Dagblað

Issue

Dagblað - 28.11.1925, Page 1

Dagblað - 28.11.1925, Page 1
KRÓKAVEFIR bæjargatnanna aukast með ári hverju og og jafnframt verður vand- rataðra víðsvegar um bæinn a. m. k. fyrir ókunnuga. í stað þess að gera umferðina sem greiðasta með beinum götum og reglulegum, eru gerðar nýjar brautir, sniðgötur og bráða- birgðavegir, sem ekki fylgja stefnu eldri gatna, en eru lagðar eins og verkast vill eftir augna- bliks ákvörðun skammsýnisins. Byggingum fjölgar og bærinn vex með hverju ári sem líður og við stækkunina verður sum- staðar óhjákvæmilegt að gera nýjar götur, en þá ætti að kapp- kosta að leggja þær sem hag- kvæmast er bæði með tilliti til umferðar og útlits bæjarins. En þessa sjálfsagða skilyrðis virðist að litlu vera gætt í framkvæmd- inni. Eftir reynslunni að dæma má virðast að ekkert sé hugsað um skipulag né útlits bæjarins þegar götur eru ákveðnar eða Qýbyggingar gerðar. Alt er hér miöað við líðandi stund, og útgjaldasparnað í upp- hafi, en þeirrar staðreyndar er í engu gætt, að of mikill sparn- aður og óforsjálni getur oft orð- ið óþægilega kostnaðarsamt í framtíðinni. það má furðulegt heita hvernig sumum mönnum, sem annars eru taldir óheimsk- ir, geta verið hrapalega mislagð- ar hendur þegar um sjálfsögð- Hstu hagkvæmisatriði er að ræða, og er gatnaskipulagið í Skóla- ^örðuholtinu augljósasta dæmi þéss af öllum þeim mistökum, sem hér hafa verið gerð um fram- tíðarskipulag bæjarins. Engum mun finnast það gott nema ef vera kynni þeim, sem mestu réðu um ákvörðun þess, en samt er ólíklegt, að þeir séu ekki hótvij- að koma auga á missmíð- in 5 þessu illa gerða »víravirki«. , ^að hefir sannast áþreifanlega um skipulag bæjarins að lengi býr að fyrstu gerð og reynsla framtímans mun verða enn til- finnanlegri en sú, sem fengin er. Það er talin siðferðisleg skylda hinnar verandi kynslóðar, að búa sem bezt í hendur eftirkom- enda sína, en þess virðist lítið hafa gætt í framkvæmdum for- ráðamanna bæjarins og sízt þar sem helzt skyídi. Skipulag bæjarins er stórmál, sem til þessa hefir að mestu verið látið afskiftaiaust, hvernig úr væri ráðið. En svo má ekki lengur vera, og þurfa allir þeir, sem láta sig einhverju skiftg framtíð bæjarins, að hefja sam- taka sókn til þeirrar stefnubreyt- ingar, sem hér er nauðsynlegust. Ætti þá smámsaman að mega koma byggingarmálum vorum í betra horf um leið og verstu afglöpunum yrði afstýrt. Utan úr heimi. Khöfn, FB., 27. nóv. ’25. Frokkum gengur illa að mynda nýja stjórn. Símað er frá París, að Her- riot hafi gefist upp á að mynda ráðuneytið, þar eð sócialistar hafi neitað að veita nægilegan stuðning. — Briand reynir aftur. Orikkir dæmdir í 142,000 sterl. punda sekt. Simað er frá Aþenuborg, að stjórnin hafi í gær fengið bréf frá nefnd Alþjóðabandalagsins, er rannsakaði deilumál Grikkja og Búlgara. Úrskurðar nefndin, að Grikkir eigi sök á grísk-búlgarska landamærastríðinu, og er Grikk- land dæmt í 142,000 st.pd. sekt. Vanderveide veikur. Símað er frá Brússel, að Vand- ervelde sé veikur. Konungurinn í Síam látinn. Simað er frá Síam, að kon- ungur landsins sé látinn. Lík Alexöndrn ekkjudrotn- ingur. Símað er frá London, að lík Alexöndru hafi verið flutt í gær frá Sandringham til London með afarmiklum hátíðleik. Utanríkisráðherra Rússa staddnr í Aþenu. Simað er frá Aþenu, að Tschi- tscherin sé þar staddar. Nýtt útgerðarfélag í Faereyjum. Simað er frá Þórshöfn í Fær- eyjum, að togarahlutafélag með 100,000 höfuðstól bjóði út hluta- bréf. Yeiðiböllu-strandið. Hrakningar skipbrotsmanna. í fyrrakvöld komu þeir hing- að til bæjarins, skipbrotsmenn- irnir sem af komust, nema mat- sveinninn Haraldur Kjartansson, sam eftir varð á leiðinni í Vík i Mýrdal. — Hinir voru: Jón Guðmundsson skipstjóri og eigandi skipsins, Kristján Vidalin Brandsson, stýrimaður, Ingvar Einarsson, 1. vélstjóri, frá ísafirði, Aðalsteinn Jónsson, 2. vélstj., Jónas Jónasson, frá Flatey, Einar Guðbjartsson, frá Pat- reksfirði. Þeir sem fórust, voru eins og fyr er á minst í Dagbl., þessir: Þorsteinn Gottskálksson, Rvík, Stefán Baldvinsson, Dalvík, Sæbjörn Hildibrandsson, Hafn- arfirði. — , Hrakningssaga skipverja er mjög átakanleg. Skipið hafði farið að áliðnu- sumri til Noregs með sild, sildarmjöl og sildaroliu, en tek- ið aftnr farm í Danmörku, í Khöfn mótorolíu og benzin, og í Árósum rúgmjöl. Ferðin gekk

x

Dagblað

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblað
https://timarit.is/publication/605

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.