar kr............... 4,58'/a Gullmörk............... 108,98 Fr. frankar.............. 17.50 Hollenzk gyllini .......184,39 Ferðabókar-blöð 1925 Laohókow í Kina, 23. sept. Sumarið er liðið. — Ég fer eftir almanakinu; úti í náttúr- unni hefi ég ennþá ekki orðið var vegsummerkja haustveðr- anna. í dag er 20° C. hiti, svo ég er nú farinn að hugsa um að senda bændum í Norðurár- dal nokkur sólskinstrogl Síðustu daga ágústmánaðar hurfum við lieim aftur eftir tveggja mánaða dvöl á Haishan (shan = fjall). Júlí og ágúst er versti hitatími ársins, og heitir i kínverska almanakinu »fú-tjen«, þ. e. hundadagar. Tveir mán- uðir eru langur hvíldartími, en eins og aðstæðum hér er hátt- að, þarf enginn að ásaka oss um leti. — Síðari hluta júní- mánaðar eru haldin próf í um okkar skólum; en hitar eru miklir allan þann mánuð. Aldr-

x

Dagblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblað
https://timarit.is/publication/605

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.