Dagblað

Tölublað

Dagblað - 27.11.1925, Blaðsíða 3

Dagblað - 27.11.1925, Blaðsíða 3
DAGBLAÐ 3 ei hefi ég þreyltari heim komið en úr siðasta ferðalaginn frá út- stöðvunum í vor; var þá 39 stiga hitL Rigningasamt hefir verið síð- astliðið sumar, og hafa miklir vatnavextir ollað stórtjóni. En Kinverjar virðast vera slíku vanir. Hangjang (gjang — fljót) eyðileggur árlega engi og akra svo firnum sætir; er farvegurinn víða mjög breiður og sandauðn- ir á báða vegu. — Þýzkt félag kvað hafa boðist til að búa um og breyta (»regulate«) rás Han- gjang. Fyrir ómakið ákvað fé- lagið sér rétt til að rækta alt land, sem við það vinst, og skila ríkinu því aftur eftir 50 ár. Um sömu mundir höfðu Þjóðverjar í hyggju að leggja járnbraut frá Hankow, um Laohókow og alla leið norður í Mansjúríu, held ég. Kínverjar voru í vafa um, ef til vill ekki að ástæðulausu, hvort áætlanir þessar stöfuðu af einhverri eigingirni, eða flekk- lausri greiðasemi. En svo skall á stríðið mikla, og sú varð endalykt þessara þörfu áætlana. Nú eru þýzkir framkvæmda- menn aftur hingað komnir. Hrúga þeir varningi, »Made in Germany«, inn á markaðinn, á meðan Bretum byrjar sem verst. Frh. "V ídsjá. Yictor Hugo sem að vísu var viðurkendur föðurfandsvinur mælti eitt sinn: Ég er fylgjandi flokki þeim, sem enn er ófæddur: Flokkurinn : Bjdting — Menning. Flokkur þessi verður tákn tuttugustu aldarinnar. Af hon- um rísa upp: fyrst Samdands- ríki Norðurálfu, en síðan: Sam- bandsríki heimsins. Þessi sami franski óðsnilling- ur kveður svo að orði um miðja 19. öld í formála nýrrar útgáfu æskuljóðax sinna, sem einkum voru lofkvæði um kon- ungborna menn: Sagan segir með fjálgleik frá Michel Ney, sem lærði beykis- iðn en varð marskálkur í Frakk- landi, og frá Murat fjósamann- inum, sem varð konungur. En af öllum þeim leiðum, sem liggja frá myrkrinu og upp í ljósið er þessi lofsverðust og um leið ógreiðfærust: Auglýsinguin í Dag- blaóið má skila í prentsmiðj- una Gutenberg eða á afgreiðsln hlaðsins. Sími 744. Að vera fæddur höfðingja- og konungadýrkandi, en verða að lokum almúgamaður. Victor Hugo hafði látið svo um mælt að lík sitt skyldi til grafar flutt í likvagni fátækra. Var kistan fiutt í heiðursmust- erið Pantheon í vagni þessum, en líkfylgdin var svo löng að 6V2 stund leið þar til allir voru komnir framhjá. Innlend tíðindi. ísafirði, FB., 25. nóv. ’25. 8 vélbátar héðan eru byrjaðir veiðar. Afli í tregara lagi. Síld lítils háttar veiðst í Skötufirði. Aflast vel á hana í Miðdjúpinu. Tíð hagstæð. Snjólaust. Vesturland. 744 er slmi Sagblaðsm Sannr jitrnbrantakóngalns. Það var dálítill hræðslukeimur í málróm hennar, er hún svaraði, þótt hún talaði rólega, og hún leit ekki framan í hann. — Ég vildi í rauninni helzt, að þú sendir afboð. Annars verð ég að aka heim aftur ein- sömul. Hann svaraði fremur hæðnislega: — Kœra Edith! Ég sem er heiðursgesturinn! — Jæja, eins og þú vilt, — auðvitað. Sjóliðsforingi nokkur kom þar að og fór að spjalla við hana. Cortlandt reis þá upp og gekk í hægðum sinum fram í mannfjöldann, sem streymdi út úr danzsalnum. Kirk var nú búinn að finna Runnels, sem hafði verið að leita að honum, og var óþolin- móður yfir því að fá ekki tækifæri til að óska honum til hamingju og spjalla nánar við hann um einstök atriði þessa frægðarverks þeirra. - Ég er nýbúinn að fylgja konunni minni heim, sagði hann. Ég hefi aldrei á æfi minni séð nokkra manneskju svo frá sér af geðshrær- ln8u. Ef hún hefði dvalið hér lengur, mundi hún hafa Ijóstrað upp öllu saman. Hún var ekki nærri því eins hrærð í sínu eigin brúð- kaupi. — Eg _ ég er sjállur ekki búinn að átta oiig almennilega enn þá. Er það ekki furðulegt. ~~ eg sá rétt núna konuna mína danza fram hjá mér við manninn, sem hún er trúlofuð. En það er dýrðlegt að vera giftur. — Hún er yndislegasta veran, sem ég hefl séð á æíinni, og hún var sannarlega hugprúð. Ég er viss um að Alice muni gráta út af þessu i heila viku. Þetta verður æðsta tárahátíð hennar á allri æfinni! Hún flæðir alveg yfir af geðshrær- ingu og hrifni. Ég vona, að konan yðar geti betur varðveitt leyndarmál, heldur en konan mín, því annars yrði það heldur en ekki upp- þot áður en sólin sezt í kvöld. Það er líklega bezt, að ég setjist að heima fyrir og gæti vel að munninum á mér, unz nýmælið verður op- inberað. — En hvað ég er þyrstur. Anthony sagði ekki vini sínum frá leynilög- reglumanninum í Colon, því hann bjóst við aö geta losnað við hann; og svo var hugur hans svo gagntekinn af hinni ný-ju hamingjusælu, að þar komst ekkert annað að. En það var svo gott að hafa einhvern að tala við. Þeir stóðu í djúpum samræðum, er Stefán Cortlandt bar þar að. Hann nam staðar sem allra snöggvast hjá þeim og mælti: — Skemtileg samkoma, piltar? Kirk veitti því eftirtekt, hvað hann var orð- inn gulur i andliti og magur síðustu vikurnar. Hann var orðinn kinnfiskasoginn og beinaber.

x

Dagblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblað
https://timarit.is/publication/605

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.